Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.02.1992, Side 5

Frjáls verslun - 01.02.1992, Side 5
RITSTJORAGREIN HVAÐ LÍÐUR LAGASETNINGU UM EINOKUN OG HRINGAMYNDUN? í stefnu núverandi ríkisstjórnar kemur skýrt fram að hún heitir því að láta setja lög sem beinast skulu gegn einokun og hringa- myndun í viðskiptalífinu. Þetta heit ríkisstjórnarinnar hefur vakið vonir og víst er að margir bíða áhugasamir eftir því að stjórnvöld hrindi þessum áform- um í framkvæmd. Nú liggur fyrir sú stefna ríkisstjórnarinnar að hefja einkavæðingu af fullum krafti og hefur verið rætt um að fyrsta skrefið á þeirri braut gæti verið að breyta Búnaðarbankan- um í hlutafélag og hefja síðan sölu hlutabréfa í bankanum á almennum markaði. Áður en vit er í að hrinda þessu í fram- kvæmd verður ríkisstjórnin að koma fram með lagasetningu varðandi hömlur gegn ein- okun og hringamyndun. Það gengur ekki að hafin verði sala á þýðingarmiklum ríkisfyrir- tækjum, eins og t.d. Búnaðarbankanum, nema fyrir liggi skýrar reglur um það hvernig heimildum til hlutabréfakaupanna verður háttað. Það er fásinna að bjóða hlutabréf bankans til sölu án nokkurra takmarkana og opna fyrir þann möguleika að þau öfl, sem þegar hafa safnað að sér allt of miklum áhrif- um og völdum í þjóðfélaginu, geti gleypt bankann og náð algeru kverkartaki á fjár- málamarkaði þjóðarinnar. Andi laga um einokun og hringamyndun hlýtur að vera sá að brjóta upp óeðlilega sam- þjöppun valds í viðskiptalífinu. Ekki er betra að láta þessa lagasetningu dragast og bjóða með því upp á fleiri slys þegar sala ríkisfyrir- tækja hefst fyrir alvöru. Það hefur þegar orðið alvarleg röskun á því jafnvægi sem þarf að vera í valddreifingu inn- an atvinnulífs landsmanna. Sú staða, sem blasir nú við, hrópar á viðbrögð. Ríkisstjórn- in á að svara kallinu strax með því að draga ekki að hrinda í framkvæmd stefnu sinni um lagasetningu gegn einokun og hringamynd- un. ISSN 1017-3544 Stofnuð 1939 Sérrit um viðskipta-, efnahags- og atvinnumál RITSTJÓRI OG ÁBYRGÐARMAÐUR: Helgi Magnússon — RITSTJÓRNARFULLTRÚI: Valþór Hlöðversson — AUGLÝSINGASTJÓRAR: Sjöfn Sigurgeirsdóttir og Kristrín Eggertsdóttir — LJÓSMYNDARAR: Giímur Bjamason, Gunnar Gunnarsson, og Kristján Einarsson — ÚTGEFANDI: Fróði hf. — Tíinaritið er gefið út í samvinnu við samtök í verslun og viðskiptum — SKRIFSTOFA OG AFGREIÐSLA: Ármúli 18, sínú 82300, Auglýsingasúni 685380 - RITSTJÓRN: Bfldshöfði 18, sími 685380 - STJÓRNARFORMAÐUR: Magnús Hreggviðsson — AÐALRITSTJÓRI: Steinar J. Lúðvíksson — FRAMKVÆMDASTJÓRI: Halldóra Viktorsdóttir — ÁSKRIFTARVERÐ: 2.814 kr. (469 kr. á eintak) - LAUSASÖLUVERÐ: 549 kr. - SETNING, TÖLVUUMBROT, PRENTUN OG BÓKBAND: G. Ben. prentstofa hf. — LITGREININGAR: Prentmyndastofan hf. Öll réttindi áskilin varðandi efni og myndir 5

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.