Frjáls verslun - 01.12.1991, Qupperneq 20
Nefndin sem valdi menn ársins 1991. Frá vinstri: Helgi Magnússon, Sig-
urður Helgason, Magnús Hreggviðsson, Páll Magnússon og Árni Vil-
hjálmsson. Á myndina vantar Erlend Einarsson.
VAL Á MÖNNUM ÁRSINS1991
Frjáls verslun og Stöð 2 hafa nú
gengist fyrir vali á mönnum ársins í
viðskiptalífinu á íslandi fjórða árið í
röð. Utnefningar af þessu tagi eru
vel þekktar erlendis og einnig á öðr-
um sviðum þjóðlífsins hér á landi.
Vali á mönnum ársins í atvinnulífinu
hefur verið vel tekið og hefur þessi
hugmynd fallið í góðan jarðveg.
Árið 1988 urðu fyrir valinu stjórn-
endur Brimborgar hf., þeir Jóhann
Jóhannsson og Sigtryggur Helga-
son, árið 1989 voru það „Samherja-
frændur" frá Akureyri, þeir Þor-
steinn Már Baldvinsson, Kristján
Vilhelmsson og Þorsteinn Vilhelms-
son en þeir eiga og reka útgerðarfé-
lagið Samherja hf. í fyrra var Pálmi
heitinn Jónsson í Hagkaup útnefnd-
ur maður ársins.
Tilgangur Stöðvar 2 og Frjálsrar
verslunar er að vekja athygli á því
sem vel er gert í atvinnu- og við-
skiptalífi landsmanna og efna til já-
kvæðrar umræðu því allt of mikil
áhersla er lögð á það sem miður fer.
Oft vill gleymast í öllu svartnættist-
alinu að fjöldi stjórnenda í fyrirtækj-
um er að vinna frábært starf og skila
góðum árangri, sjálfum sér, fyrir-
tækjum sínum og þjóðarheildinni til
hagsbóta.
Nefnd sex manna annast val á
manni eða mönnum ársins. Nefndina
skipa þeir Árni Vilhjálmsson prófess-
or í viðskiptadeild Háskóla íslands,
Erlendur Einarsson fyrrum forstjóri
SÍS, Sigurður Helgason fyrrverandi
stjórnarformaður Flugleiða, Páll
Magnússon sjónvarpsstjóri Stöðvar
2, HelgiMagnússon ritstjóri Frjálsrar
verslunar og Magnús Hreggviðsson
stjórnarformaður Fróða hf., en hann
er jafnframt formaður nefndarinnar.
í störfum sínum og ákvörðunum
hefur nefndin haft það að leiðarljósi að
rekstrarform eða stærð fyrirtækja
skipti ekki máli heldur árangur í
rekstri svo og framkvæmd góðra
hugmynda, bæði á árinu og þegar litið
er til baka yfir feril manna í atvinnu-
lífinu. Fyrir það er viðurkenningin
veitt.
Það er samdóma niðurstaða nefnd-
arinnar að menn ársins 1991 í atvinnu-
lífinu á íslandi séu feðgamir Þorvald-
ur Guðmundsson í Sfld & fisk og Skúli
Þorvaldsson á Hótel Holti. Þeir eru
valdir báðir vegna þess hvernig störf
þeirra tvinnast saman í farsælu sam-
starfi hjá þeim fyrirtækjum sem þeir
reka þó hvor í sínu lagi.
Ferill þeirra feðga í viðskiptum er
afar farsæll og glæsilegur. Þorvald-
ur hefur stundað atvinnurekstur í
nærri hálfa öld. Fyrirtæki hans Sfld
& fiskur fór inn á nýjar brautir á
sínum tíma. Þorvaldur fór fljótlega
út í kjötframleiðslu á eigin vegum
með rekstri svínabúsins að Minni-
Vatnsleysu. Með því gat hann
tryggt viðskiptavinum sínum gæða-
vöru. Þá hefur Þorvaldur unnið
frumkvöðulsstarf á sviði veitinga-
og hótelrekstrar. Hann var ráðgjafi
við byggingu Hótel Sögu og Hótel
Loftleiða og hann rak einnig á sínum
tíma Þjóðleikhússkjallarann og Lí-
dó. Þá fór hann út í byggingu Hótel
Holts á eigin vegum. Loks má geta
þess að samhliða erilsömum at-
vinnurekstri hefur Þorvaldur verið
mjög virkur í félagsstarfi viðskipta-
Kfsins og auk þess hefur hann komið
sér upp glæsilegasta listaverkasafni
landsins í einkaeign. Þó Þorvaldur
sé orðinn áttatíu ára stundar hann
atvinnurekstur simi af fullum krafti
og hefur engin áform um að setjast í
helgan stein. Hann rekur svínabúið,
kjötvinnslu og listaverkagallerí, allt
af sama myndarskapnum.
Skúli Þorvaldsson tók Hótel Holt
á leigu af föður sínum fyrir 12 árum
og hefur rekið það síðan af miklum
krafti. Hótelið hefur tekið stöðugum
framförum, stækkað og aukið við
þjónustuna jafnt ogþétt. Það hefur á
sér ótvírætt orð fyrir gæði og frá-
bæra þjónustu enda þykir Skúli
stjórna hótelinu af alúð og fag-
mennsku. Rekstrarumhverfi í hótel
og veitingarekstri hefur verið erfitt
og um margt einkennilegt á íslandi
hin síðari ár. Þannig má nefna að
opinberir aðilar hafa sífellt tekið
meiri beinan og óbeinan þátt í þeirri
samkeppni. Þessar aðstæður hafa
þó ekki breytt því að Skúli hefur
haldið sínu striki og fest sterka
ímynd Hótel Holts æ betur í sessi.
Ótvíræð fagmennska setur sterkan
svip á þetta fyrirtæki — fag-
mennska sem Skúli Þorvaldsson
hefur greinilega tekið í arf frá föður
sínum.
20