Frjáls verslun - 01.09.1988, Blaðsíða 24
100 STÆRSTU
SKÝRINGAR Á HUGTÖKUM
Til að auðvelda lesendum könnun á
listum Frjálsrar verslunar yfir 100
stærstu fyrirtækin ásamt þeim sér-
listum sem með fylgja, fara hér á eftir
nokkrar skýringar. Sumir liðanna
skýra sigraunar sjálfir, t.d. nafn fyrir-
tækis, röð 87 og 86 o.fl.
VELTA í MILUÓNUM KRÓNA
Eins og áður hefur tíðkast er fyrir-
tækjum raðað á aðallista eftir veltu
þeirra. Velta er þá talin sama og
brúttótekjur fyrirtækja áður en nokk-
ur kostnaður eða umboðslaun eru
dregin frá. Að sjálfsögðu er þarna um
að ræða misjafnar stofntölur, allt eftir
því hvers eðlis reksturinn er.
Þegar um er að ræða venjuleg
verslunar- og iðnfyrirtæki er málið
tiltölulega einfalt, brúttótekjur þeirra
eru ljósar. Þó skal það tekið fram, að
söluskattur er innifalinn í veltunni.
Kaupfélögin fylla sama flokk og
önnur verslunarfyrirtæki, - ekki þó í
öllum tilvikum. Mörg þeirra eru með
ýmiskonar rekstur sem leggst ofan á
veltu þeirra. Má þar til nefna útgerð,
fiskvinnslu, iðnrekstur og rekstur
sláturhúsa. Skýringar á þessum liðum
koma hér á eftir.
Útgerðarfyrirtæki og félög sem
stunda fiskvinnslu eru oft með bland-
aðan rekstur. Sum fyrirtæki stunda
hvoru tveggja, fiskvinnslu og útgerð.
í þeim tilvikum er aflaverðmæti skip-
anna lagt við verðmæti afurða í fisk-
vinnslu.
Velta banka, sparisjóða og verð-
bréfafyrirtækja er talin brúttó rekstr-
artekjur þeirra að viðbættum verð-
bótum. Tryggingafélög eru talin hafa
veltu, sem er samtala reikningslið-
anna „iðgjöld ársins“ og „fjármuna-
tekjur“. Það gildir bæði um banka og
tryggingafélög að reikningar þeirra
eru mjög staðlaðir. Gildi samanburð-
ar þeirra á milli er því mikið.
Fyrirtæki sem stunda útflutning
eru talin hafa þá veltu sem nemur
útflutningsverðmæti þeirra afurða
sem þau hafa flutt út á vegum umbjóð-
enda sinna.
BREYTING í % FRÁ FYRRAÁRI
Þessi liður sem þarfnast ekki nán-
ari skýringa, kemur öðru hvoru fyrir í
hinum ýmsu listum. Er þá vísað í
næsta dálk fyrir framan í hverju til-
viki. Rétt er að taka fram að vegna
þess að aukastafir koma ekki allir
fram á listanum í blaðinu, getur virst
gæta nokkurs misræmis í prósentu-
reikningi. Þegar svo virðist er óhætt
að reikna með því að prósentutalan í
blaðinu sé rétt. Þessa misræmis gæt-
ir einkum þegar verið er að bera sam-
an hlutfallslega miklar breytingar á
lágum tölum milli ára.
VELTUBREYTING AÐ FRÁDREGNUM
VERÐBREYTINGUM
í þessum lið er reynt að draga frá
þann hluta veltubreytingar í krónum
talið, sem orðið hefur vegna verð-
lagsbreytinga. Akveðið var að miða
við breytingu á lánskjaravísitölu frá
janúar 1987 til janúar 1988. Hún
reyndist vera 21.2%.
Til samanburðar má nefna, að sam-
bærileg hækkun vísitölu framfærslu-
kostnaðar á þessu tímabili var rétt um
25% og vísitala byggingarkostnaðar
24