Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.02.1987, Qupperneq 40

Frjáls verslun - 01.02.1987, Qupperneq 40
Blómakaup íslendinga hafa vaxið jafnt og þétt. Aukningin hefur verið mest í pottablómum TÆFij **|.i 1 wM m ^ 4 fv 51 ú * / é Wmá Þessar tölur leiða hugann að því hve blómamarkaðurinn á Islandi er stór og hvemig við stöndum að við- skiptum með afskorin blóm og potta- plöntur. Ekki er um auðugan garð að gresja þegar leitað er upplýsinga en ýmsar tölur gefa góðar vísbend- ingar um markaðinn. Blómamarkað- urinn skiptist í tvennt. Annars vegar er um að ræða innlenda framleiðslu sem þó þjónar markaðnum ekki allt árið vegna legu landsins og birtuskil- yrða. Hins vegar er innflutningur þegar innlenda framleiðslan er ekki til staðar. Blómin teljast til landbún- aðarframleiðslu og heyra undir bú- vörulögin. Innflutningur þeirra er því ekki frjáls en heimill ef nauðsyn krefur. Sérstök innflutningsnefnd kemur saman nokkrum sinnum í mánuði yfir veturinn til að meta markaðinn og taka afstöðu til beiðna innflytjenda um innflutning. Um 6-8 fyrirtæki stunda innflutning að ein- hverju marki. 450— 500 milljóna markaður En hvað er þá markaðurinn stór? Framleiðsluráð landbúnaðarins býr til áætlanir um verðmæti landbúnað- arvara ár hvert. Að sögn Guðmundar Gíslasonar hjá Framleiðsluráðinu er áætlað verðmæti blómaframleiðsl- unnar samkvæmt bráðbirgðaáætlun fyrir framleiðsluárið 1. september 1986 til 31. ágúst 1987 um 113.5 milljónir króna og er þá miðað við framleiðsluverðmæti til bænda. Guð- mundur vildi þó að menn tækju þess- um tölum með nokkrum fyrirvara. Sveinn Indriðason framkvæmda- stjóri Blómamiðstöðvarinnar hf. sagði að ekki væri hægt að leggja mat á markaðinn með neinni ná- kvæmni meðal annars vegna þess hve mikil óvissa væri um innflutn- inginn. Hann taldi þó gróft áætlað að reikna mætti með því að markaður- inn væri um 200 til 250 milljónir króna miðað við heildsöluverðmæti árið 1986. Sveinn sagði að gera mætti ráð fyrir að smásöluverð væri tvöfalt hærra þannig að heildarvelta væri eitthvað í kringum 450 milljónir króna. Þetta þýðir að hver íslending- ur kaupir blóm og pottaplöntur fyrir um 1850 krónur á ári — eða jafnvel 2050 krónur ef markaðurinn er 500 milljónir. Samkvæmt upplýsingum frá Þjóð- hagsstofnun var söluskattsskyld velta hjá blómaverslunum í smásölu um 620 milljónir árið 1986 og 433 milljónir árið 1985. Þess ber þó að geta að blómaverslanir selja margt annað en blóm svo sem gjafavöru ýmiskonar þannig að þessar tölur gefa aðeins vísbendingu um stærð blómamarkaðarins. Ef áætlanir Sveins Indriðasonar reynast réttar eru Islendingar meðal mestu blómakaupenda í heiminum. Blómaráð Hollands hefur birt tölur um hvaða þjóðir kaupa mest blóm á hvert mannsbarn. Þar kemur fram að Norðmenn eru í hæsta sæti árið 1985 með um 2530 krónur á mann, næstir koma Svisslendingar með 2390 krónur á mann, Danir eru í þriðja sæti með 2170 krónur og Svíar og Vestur-Þjóðverjar með um 1975 krónur. Hollendingar sjálfir kaupa blóm fyrir um 1780 krónur. Lægstir af vestrænum þjóðum eru Spánverjar en þeir kaupa blóm fyrir um 40 krónur á mann. Þessi saman- burður miðast aðeins við verð en ekki magn og hér eru afskorin blóm og pottaplöntur talin saman. Sé aðeins litið á afskorin blóm kemur í ljós að Svisslendingar og- Hollend- ingar kaupa mest af þeim. Það er hin mikla notkun á pottaplöntum sem skipar Norðmönnum í efsta sætið. 40
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Frjáls verslun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.