Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.02.1987, Qupperneq 15

Frjáls verslun - 01.02.1987, Qupperneq 15
Við viljum aðlBM sé góður þjóðfélags- þegn — segir Gunnar M. Hansson forstjóri IBM á íslandi Texti: Kjartan Stefánsson Myndir: Grímur Bjarnason Orðið atvinnustjórn- andi skýtur æ oftar upp kollinum í umræðu um rekstur fyrirtækja á ís- landi og er vísað til þess að ný kynslóð faglegra stjómenda er að hasla sér völl. Þessir stjómendur em ungir, vel menntaðir og flestir eru ekki í hópi eigenda fyrirtækjanna. Gunnar M. Hansson for- stjóri IBM á íslandi er í hópi þessara faglegu stjómenda. Hann settist ungur í forstjórastól hjá IBM og hefur getið sér gott orð sem einn af fram- sæknustu stjómendum í íslensku atvinnulífi. Og það leynir sér ekki þegar rætt er við Gunnar að stjómun er hans hjartans áhugamál og stolti og að- dáun á starfsháttum hins fjölþjóðlega fyrirtækis, sem hann vinnur hjá, bregður víða fyrir. Vöxtur IBM á íslandi hefur verið mjög hraður á seinni árum þrátt fyrir að keppinaut- um á markaðnum hafi fjölgað og samkeppnin sé hörð. Á þessu ári fagnar IBM á íslandi 20 ára afmæli. Það hefur látið eftir- minnilega að sér kveða í íslensku þjóðlífi með því að gangast fyrir sterkasta skákmóti sem hér hefur verið haldið, setja upp myndlistar- sýningu á Kjarvalsstöðum þar sem ungir myndlistarmenn gátu kynnt verk sín og metaðsókn varð að. Síð- ast en ekki síst var efnt til hugbúnað- arsamkeppni þar sem fyrirtæki á því sviði gátu spreytt sig á að koma með nýjar hugmyndir að forritum fyrir ís- lenskt atvinnulíf. Gunnar er frjálsleg- ur í framkomu og þægilegur í við- kynningu en menn ganga þess ekki duldir að þarna fer strangur hús- skiptafræðinni gat einn prófessorinn þess að IBM væri að leita að starfs- manni. Ég var með nokkur atvinnu- tilboð sem ég var að athuga en endir- inn varð sá að ég ákvað að kanna hvað þarna væri á ferðinni. Ég réði mig síðan til IBM þó að ég hefði á þeim tíma ekki hugmynd um hvað tölva var. Ég kom til IBM beint frá prófborðinu fullur sjálfstrausts og tilbúinn til þess að bjóða heiminum byrginn en ég komst fljótt að því að það nám sem ég hafði gengið í gegn- um var aðeins undirstaða sem nauð- synlegt var að byggja ofan á. Reyndar réði það úrslitum að ég ákvað að fara til IBM að fyrirtækið bauð upp á framhaldsnám og fyrstu 2 árin fóru í nám og starf hér heima og erlendis. Þannig kynntist ég af eigin raun flestum starfsþáttum og kom það mér að miklu gagni. Í byrj- un höfðaði forritun ekki til mín en eftir því sem ég komst meira inn í hlutina því áhugaverðara varð um- hverfið. Brátt fékk maður sjálfstæð verkefni að vinna að og þá leið ekki á löngu þar til maður átti erfitt mað að slíta sig frá vinnunni. Verksvið mitt var fyrst og fremst að selja ákveðin verkefni til fyrirtækja og skipuleggja framkvæmd þeirra. Árið 1973 bauðst mér síðan að bóndi. Eftir að Gunnar hafði boðið mér á „barinn“ — sem að sjálfsögðu reyndist vera kaffibar — hefjum við spjallið en Gunnar er samtíðarmaður Frjálsrar verslunar að þessu sinni. Vissi ekkert um tölvur — Hvernig kom til að þú fórst að starfa hjá IBM? „Þegar ég var á seinasta ári í við- 14 15
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Frjáls verslun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.