Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.02.1987, Síða 43

Frjáls verslun - 01.02.1987, Síða 43
tegund getur samt reynst erfitt að fá innflutningsleyfi. Þessu er ekki þannig varið í pottablómum. Um leið og varan er ekki til er leyfður inn- flutningur. Þannig viljum við að lög- unum sé framfylgt. A hinn bóginn stefnum við að þvi að innflutningur verði eins frjáls og mögulegt er þannig að hægt verði að flytja inn hvaða tegund á hvaða tíma árs sem er. Gæði íslensku framleiðsl- unnar eru það mikil að engum dytti í hug að flytja inn blóm á þeim tíma sem hún er í gangi. Við sjáum hvaða þróun hefur orðið í innflutningi grænmetis. Þar er frjáls innflutning- ur á þeim tíma sem innlent grænmeti er ekki á boðstólum. Þetta hefur leitt til þess að neysla grænmetis hef- ur aukist og ég er sannfærður um að það hefur komið íslenskum garð- yrkjubændum til góða í aukinni eftir- spurn. Varðandi grænmeti og kartöflur er ekki hægt að tala um frjálsan inn- flutning allt árið þar sem tollar á þeim vörum eru það lágir að inn- lendri framleiðslu er hætta búin í sam- keppni við ódýra og oft niðurgreidda erlenda framleiðslu. í blómunum gegnir öðru máli. Þar eru farmgjöld og aðflutnignsgjöld um 100-120%. Þetta er mikil vernd fyrir innlendu framleiðsluna og ég veit að íslenskir „Innlendir blómabændur eru samkeppnisfærir viö innflutning sem er svona hátt tollaöur", segir Bjarni Finnsson í Blómavali. blómabændur eru samkeppnisfærir við innflutning sem er svona hátt tollaður. Þess vegna held ég að óhætt sé að leyfa frjálsan innflutning á blóm- um allt árið og bændur eru óþarflega hræddir við þessa samkeppni. Þeir hafa yfirburði í gæðum framleiðsl- unnar og flestir blómaseljendur eru hlynntir íslenskri garðyrkju. Eg skil ekki hvers vegna menn vilja stýra og stjórna hlutum sem stýra sér miklu betur sjálfir á markaðnum." ^ VISA OPIÐ frá kl. 9 - 2 1 alla daga Blómabúöin Linnetstíg 3 — sími 50971 Reykjavíkurveg 66 — sími 652020 Goðatúni 2 — sími 44160 Fermingarskreytingar í fjölbreyttu úrvali, Viö höfum líka fallegar fermingar- gjafir viö þitt hæfi. 43

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.