Frjáls verslun - 01.09.1988, Blaðsíða 8
FRETTIR
HÓTEL ÖRK LEIKUR Á KERFIÐ:
LAGAKRÓKUM BEITT
Landsmenn hafa fylgst
með því í fjölmiðlum
hvernig eigandi Hótel
Arkar í Hveragerði, Helgi
Þór Jónsson, hefur leikið
á allt hljómborð kerfisins
til að koma í veg fyrir að
kröfuhafar geti innheimt
kröfur sínar í hótelið með
aðför.
Að sjálfsögðu ber að
hafa alla samúð með þeim
sem lenda í greiðslu-
vanda en stundum gleym-
ist að horfa á mál sem
þetta frá sjónarhóli
kröfuhafa, þeirra sem
eiga fjármuni sína fasta
og fá þá ekki greidda þrátt
fyrir að öllum ráðum sé
beitt.
Hótel Örk var opnuð
þann 22. júní 1986. Sum-
ar þær kröfur sem enn er
verið að reyna að inn-
heimta eru allt frá þeim
tíma.
Hvernig má það vera að
einföld innheimtumál
velkist svo lengi í kerf-
inu?
Frjáls verslun bað lög-
mann sem verið hefur
með innheimtu á Hótel
Örk í rúm 2 ár að nefna
helstu dagsetningar á
innheimtuferlinum:
1. í desember 1986
barst embætti sýslu-
mannsins í Arnessýslu
fyrsta uppboðsbeiðnin.
2. Þann 18. júní 1987
var uppboðsmálið þing-
fest en því frestað til 10.
september 1987.
3. Þann 2. september,
áður en til uppboðs kom,
fékk Helgi Þór greiðslu-
stöðvun, fyrst í þrjá mán-
uði og síðan í tvo mánuði
til viðbótar. Þannig lauk
greiðslustöðvuninni 2.
febrúar 1988.
4. Tvívegis var þingað í
uppboðsmálinu á meðan
Hótel Örk.
á greiðslustöðvun stóð en
ekki var annað hægt en
að fresta uppboðum í
bæði skiptin.
5. Þann 4. febrúar
1988 var uppboðsmálið
tekið fyrir og því frestað
til 5. apríl 1988.
6. Þann 5. apríl fór
fram fyrsta sala á hótel-
inu.
7. Þann 13. maí var
ákveðin önnur sala á hót-
elinu. En Helgi Þór kom
fram með mótmæli gegn
uppboðinu sem leiddi til
úrskurðar fógeta.
8. Þann 14. júní 1988
kvað fulltrúi fógeta upp
þann úrskurð að uppboð-
ið skyldi fara fram.
9. Þann 9. september
fór fram önnur sala hót-
elsins, sú sem áður hafði
verið fyrirhuguð þann 13.
maí.
10. Þann 6. október
1988 fór svo þriðja og síð-
Hörður Gunnarsson.
FJÁRMÁLA-
STJÓRASKIPTI
asta sala hótelsins fram.
Hæsta tilboðið kom frá
eigandanum sjálfum,
Hótel Örk hf.!
11. Þann 20. október
lýsti fógetaembættið því
yfir að það myndi ekki
taka tilboði Hótel Arkar
hf. þar sem tilskilið fé
hefði ekki verið reitt
fram. Því var tilboði
Framkvæmdasjóðs Is-
lands tekið en það tilboð
reyndist vera næsthæst.
12. Stuttu síðar hafði
Helgi Þór Jónsson þau
orð um þessa niðurstöðu í
fjölmiðlum að þetta væri
lögleysa og málinu yrði
áfrýjað til Hæstaréttar.
Og nú er spurningin:
Mun skollaleikurinn
halda áfram og geta
kröfuhafar vænst þess að
ráfa um í frumskógi dóm-
kerfisins e.t.v. önnur2ár
til að freista þess að fá
kröfur sínar greiddar?
Hörður Gunnarsson
sem verið hefur fjármál-
astjóri og staðgengill for-
stjóra hjá Samvinnuferð-
um sl. 4 ár hefur látið af
því starfi. Hann tekur til
starfa hjá Endurskoðun
hf. sem er stærsta end-
urskoðunarfyrirtæki
landsins.
Hörður er 32 ára við-
skiptafræðingur og lög-
giltur endurskoðandi.
Hann starfaði á endur-
skoðunarskrifstofu áður
en hann réðist til starfa
hjá Samvinnuferðum.
Við starfi Harðar tekur
annar viðskiptafræðing-
ur og löggiltur endur-
skoðandi, Kristján Gunn-
arsson að nafni. Hann
hefur starfað sem fjár-
málastjóri hjá Skífunni
hf. undanfarin ár.
Kristján Gunnarsson.
8