Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.02.1985, Síða 73

Frjáls verslun - 01.02.1985, Síða 73
leiöis hærri, en þaö endurspeglar fyrst og fremst aö meðallaun eru hærri hér en á almennum mark- aði. Ákvæöi i tryggingarmálum eru t.d. m rétt til launagreiðslna i veikindum. Réttur þeirra sem eru búnir aö vinna hér lengur og lenda í alvarlegum áföllum er meiri heldur en þeirra sem vinna samkvæmt almennum kjara- samningum." — Er slysatiðni há? „Nei, hún er mjög lág. í saman- buröi viö verksmiðjur hjá Alu- suisse höfum viö i mörg ár verið meö þeim lægstu í sambandi viö slysatíöni og fjarveru starfs- manna af þeim sökum. Innlendur samanburöur er varla til því litið er um sambærilega vinnustaði. Miö- aö við almennan atvinnurekstur hygg ég aö viö séum meö einna bestu útkomuna. Enda hefur þessum málum veriö sinnt hérfrá byrjun. ÍSAL var raunverulega frumkvööull i öryggismálum á vinnustaö." Ýmsir klúbbar starfræktir — Hvernig er starfsmannafé- lagiö hjá ISAL? „Þaö er mjög öflugt og virkt. Á vegum þess eru starfræktir ýmsir klúbbar s.s. skák-, bridge-, steinasafnara- útivistar- og Ijós- myndaklúbbur svo eitthvaö sé nefnt. Þorrablót eru haldin hér einu sinni á ári. Starfsmannafé- lagiö á fimm orlofshús sem öllum starfsmönnum standa til boða. Félagslif er almennt mjög gott. Innan vaktahópanna myndast eölilega mikil tengsl, kannski meira en hjá þeim sem eru i dag- vinnu." — Vinnutimi starfsmanna? „í framleiösludeildunum, þá á ég viö kerskálann og steypuskál- ann, þar vinnurmeginþorri manna á vöktum. Hins vegar er unniö í dagvinnu i viöhaldsdeildunum. 280 manns vinna á vöktum en 257 í dagvinnu. Um er aö ræöa þrenns konar vaktir. Um 60 menn eru á þriskiptum vöktum alla daga. Siöan er stærsti hópurinn á tviskiptum vöktum frá 8—4 og 4—12. Eðli rekstursins er þannig aö unniö er allan sólarhringinn." — Hvað meö flutning manna til og frá vinnustaö? „Viö erum með samning viö Vestfjarðaleið sem sér um aö flytja menn til og fá vinnustað. Þetta er mjög umfangsmikið. Far- iö er þrisvar sinnum á sólarhring á milli. Þegar bilarnir eru flestir, þá eru þetta sex til sjö bilar.“ — Fylgir þvi einhver áhætta aö vinna i álverinu t.d. i sambandi viö atvinnusjúkdóma? „Þaö er i sjálfu sér enginn ákveðinn sjúkdómur sem fylgir þvi. Hins vegar er á mörgum stööum erfitt aö hamla gegn ryk- mengun. Rykiö hér er ekkert hættulegra en gengur og gerist. Ryk er almennt óhollt. Geröar hafa veriö miklar endurbætur aö undanförnu og veriö er aö ná valdi á rykmenguninni þannig aö hún veröi minni. Þaö er samt Mikil eftirspurn ereftir störfum hjá ísal aldrei hægt aö útiloka hana alveg. I kerskálanum eru allskonar lofttegundir en þær eru ekki í þeim mæli aö vera hættulegar." Markaösverö er lágt sem stendur — Eigum viö islendingar enga möguleika á aö nýta okkur þenn- an hráál og skapa eitthvað úr honum? „Þaö er reyndar dálitiö selt á innanlandsmarkað til nota hér. Sennilega getum viö samt aldrei orðið samkeppnishæfir viö aö vinna úr þessu og selja á erlend- an markað. Einfaldlega vegna þess aö vinnsluverksmiðjurnar eru allar inni á miðjum mörkuöum. Fjarlægöin og flutningskostnaður gerir þaö aö verkum aö mjög hæpiö er aö vinna hráál hérlendis til endanlegrarframleiðsluvöru.“ — Hvernig er útlit á álmörkuó- um erlendis? „Markaösverö er lágt eins og stendur, en reiknað er meö aö þaö hækki. Eftirspurn eftir áli er nokkuð stööug og viröist mark- aðurinn vera aö sækja i jafnvægi. Veröiö er samt alltof lágt, bæöi fyrirokkurog aöra.“ — Af hverju ræöst verö á áli? „Þaö fer bara eftir framboði og eftirsþurn. Hins vegar er þaö flók- iö mál hvers vegna verö hefur ekki hækkaö aftur. Framleiðend- ur hafa mislesið markaöinn. Eftir aö framleiöslan er minnkuö er mjög timafrek og óvenjudýr aö- gerö aö setja verksmiðjur i gang aftur. Þaö er ekki hægt bara aö slökkva á einu keri. Menn eru tregir aö breyta og minnka fram- leiðsluna vegna þess aö þeir vita um kostnaöarhlið þess. Við- bragðshæfni viö markaðnum er minni en i flestum öörum greinum. Þegar verö á áli var sem hæst ’83 var allt sett i gang, en nú eru menn tregir aö stoppa allt aftur." — Hvert selur ÍSAL? „Stærsti hlutinn fer til Evrópu og sér söludeild Alusuisse um aö selja fyrir okkur. Aö visu höfum viö starfandi söludeild hér á landi, en hún er fyrst og fremst sam- ræmingadeild viö söludeild Alu- suisse. Framleiöslan hefur aukist mikiö á siöustu 15 árurn." — Er hugað aö stækkun ál- versins? „Allir reikna meö þvi en þaö er á umræðustigi ennþá. Þaö er ekki búið aö byggja álver sem anna allri eftirspurn um ókomna fram- tiö. Þvi verður aö byggja eitthvaö af nýjum bræöslum." — Vinna kvenmenn i verk- smiöjunni? „Ekki sem stendur, en þaö hafa konur unniö hér. Meira aö segja var ein sem vann í kerskálanum." Að lokum spuröi ég Jakob um áhugamál hans. Tjáöi hann mér aö hann heföi leikiö meö Val í handbolta á sinum yngri árum, sem KR-ingur. Annars er hann mikill áhugamaöur um bridge og les mikiöaf bókum. 73
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.