Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.12.1991, Page 24

Frjáls verslun - 01.12.1991, Page 24
„Ég er ekki annað en svínahirðir" sagði Þorvaldur Guðmundsson eitt sinn í viðtali. Hér hugar hann að gyltum sínum en í svínabúið kemur hann á hverjum degi. hvort skynsamlegt væri fyrir þá að byggja hótel. Ég kvað svo vera og þeir báðu mig um að undirbúa bygg- inguna og skipuleggja reksturinn. Við það verkefni starfaði ég í tvö ár og rak svo Hótel Loftleiðir í eitt ár eftir að það opnaði. Það var því mæðst í mörgu á þessum árum.“ VAR SÖFNUNARÁRÁTTA Flestir vita um glæsilegt lista- verkasafn Þorvaldar Guðmundssonar og einhvern tímann sagðist hann hafa farið út í það að byggja hótel til að fá veggpláss fyrir allar myndirnar sínar. En hvers vegna hóf hann söfnun mál- verka? „í upphafi var þetta vegna þess að ég umgekkst mikið málara á þessum árum í kringum stríðið og margir af þeim urðu góðir vinir mínir. Auk þess hafði ég alltaf haft mikinn áhuga fyrir myndlist og sótti sýningar í Reykjavík frá því ég var strákur. Þetta þróaðist smám saman upp í söfnunaráráttu og nú er svo komið að ég veit ekki einu sinni hversu mörg verk ég á.“ í Hafnarfirði rekur Þorvaldur eigið listasafn og þar er m.a. að finna hið fræga Lífshlaup Kjarvals en þeir voru góðir kunningjar. Á veggjum Hótel Holts og annarra húsa í eigu Þorvald- ar hanga mörg af bestu verkum ís- lenskrar málaralistar, málverk eftir menn eins og Kjarval, Jón Stefáns- son, Ásgrím Jónsson, Nínu Tryggva- dóttur, Kristínu Jónsdóttur og Finn Jónsson. Við víkjum talinu að samfélagi dagsins í dag og spyrjum athafna- manninn hvað honum finnist um það svartsýnistal sem nú ber mikið á: „Það er eins og allir spili á sama orgelið. Barlómurinn yfirgnæfir allt annað og engu líkara en menn gleymi því að mörg fyrirtæki í þessu landi ganga ákaflega vel og hafa gert um áratuga skeið. Vissulega eru erfið- leikatímar en það er ekkert nýtt á íslandi. Það mun auðvitað birta yfir og nauðsynlegt að menn hagi seglum eft- ir vindi meðan ekki er byr. Áður þekktu menn ekkert annað en harð- æri og atvinnuleysið var yfirþyrm- andi. Nú eru ekki tímar fjárfestinga og menn mega ekki falla í þá gryfju að taka of mikil lán. Það hefur orðið mörgum manninum ólán að eiga að- gang að lánsfjármagni og margir farið flatt á því. Sígandi lukka er best í öllum viðskiptum og það á við um allan rekstur. Hins vegar hefur það því miður orðið svo að alls kyns ævin- týramenn spretta upp á viðskipta- sviðinu og reisa stórveldi á skömmum tíma sem svo reynast byggð á tómum pappírum. Með nútímatækni virðast menn geta haldið sér á floti ótrúlega lengi því áður fyrr fóru slíkir menn fljótlega á hausinn." Þorvaldur er spurður um árangur og velgengni í lífinu og hvort hann telji sig vera fæddan undir heillastjömu: „Á því er enginn vafi. Sumu fólki tekst það sem það ætlar sér, öðrum ekki. Þarna skipta margir þættir máli en meginatriðið er það að enginn stendur lengur en hann er studdur. Ég hef verið afskaplega heppinn með 24

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.