Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.12.1991, Page 51

Frjáls verslun - 01.12.1991, Page 51
BÆTIÐ AFKOMUNA MEÐ BETRIINNKAUPUM Mönnum hefur orðið tíðrætt um samdrátt í efnahagslífi landsmanna á síðustu misserum og reynt er að auka aðhald og hagræðingu fyrirtækja á ýmsan hátt. Við hjá Pennanum gerum okkur að sjálfsögðu grein fyrir ástandinu og komum til móts við viðskiptavini okkar með því að bjóða þeim mun hagkvæmara vöruverð, en áður hefur þekkst ef keypt er í heilum pakkningum. Um áramót stíga margir á stokk og strengja þess heit að gera betur á nýju ári en því sem liðið er. Skref í átt til aukinnar hagkvæmni er að nýta sér þá magninnkaupaþjónustu sem Penninn býður upp á. Hvers vegna að fara tvær ferðir til að kaupa samskonar hlut þegar þú getur farið eina ferð og gert betri kaup? BYRJIÐ ÁRIÐ MEÐ BETRI INNKAUPUM, eru því skilaboö okkar hjá Pennanum til viðskiptavina okkar. í blaðinu má sjá ýmis tilboð með algengum skrifstofubúnaði, s.s. reiknivélarúllum, bréfabindum, pennum, reiknivélum o.fl. Penninn er m.a. til húsa í Kringlunni en aðalverslunin er í Hallarmúla og endurbætt verslun hefur verið opnuð í Austurstræti. Vert er að geta þess að nú höfum við tekið upp nýtt kassakerfi í verslun okkar í Hallarmúla sem flýta á ennfrekar fyrir afgreiðslu viðskiptavina okkar. Penninn óskar viðskiptavinum sínum, nær og fjær, árs og friðar og vonast til jafn ánægjulegra viðskipta á nýju ári sem hingað til. IJ-S.UU

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.