Frjáls verslun - 01.12.1991, Side 5
LYÐRÆÐIIATVINNUREKSTRI
Ríkisstjórnin ætti frekar að leggja einkavæðingará-
form sín til hliðar en að haga sölu ríkisfyrirtækja þannig
að hætta sé á að þau lendi í höndum þeirra aðila sem
þegar hafa safnað að sér allt of miklum áhrifum og völd-
um í hinu smávaxna viðskiptalífi okkar íslendinga.
Hjá fjármálaráðherra hefur komið fram sú skoðun að
til lítils sé að setja löggjöf sem ætlað sé að koma í veg
fyrir að eignarhlutir í þeim ríkisfyrirtækjum, sem fyrir-
hugað er að selja, safnist á fárra hendur. Hann telur að
slíkar reglur haldi ekki til Iengdar.
Hér er um hættulegan misskilning að ræða. Auðvitað
er hægt að ganga þannig frá löggjöf í þessu efni að hún
haldi. Það verður að gera. Annars er verr af stað farið en
heima setið að því er einkavæðingu varðar. Sala ríkis-
fyrirtækja má ekki leiða til frekari valdasamþjöppunar í
atvinnulífi íslendinga. Það þarf miklu fremur að grípa til
lagasetningar sem brýtur upp þær valdablokkir sem
hafa verið að myndast á undanförnum árum. Það hlýtur
að vera ótvírætt úrlausnarefni löggjafans á nýju ári.
Ríkisstjórnin verður að skynja hvernig vindar blása nú í
þessum efnum. Hún hefur sjálf mótað sér stefnu gegn
einokun og hringamyndun sem brýnt er að fest verði í
lög og hrint í framkvæmd.
MENN ÁRSINS
Frjáls verslun hefur ásamt Stöð 2 valið menn ársins í
viðskiptalífinu á íslandi í fjórða sinn. Þeir feðgar Þor-
valdur Guðmundsson í Síld & fisk og Skúli Þorvaldsson á
Hótel Holti hafa orðið fyrir valinu að þessu sinni.
Þeir eiga glæsilegan og farsælan feril að baki í við-
skiptum og eru í hópi þeirra fslendinga sem ávalt skara
fram úr á sínu sviði. Nú þurfa landsmenn á því að halda
að lyfta sér upp úr þeirri bölsýni sem einkennir alla
umræðu, einkum á sviði efnahagsmála og atvinnulífs.
Vissulega eru horfur dökkar. En engu að síður er víða
verið að taka myndarlega til hendi í atvinnulífinu. Það
má ekki gleymast í því skammdegi sem nú ríkir í þjóðar-
sál fslendinga.
Þeir Þorvaldur og Skúli eru afgerandi dæmi um menn
í íslensku athafnalífi sem ná árangri með frumkvæði,
ráðdeild og dugnaði. Aðrir mega gjarnan taka þá sér til
fyrirmyndar. Með því móti náum við okkur fyrr upp úr
öldudalnum.
Frjáls verslun óskar lesendum sínum, viðskiptavin-
um og Iandsmönnum öllum farsældar á nýju ári og þakk-
ar samskiptin á gamla árinu.
m mi
ISSN 1017-3544
Stofnuð 1939
Sérrit um viðskipta-, efnahags- og atvinnumál
RITSTJÓRl OG ÁBYRGÐARMAÐUR: Helgi Magnússon — RITSTJÓRNARFULLTRÚI: Valþór Hlöðversson —
AUGLÝSINGASTJÓRAR: Sjöfn Sigurgeirsdóttir og Kristrín Eggertsdóttir — LJÓSMYNDARAR: Grímur Bjamason, Gunnar
Gunnarsson, og Kristján Einarsson — ÚTGEFANDI: Fróði hf. — Tímaritið er gefíð út í samvinnu við samtök í verslun og viðskiptum —
SKRIFSTOFA OG AFGREIÐSLA: Ármúli 18, sími 82300, Auglýsingasúni 685380 - RITSTJÓRN: Bíldshöfði 18, sími 685380 -
STJÓRNARFORMAÐUR: Magnús Hreggviðsson - AÐALRITSTJÓRI: Steinar J. Lúðvíksson - FRAMKVÆMDASTJÓRI: Halldóra
Viktorsdóttir - ÁSKRIFTARVERÐ: 2.814 kr. (469 kr. á eintak) - LAUSASÖLUVERÐ: 549 kr. - SETNING, TÖLVUUMBROT,
PRENTUN OG BÓKBAND: G. Ben. prentstofa hf. — LITGREININGAR: Prentmyndastofan hf.
Öll réttindi áskilin varðandi efni og myndir