Frjáls verslun - 01.02.1987, Page 9
réttir
Framleiðsla á iðnaðar-
róbótum hafin á íslandi
- íslenska Álfélagið hefur staðfest áhuga
sinn á að kaupa iðnaðarróbót sem Jón Hjaltalín
Magnússon verkfræðingur hefur hannað
íslenska Álfélagið hefur
staðfest áhuga sinn á að
kaupa íslenskan iðnaðar-
róbót af Jóni Hjaltalín
Magnússyni verkfræðing
um kaup á vélmenni til
vinnu í álverinu í
Straumsvík. Samninga-
viðræður eru langt komn-
ar en beðið er eftir stað-
festingu frá Alusuisse.
Iðnaðarróbótinn er hann-
aður af Jóni Hjaltalín og
verður hann íslensk
smíði. Kaupverð er um 4
milljónir króna. Eftir því
sem Frjáls verslun kemst
næst mun þetta verða
fyrsti íslenski iðnaðarró-
bótinn sem tekinn verður
Úttekt
á einka-
tölvum
í næsta tbl. Frjálsrar
verslunar er ráðgert að
vera með úttekt á einka-
tölvumarkaðnum. Mark-
miðið er að kynna allar
einkatölvur sem eitthvað
kveður að hér á landi,
kosti þeirra möguleika og
verð. Nú þegar hefur verið
haft samband við flesta
þá sem vitað er að selja
einkatölvur. Viðkomandi
eru hvattir til að senda
inn svör sem fyrst. Þeir
sem ekki hefur verið haft
samaband við en telja sig
eiga heima í þessari út-
tekt geta haft samband
við Blaða-og fréttaþjón-
ustuna í síma 64 17 13.
Haukur Baldurson verkfræöingur hjá Landssmiðjunni og Jón
Hjaltalín Magnússon fyrir framan teikningu af iðnaðarróbótnum
í notkun Ef allt gengur
eftir verður hann tekinn í
notkun í september næst-
komandi.
Hér er um að ræða iðn-
aðarróbct af einfaldri
gerð. Stýrihlutar eru
keyptir erlendis frá en
samsetning og smíði fer
fram í Landssmiðjunni.
Iðnaðarróbótnum er ætl-
að það hlutverk að setja
álkraga á tinda raf skauta.
Álefnið er tekið af rúllu,
klippt, teygt utan um
tindana og fest þar. Til
þessa hefur mannshöndin
unnið þetta starf bæði hér
á landi og í flestum álver-
um erlendis. Þó er vitað
um iðnaðarróbóta í 2
verksmiðjum, í Noregi og
Þýskalandi en íslenski ró-
bótinn þykir fullkomnari.
Um 20 álverksmiðjur í
heiminum nota sömu
framleiðsluaðferðir og ál-
verið í Straumsvík og má
ætla að möguleikar séu á
útflutningi.
Þessi iðnaðarróbót er
upphaf að samvinnu fyr-
irtækis Jóns Hjaltalíns,
JHM almenn tækniþjón-
usta, og Landsmiðjunnar.
Áform eru uppi um smíði
róbóta fyrir bakarí og
fiskvinnslustöðvar og
verður róbótinn fyrir fisk-
vinnslustöðvarnar með
griptöng sem getur tekið
utan um ferskan fisk.
Olís:
Óli áfram við stýrið
— Þórður Gunnarsson stjórnarformaður
—Gunnar K. Gunnarsson aðstoðarforstjóri
Sterkar raddir hafa ver-
ið uppi um að Óli K. Sig-
urðsson sé að leita að
forstjóra fyrir OLÍS og
ætli sjálfur að snúa sér að
rekstri annarra fyrirtækja
sem eru í eigu hans.
Samkvæmt heimildum
Frjálsrar verslunar er þó
ekki að vænta forstjóra-
skipta hjá OLÍS, a.m.k.
ekki á næstu mánuðum.
Óli K. mun verða áfram
við stýrið en sér til að-
stoðar hefur hann fengið
vaska menn. Þórður
Gunnarsson hrl. hefur
verið kjörinn stjómarfor-
maður OLÍS og mun hann
hafa aðstöðu á skrifstofu
félagsins. Þá hefur Gunn-
ar K. Gunnarsson verið
ráðinn aðstoðarforstjóri
OLÍS og hefur hann þegar
hafið störf þar. Gunnar
starfaði áður hjá Vífilfelli.
Var þar skrifstofustjóri
og síðar forstöðumaður
tölvudeildar.
9