Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.02.1987, Síða 47

Frjáls verslun - 01.02.1987, Síða 47
Frá stofnfundi Útflutningsráös FÍS. Þaö er Einar Benediktsson sendiherra sem er í ræðustól Áma Reynissonar framkvæmda- stjóra FÍS. Útflutningur frá íslandi 1985 var alls 33,7 milljarðar króna. Þar af voru sjávarafurðir og almennar iðn- aðarvörur aðrar en málmar um 28 milljarðar. Tveir þriðju hlutar þessa útflutnings er í höndum sölusamtaka framleiðenda og ríkisfyrirtækja en þriðjungur er í höndum um 300 ein- staklinga og einkafyrirtækja sem standa utan sölusamtaka. Fimmtán stærstu fyrirtækin innan FÍS standa að útflutningi fyrir tæpa 5 milljarða króna og er það svipað verðmæti og útflutningur Sambands íslenskra samvinnufélaga. Hér er miðað við árið 1985 þar sem vitað er um skipt- ingu útflutnings milli einstakra fyrir- tækja en heildarvöruútflutningur 1986 án málma var 39.5 milljónir króna. Helstu verkefni Útflutningsráðs FÍS verða að efla kynni með óháðum útflytjendum og vera vettvangur samvinnu og skoðanaskipta um út- flutningsmál. Standa vörð um hags- muni sjálfstæðra útflytjenda og leit- ast við að tryggja frelsi einstaklinga og fyrirtækja til þess að stunda út- flutningsverslun. Þau sterkari lifa „Það þarf ekki að hafa mörg orð um það skipulag sem við stefnum að. Við viljum að útflutningur verði frjáls. Þau fyrirtæki sem standa sig munu lifa en hin detta upp fyrir“, sagði Haraldur Haraldsson nýkjörin formaður FÍS í samtali við Frjálsa verslun. Mjög mikið hefur verið rætt um hlutverk hins opinbera í útflutnings- málum meðal annars hvort nýta ætti sendiráðin meira til að kynna ís- lenskar vörur og hvort flytja eigi hluta af verksviði viðskiptaráðuneyt- isins yfir í utanríkissráðuneytið. Har- aldur var spurður álits á þessum hugmyndum. „Ég hef þá skoðun að ríkisvaldið eigi sem minnst að koma náfægt þessum málum. Kaupsýslu- menn eiga að sjá um viðskiptin og það á ekki að blanda því saman við utanríkisþjónustuna." -Gerið þið ykkur vonir um að út- flutningsleyfakerfið verði afnumið á næstu árum? „Við stefnum að því. Hins vegar er útflutningsleyfakerfið eitt og sér ekki þröskuldur í veginum. Það eru sölusamtökin sjálf sem eru fram- þróuninni fjötur um fót. Öll sölu- starfsemi án samkeppni er ekki af hinu góða hvort sem er í innflutningi eða útflutningi. Skipulag sölusam- takanna hamlar samkeppni. Útflutn- ingsleyfin eru aðeins framhald af ein- okunaruppbyggingu sölusamtak- anna. Það er ekki nóg að við fáum leyfi til útflutnings við þurfum einnig að ná til framleiðendanna. Þeir eru bundnir á klafa sölusamtakanna. Samhliða frjálsum útflutningi þyrfti að koma til breyting á starfsemi sölu- samtakanna svo aðrir útflytjendur verði ekki útilokaðir. Fyrst í stað mætti hugsa sér að framleiðendur innan samtakanna væru annaðhvort frjálsir að því að ráðstafa um 25% af 47

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.