Frjáls verslun - 01.12.1991, Side 11
FRETTIR
SPÁSTEFNA STJÓRNUNARFÉLAGSINS:
LÆGÐIN ER YFIRSTÍGANLEG
- SAGÐIEINAR ODDUR KRISTJÁNSSON
Einar Oddur Kristjánsson, formaður Vinnuveitendasam-
bandsins.
Michael Porter.
SAMEININGAR í
SKJÓLIÓTTA
Sameining fyrirtækja
hefur verið eitt af lykil-
orðunum í íslensku við-
skiptalífi á undanförnum
árum. Hér er fráleitt um
séríslenskt fyrirbæri að
ræða því sameiningar og
samrunar fyrirtækja hafa
sett svip sinn á atvinnulíf
víða um heim á undan-
förnum árum.
Business Week tók
sameiningar fyrirtækja
til umræðu á dögunum og
skoðaði málið frá ýmsum
hliðum. Þá komu fram ól-
ík sjónarmið. I ljósi þeirr-
ar miklu umræðu sem
stöðugt fer fram um nauð-
syn sameiningar í ís-
lensku atvinnulífi er fróð-
legt að staldra við um-
mæli Michael Porter,
sem er rithöfundur og
prófessor við Harvard
Business School. Hann
sagði:
„Mikið af sameiningum
og samrunum fyrirtækja
eiga rætur sínar að rekja
til ótta. Menn taka þá
áhættu að gera ástandið
verra — ekki betra.“
Einar Oddur Kristjáns-
son, formaður VSI, var
meðal þeirra sem sögðu
skoðun sína á efnahags-
horfum á spástefnu
Stjórnunarfélagsins sem
haldin var snemma í des-
ember. Hann sagðist telja
að efnahagslægðin væri
yfirstíganleg. En þá þyrfti
að hemja kröfur á hendur
ríki, sveitarfélögum og
atvinnulífi og raunvextir
þyrftu að fara niður. Ein-
ar varaði við ef illa tækist
nú til: „Fari hér alit út í
vitleysu verður óhætt að
syngja þá svartnættis-
messu sem enn hefur
ekki verið sungin.“
Til þess að hjá
svartnættismessunni
verði komist þarf að mati
Einars Odds að ná verð-
bólgunni niður í 2-3% og
raunvöxtum niður í 6%
auk þess að samningar
takist á vinnumarkaði
um óbreytt laun. Hann
segist óttast atvinnuleys-
ið mest.
Einar Oddur telur
nauðsynlegt að ná verð-
bólgunni hér á landi niður
fyrir það sem viðgengst í
OECD löndunum. „Þessi
leið er köld, hörð og vond,
en líklegust til að skila
árangri."
Hann segist óttast
„eyðslurugludallana"
sem vilji ekki taka á efna-
hagsvandanum en hvetji
til „hóflegra" lausna.
Einar lýsir hugsun þeirra
þannig: „Það þarf að
hækka laun dálítið, fella
gengið dálítið, hafa dálít-
inn ríkishalla og taka dá-
lítið meira af erlendum
lánum til að stoppa í göt-
in.“
Einar Oddur segir að
þetta sé sama gamla rugl-
ið sem reynslan sýni að
hafi ekki skilað þjóðinni
auknum kaupmætti.
Við geymum vörur
• ÓTOLLAFGREIDDAR
• TOLLAFCRF.IDDAR
• INNLENDA FRAMl.EIDSLU
• BÚSl.ÓÐIR OG ANNAD FYRIR
EINSTAKLINCA OG FYRIRTÆKI
Fjölbreyttur geymslumáti
WiiWV
• HILLUHÚS
• KLEFAR
• GÁMAPLÁSS
• FRYSTIGEYMSLUR
• AI.MENN VÖRUGEYMSLA
•SKÁPAR
• ÚTISVÆDI
Við sendum vörur
• HEIMÁLAGER
• Á VÖRUFLUTNINGA-
MIDSTÖDVAR
• HEINTTII. KAUPANDA
Salan er þitt mál
VIÐ EFTIRLATUM ÞER
SÖLUNA CX; MARKAÐSMÁLIN
■í Flutningsmiðlun
Búslóöageymsla
■tf Tollskýrslur fyrir
einstaklinga og
fyrirta?ki utan
tollvörugeymslu
■í Hilluhús
■í Skjalageymsla
■í Tölvubeintenging
ll