Frjáls verslun - 01.02.1985, Síða 77
þó búast við, aö verðbólgan taki
að fjara út.
Eins og áður segir var s.l. ár á
margan hátt gjöfult. Fiskafli
varð óvenju mikill, eða um
1.536.648 tonn. Afli hefur
aðeins tvisvar áöur orðið meiri
eða árin 1978 og 1979.
Aukning sjávarafurðafram-
leiðslu hefur numið um 10% á sl.
ári og útflutningsframleiðsla
sennilega um nær 15%.
Viðskiptakjör íslendinga
(hlutfalliö milli þess verös, sem
fæst fyrir útflutning og verðsins
á innflutningi) bötnuðu nokkuö á
seinasta ári, aðallega vegna
hækandi verðs á iðnaðarvöru.
Verð á sjávarafurðum fór hins
vegar lækkandi og voru mark-
aðir víðast hver erfiðir, og dró
þaö verulega úr þeim hagsbót-
um, sem af auknum sjávarafla
leiddi.
Allar spár og áætlanir um
laun, verðlag og gengi fóru úr
lagi, samfara kjarasamningun-
um sl. haust. Veröbólgan yfir allt
áriö 1984 var 22%. Gengi er-
lendra gjaldmiðla hækkaði
mjög mismikið vegna óhemju
mikilla sviftinga á erlendum
gjaldeyrismörkuðum. Enska
pundið hækkaði gjaldmiöla
minnst, eða rétt um 13,4%, en
dollarinn hækkaði hins vegar
um 41,4%. Meðalgengið þ.e.
meöaltal allra helstu viðskipta-
mynta íslendinga hækkaði hins
vegar um tæp 20%.
Erlendar lántökur voru veru-
legar á árinu eða alls um 7.500
milljónir króna. hluti þessara
lána rann til greiðslu vaxta og
afborgana á erlendum lánum,
sem fyrir voru. Skuldaöstaða
þjóöarbúsins út á við nam við
árslok 42.700 milljörðum
króna, en sú upphæð samsvarar
63% af þjóðarframleiðslu á sl.
ári. Greiðslubyrðin var um 25%
eða talsvert hærri en verið hefur
á árunum á undan.
Þrátt fyrir að vextir hafi farið
allmjög lækkandi á seinasta ári,
eða úr rúmum 12% á dollara-
lánum niður í um 8,5% viö árs-
lok, námu greiðslur vaxta af er-
lendum lánum alls um 15% af
öllum útflutningstekjum okkar
íslendinga. Þessar hlutfallslega
mjög svo háu vaxtagreiöslur til
útlanda draga verulega úr efna-
hagslegum möguleikum þjóðar-
búsins og hagvexti á næstu
árum.
Skuldastaðan og hin rnikla
greiðslubyrði, sem af henni leió-
Til þess að sýna sem best,
hvað innbyrðis gengi gjaldmiöla
(krossgengið) hefur breyst á
undanförnum 8 árum er hér birt
krossgengi nokkurra helstu
gjaldmiðla síöan 1978. Hér
kemur m.a. fram að þýska mark-
iö (DEM) hefur lækkað um 37%
frá ársbyrjun 1978 gagnvart
ir, hlýtur að vera eitt mesta
áhyggjuefni stjórnvalda nú. Oft
á undanförnum árum hefur verið
rætt um þá hættu, sem af því
leiðir að skuldsetja þjóðina í
þessu mæli erlendis. Lítið sem
ekkert hefur bóiað á raunhæfum
aðgerðum þar til á seinasta ári,
þegar róttækar breytingar voru
gerðar í banka- og vaxtamálum.
Með því að gefa vexti að veru-
legu leiti frjálsa — en við það
stórhækkuðu vextir og sparnað-
ur jókst til muna — er hægt að
andæfa gegn minnkandi fjár-
magnsframboöi innanlands og
smám saman aö sveigja erlend-
ar lántökur inn á innlendan fjár-
magnsmarkað. Af þessum or-
sökum er þaö mikið hagsmuna-
mál allra íslendinga, að ekki
verði kvikað frá þeirri nýju
frjálsvaxtastefnu, sem tekin var
uppsi. sumar.
dollaranum og enska pundið
(GBP) um 44%. í þessum sam-
anburöi er rétt aö geta þess, að
verðbólgan er á heildina litið
mjög svipuð í þeim löndum, sem
til umræðu eru, þannig er geng-
isbreytingar eru ekki nema að
hluta, til þess að jafna út mis-
munandi verðbólgu í löndunum.
Mikil lækkun
Evrópumynta
1)Gengií byrjun jan. jan.
mánaða 1978 1979
DEM/$ 2.09 1.82
$/GBP 1.94 2.02
SFR/$2) 1.96 1.62
YEN/$ 240 194
SKR/$3> 6.80 4.29
jan. jan. jan. jan.
1980 1981 1982 1983
1.70 1.96 2.30 2.35
2.24 2.39 1.86 1.62
1.57 1.77 1.86 1.97
237 204 234 230
4.12 4.38 5.63 7.34
jan. júlí jan. 28.2
1984 1984 1985 1985
2.74 2.80 3.18 3.3
1.44 1.35 1.16 1.0
2.19 2.34 2.68 2.8
232 238 255 25
8.05 8.21 9.13 9
1) Hér er átt við gengi US$ í Evrópumyntum talið nema gengi enska pundsins er hér sýnt i US$.
2) Sviss. franki.
3) Sænskar krónur.
77