Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.02.1985, Page 69

Frjáls verslun - 01.02.1985, Page 69
UTGAFA Bylting hefur orðið á vinnslu bókarinnar „íslensk fyrirtæki” — Rætt við Erlu Einarsddttur ritstjóra Texti: Þorgrímur Þráinsson. Geysileg bylting hefur orðiö í allri vinnslu bókarinnar íslensk fyrirtæki sem Frjálst framtak hf. gefur út árlega. Nýútkomin bók er öll unnin á tölvu og er það mikil hagræöing bæði fyrir út- gefanda og viðskiptavini. Til- gangurinn með útgáfu bókarinn- ar er að hafa á einum stað við- tækar og aðgengilegar upplýs- ingar um íslensk fyrirtæki, félög og stofnanir ásamt nákvæmri skipaskrá. Á þessu ári var bókin gefin út i fimmtanda sinn. Stöö- ugar endurbætur hafa átt sér stað á bókinni og hefur þróunin orðið í þá áttina að veita meiri og ítarlegri upplýsingar um hvertfyrirtæki. i fyrirtækjaskrá bókarinnar er að finna nafn, heimilisfang, sima- númer og nafnnúmer allra starf- ræktra fyrirtækja á islandi. Auk söluskattsnúmers þar sem þaö er fyrir hendi svo og nánari upp- lýsingar um stjórnendur, starfs- sviö og annað hjá þeim fyrirtækj- um sem þess hafa óskað. i vöru- og þjónustuskránni eru upplýsingar um hvaða aðilar versli með tiltekna vöru eða veiti tiltekna þjónustu. Þar er aö finna um tvö þúsund flokka vöruteg- unda og þjónustu. I umboða- skránni eru skráð erlend umboð og upplýsingar um hver er um- boðsmaður á islandi. Einnig er i bókinni skipaskrá þar sem er að finna viðskiptalegar upplýsingar um islensk skip. Nöfn þeirra, ein- kennisstafi, eiganda eða útgerð- armenn, simanúmer og nafnnúm- er. Auk þess eru í bókinni upplýs- ingar um fjölmargar viöskiptasýn- ingar erlendis, skrá yfir íslenska útflytjendur, sendiráð og ræðis- menn erlendis og fjölmörg önnur atriði er að gagni mega koma. Allt ítölvu Erla Einarsdóttir ritstjóri ’ls- lenskra fyrirtækja hefur unnið hjá Frjálsu framtaki í fimm ár en þetta er i annaö sinn sem hún ritstýrir bókinni. Frjáls verslun spurði Erlu nánarum útgáfu bókarinnar. „Bókin er mjög endurbætt frá ári til árs. Segja má að leiðrétting- ar þurfi við á hverri blaðsiðu. Mikl- ar breytingar eru hjá hverju fyrir- tæki fyrir sig á hverju ári Mörg fyr- irtæki flytja starfsemi sina, breyta simanúmerum, bæta við starfs- fólki og þar fram eftir götunum. Nú þegar bókin er öll komin inn á tölvu er mun auðveldara aö skrá allar breytingar. Ef viðskiptamenn hringja og vilja gera breytingar, eru þær skráðar inn á tölvuna um leið. Mikil hagræðing er i þessu og getum við t.d. nú þegar gert þreytingar á uppsetningu að ósk fyrirtækja þó þær komi ekki fyrr en i næstu bók. Stöðug aukning er á skráningum i bókin og þvi greinilega vaxandi skilningur á því hversu góð bókin er. Þess á til gamans geta að það tók þrjár manneskjur heila fimm mánuði að færa bókina inn á tölvuna." Hverjum dálki fylgir ein bók — Hvernig verður bókin Islensk fyrirtæki til? „Á haustin fara sölumenn okk- 69

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.