Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.02.1987, Side 29

Frjáls verslun - 01.02.1987, Side 29
Frá hafbeitarstöðinni Vogalax. í þessum kerjum eru seiðin alin í sjógöngustærð. vaknaði áhugi minn á markaðsmál- um eldislax eftir að ég kom út. Ég kynntist því sem var að gerast í Noregi og varð hneykslaður þegar menn á Islandi töluðu um að mark- aðsmálin væru ekkert mál. Það er staðreynd að gullöldin í fiskeldi er liðin. Verðið var mjög hátt þar til á síðasta ári en þá fór það lækkandi vegna offramboðs. Fram- boð á heimsmarkaði mun aukast. í þeirri samkeppni sem er framundan verður að leggja áherslu á hag- kvæmni varðandi framleiðslukostn- að og ekki síst markaðssetningu sem fólgin væri m.a. í samvinnu. Að gef- ast upp er engin lausn. Þeir bestu munu standa en aðrir falla. Það er óhætt að segja að Norðmenn hafi fleytt rjómann af greininni: á síðasta ári framleiddu þeir 55.000 tonn en íslendingar einungis 200 tonn. Framleiðslan hér á landi mun hins vegar aukast samkvæmt skoðana- könnun sem ég gerði og tengdist lokaverkefni mínu við háskólann í Lundi. Fyrirtæki í laxeldi hér á landi, sem komin eru af stað, munu fram- leiða um 1.000 tonn af matfiski í ár og árið 1990 um 3000 tonn. Af þessu sést að þróunin er jákvæð og framleiðslan í örum vexti.“ — Að lokum sígilda spurningin um tómstundir og tíma til þeirra? „Eins og alltaf þegar maður er að hefja nýtt starf er ekki mikill tími aflögu fyrir sjálfan sig. Það er óhætt að segja að starf mitt teygist oft fram á kvöld og helgar. Ég gef mér þó allt- af tíma til að spila badminton tvisvar í viku og þar fyrir utan hef ég mikinn áhuga á skíðaiðkun, sagði hinn bjart- sýni framkvæmdastjóri að endingu." Við byggjum sumarhús Nú er rétti tíminn að panta hús fyrir sumarið. Afhendum húsin á því byggingarstigi sem kaupandi óskar Jóhannes H. Jóhannesson húsasmiður, Kaplahrauni 9, Hafnarfirði, sími 52815, heima 72539. 29

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.