Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.02.1987, Síða 26

Frjáls verslun - 01.02.1987, Síða 26
til úr ýmsum skrifstofustörfum í sölu-og þjónustustörf. Og meira er fjárfest í rannsóknum og þróun en nokkru sinni fyrr. Eg fyllist ætíð að- dáun þegar ég sé hvernig þetta 400 þúsund manna fyrirtæki getur snúið sér við og brugðist við breyttum að- stæðum á skömmum tíma. I þessari uppstokkun hefur aðalforstjóri IBM ítrekað þá grundvallarstefnu að starfsfólki er ekki sagt upp. I nokkr- um löndum hefur mönnum verið boðið að fara á eftirlaun fyrr og er þeim fullkomlega frjálst að velja. Um 10 þúsund starfsmenn í Bandaríkj- unum hafa valið þá leið. Þessar breytingar hafa ekki komið við IBM á Islandi vegna þess hve margir starfsmenn hjá okkur hafa ætíð starfað í beinum tengslum við við- skiptavinina." * Tölvuvæðing á Islandi — Menn tala um að tölvuvæðing- in hafi ekki leitt til fækkunar á starfsfólki eins og vænst var. Hvemig höfum við Islendingar stað- ið að tölvuvæðingu? „Tilgangur tölvuvæðingar er ekki að fækka starfsfólki. Tölvan gerir mönnum kleift að bæta stjórnun og auka starfsemina án þess að starfs- fólki fjölgi að sama skapi. Tölvan leysir ekki allan vanda en hún hjálp- ar mönnum til að ná árangri. Menn verða því að kunna að nota hana. Við getum til dæmis mælt árangur af tölvunotkun í fiskiðnaði. Hún hefur skilað sér í betri nýtingu á aflanum og var það ákaflega ánægjulegt að hafa getað tekið þátt í þeirri þróun. íslendingar vom seinni en aðrar þjóðir að tileinka sér tölvuna en við höfum tölvuvæðst hraðar en aðrir. Okkur hefur yfirleitt tekist vel til vegna þess að við höfum svo góða al- menna menntun. Það háði okkur framan af hvað menn vissu lítið um tölvur. Skólar sinntu ekki tölvu- kennslu og stjórnendur fyrirtækja vissu ekki hvaða kröfur þeir ættu að gera til tölvuvæðingar. Þetta hefur breyst mikið þótt víða sé enn pottur brotinn. Hvaða álit sem menn hafa á tölvuvæðingu hérlendis er það ljóst að við gætum ekki keppt við aðrar þjóðir og haft þau lífskjör sem við búum við í dag ef hennar nyti ekki við.“ Við spilaborðið. Gunnar hefur verið í spilaklúbbi með nokkrum bekkjarfé- lögum úr Versló í rúm 20 ár og í vetur var ákveðið að hressa upp á kunnátt- una og fara í Bridsskólann. Við borðið sitja talið frá vinstri: Jón G. Zoéga lögfræðingur, Gunnar, Karl Jóhann Ottósson sem rekur eigin bókhaldstofu og Helgi Magnússon tannlæknir. Gunnar spilar badminton tvisvar í viku. Hér er hann meö starfsfélögum hjá IBM. Keppnisskapið er aö sjálfsögðu ekki skilið eftir heima og er barist um hvern bolta. Félagi Gunnars í þessum leik er Bragi H. Kristjánsson. hafi bæði verið orðnar fullkomnari og ódýrari? „Þegar PC var settur á markaðinn átti enginn von á þeirri velgengni sem varð. Eg er ekki sammála því að það hafi verið mistök að hafa vélina svona opna því það stuðlaði að vin- sældum hennar. Ég held þó að IBM hafi lært af þessu þannig að nýja vélin sem mun koma á markaðinn verður háð mörgum einkaleyfum. Ekkert fyrirtæki getur liðið það að hugverk þess sé afritað og selt. Hitt má deila um hvort IBM hafi þróað PCinn nógu hratt. Þróunin í tölvutækninni er gífur- lega hröð og samkeppnin mikil. Stærstu fyrirtækin eiga sín góðu ár og slæmu eins og gengur og gerist og þau fyrirtæki standa upp úr sem ná að aðlaga sig að breyttum kring- umstæðum á skjótan og farsælan hátt. IBM fyrirtækið hefur einnig átt sín erfiðu ár og hefur þeim verið mætt með ýmsum aðgerðum t.d. end- urskipulagningu. Á síðastliðnu ári átti sér stað mikil uppstokkun í Bandaríkjunum og Evrópu. Breyt- ingarnar hafa falist í hagræðingu í framleiðslu og fólk hefur verið fært 26

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.