Frjáls verslun - 01.02.1987, Page 48
fnamleiðslu sinni til sjálfstæðra út-
flytjenda eða sölusamtökin sjálf
nýttu sér þá þjónustu sem sjálfstæð-
ir útflytjendur hafa upp á að bjóða.
Sölusamtökin ættu að geta séð sér
hag í því að virkja sjálfstæða útflytj-
endur. Þau hafa á að skipa mörgu
ungu framsæknu fólki sem hefur
þekkingu á markaðsmálum og er til-
búið til að leggja mikið af mörkum til
að ná árangri.“
Ymsir möguleikar
— Hvar liggja möguleikar okkar
til aukins útflutnings?
„Meiri fullvinnsla skapar meiri
verðmæti. Við getum aukið útflutn-
inginn með því að auka verðmæti
þeirrar vöru sem við flytjum þegar
út. Þar skipta sjávarafurðirnar auð-
vitað höfuðmáli. Vinnslan má þó
ekki vera þess eðlis að hún skili
minni verðmætum þegar upp er stað-
ið heldur en að fiskurinn væri fluttur
út óunninn. Við megum ekki gleyma
því að frysting sem slík er engin
vinnsla heldur geymsluaðferð. Með
fríverslunarsamningi við Bandaríkin
væri meðal annars hægt að skapa
grundvöll fyrir því að flytja vinnsl-
una meira heim. Slíkt gæti verið stór
ávinningur í þá veru að auka útflutn-
ingsverðmætin.
Við höfum einnig möguleika á því
að flytja út vörur og búnað tengdan
sjávarútvegi en þar er um að ræða
i,ðnfyrirtæki sem hafa útflutninginn
á sinni könnu. í öðrum greinum iðn-
aðar er ég hræddur um að við eigum
ekki mikla möguleika þótt dæmin
sanni að ýmislegt sé hægt í þeim efn-
um. Við erum að tala um það lítið
magn að kostnaður við markaðsat-
huganir og markaðssetningu erlend-
is yrði óheyrilega mikill miðað við
það sem við getum framleitt. Fram-
leiðendur þyrftu að sameinast eða
hafa samvinnu með sér til þess að
það gæti verið hagkvæmt.
Félag íslenskra stórkaupmanna
vill hins vegar koma til móts við
þessa litlu framleiðendur. Við gefum
þeim kost á að leita til skrifstofu FÍS
og fá upplýsingar um þá sem eru í
innflutningi á svipuðu sviði. Ég get
nefnt sem dæmi að skeifuframleið-
andi hafði samband við FÍS og við
bentum honum á að hafa tal af inn-
flytjanda á vörum fyrir hestamenn.
Sá aðili hafði áralöng viðskiptasam-
bönd erlendis og gat komið á við-
skiptasambandi. Það hefði tekið
skeifuframleiðandann óhemju lang-
an tíma að finna markað erlendis og
afraksturinn hefði ekki staðið undir
>kostnaði.
A þennan hátt geta innflytjendur
komið að miklu gagni fyrir þá sem
hyggja á að kanna hvort framleiðsla
þeirra gangi á erlendum markaði. En
þarna þarf að ríkja gagnkvæmt
traust. Framleiðendur geta ekki leit-
að eftir aðstoð við útflutning og eftir
að búið er að koma viðskiptum á
koma þeir og segja nú get ég sjálfur.
Við getum selt margskonar vörur
á þennan hátt til útlanda. Við eigum
framúrskarandi fagfólk á mörgum
sviðum iðnaðar sem gæti tekið að sér
ýmiss konar sérsmíðar í járniðnaði.
Vefnaðarvörur, hreinlætisvörur og
margar fleiri vörur koma til greina.
Hér vantar ekkert annað en að koma
á sambandi milli innflytjenda og
framleiðenda. Slíkur útflutningur
þarf ekki að vega þungt í heildarút-
flutningi en hann yrði góð viðbót og
hugsanlega vísir að einhverju meiru
þegar fram líða stundir."
Menntun vanrækt
— Nú hefur skólakerfið sinnt
markaðsmálunum lítið. Hefur það
ekki bitnað á útflutningsstarfsem-
inni?
„Það er rétt en nú skilst manni að
svo margir séu í námi í markaðs-
fræðum að markaðsfræðingar flæði
yfir fyrirtækin. Ég held að markaðs-
fræðingar séu ekki aðeins nauðsyn-
legir fyrir útflutning heldur eru þeir
jafn þýðingarmiklir fyrir öll viðskipti.
Það er hins vegar kaldhæðnislegt
fyrir okkur Islendinga að þau svið
sem við höfum vanrækt mest í
menntunarmálum er kennsla í fisk-
vinnslu og síðan sölu á sjávarafurð-
um. Það eru þó þessar greinar sem
við lifum á.
I þessu sambandi vil ég geta þess
að ég lít svo á að vara sé ekki að fullu
framleidd fyrr en hún er komin í
hendur neytandans. Þetta er ein
órjúfanleg keðja allt frá því fiskurinn
kemur inn á dekk og þar til hann er
kominn á diskinn hjá neytandanum.
Salan er aðeins síðasta stig fram-
leiðslunnar. Öll aðgreining í frum-
framleiðslu, úrvinnslugreinar og
þjónustugreinar er því villandi sér-
staklega þegar verið er að metast um
mikilvægi þeirra. Allar greinar eru
jafn mikilvægar og engin getur án
annarrar verið. Það væri til lítils
gagns að verka fiskinn ef enginn
væri til að selja hann og verðmæta-
sköpunin verður ekki síst til við söl-
una.“
48