Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.02.1987, Síða 49

Frjáls verslun - 01.02.1987, Síða 49
Boð og bönn eins og hér tíðkast ganga ekki lengur Jón Guölaugur Magnússon framkvæmdastjóri Marbakka. Marbakki hf. er eitt af þess- um nýju útflutningsfyrirtækj- um sem mikill vöxtur hefur ver- ið í. A síðasta ári fluttu þeir út tæp 30% af allri pillaðri rækju er fór héðan en rækja er um 60% af veltu fyrirtækisins. Auk þess flytur Marbakki út frystan fisk, frysta loðnu og loðnu- hrogn. Marbakki er með eigin skrifstofu í Danmörku en með sölustarfi þaðan næst betur í þá viðskiptavini sem kaupa í litl- um mæli. Velta Marbakka var á síðasta ári rúmur 1.1 milljarð- ur króna og starfsmenn voru 7. „Rækjan er sérstaklega erfið út- flutningsvara vegna þess hvað verð- ið sveiflast mikið“, sagði Jón Guð- laugur Magnússon framkvæmda- stjóri Marbakka í samtali við Frjálsa verslun. „Verðið var í toppi 1983. Árið eftir var það 50% lægra. Árið 1985 var verðið stöðugt en lágt og á síðasta ári var hæsta verð 100% hærra en lægsta verð. Nú siglum við inn í verðlækkunartímabil en erum að því leyti betur staddir nú en 1984 að birgðir hér eru litlar.“ Jón Guðlaugur sagði að það kæmi verulega við þá að geta ekki fengið að flytja fiska á Bandaríkjamarkað. Þar með gætu þeir ekki þjónað fram- leiðendum eins vel og þeir vildu. Viss vara gengur aðeins á Bandaríkja- markaði. Reyndar er Marbakka einn- ig haldið utan við viðskiptin við Sovétríkin. „Ef menn kjósa að vera í samtök- um er ekkert athugavert við það og það gæti verið af hinu góða. Hins vegar eiga stjórnvöld ekki að gera upp á milli framleiðenda. Þeir eiga að hafa frjálst val um hvort þeir vilji vera í samtökum eða skipta við aðra útflytjendur en sölusamtök. Eg sé enga hættu á undirboðum því við þessir litlu fengjum ekki vöruna nema við gætum sýnt fram á betri árangur en sölusamtökin. Við höfum á margan hátt náð betri árangri en þau á öðrum mörkuðum og því skyldi það ekki gilda um Bandaríkin líka“, sagði Jón Guðlaugur. Hann bætti því við að menn vildu stundum horfa á það að sölusamtökin tækju aðeins 2% í sölulaun en aðrir tækju um 3% þegar freðfiskur ætti í hlut. Menn mættu þó ekki gleyma því að það væri endanlegt verð til framleið- enda sem skipti máli en ekki sölu- laun. — Hvar fáið þið fiskinn? „Það er fjöldi lítilla framleiðenda sem er ekki í sölusamtökum og svo eru böndin farin að losna. Við þessir minni seljendur erum fljótari að bregðast við breyttum aðstæðum og getum nýtt okkur ýmis tækifæri á markaðnum. Við getum líka sinnt ýmsum aukategundum betur. Þess vegna vilja menn skipta við okkur. Það er gott að selja fisk í dag en gall- inn við okkur íslendinga er sá að við hugsum of mikið um að hrúga afla á land á sem skemmstum tíma en vilj- um stundum gleyma því að það þarf að þróa þessa vöru og koma henni á markað. Þetta er þó mikið að breyt- ast og alltaf er eitthvað nýtt að ger- ast á þessu sviði. Við sjáum fram á að aflinn eykst ekki á næstu árum. Ef við ætlum að auka verðmætin verðum við að vinna meira úr þess- um afla. Það á að vera hægt því stærstur hluti þess frysta fisks sem við flytjum út fer í vinnslu erlendis. Eftir því sem fjölbreytni framleiðsl- unnar eykst meira hér heima hafa sjálfstæðir útflytjendur meira hlut- verki að gegna“. -Áttu von á því að útflutningur verði gefinn frjáls? „Það er bara spurning um tíma, ef til vill nokkur ár, hvenær þetta kerfi hrynur. Það er til dæmis ljóst að fisk- markaður hér heima mun riðla þessu hefðbundna sölukerfi verulega. Heimurinn er að minnka og er að verða einn markaður. Boð og bönn eins og hér þekkjast ganga ekki lengur". 49

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.