Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.02.1992, Page 8

Frjáls verslun - 01.02.1992, Page 8
FRETTIR SKIPAÚTGERÐ RÍKISINS LÖGÐ NIÐUR: ÁRATUG OG ÞREMUR MILUÖRÐUM OF SEINT! Ríkisframlag til Skipaútgerðar ríkisins nam 755 milljónum króna árið 1990. Trúlega hefði mátt spara ríkinu 3 milljarða króna ef skrefið hefði verið stigið fyrir áratug þegar starfshópur sérfræðinga lagði það til. Flest bendir til þess að Halldór Blöndal sam- gönguráðherra hafi stigið farsælt skref þegar hann hafði forystu um að fram- kvæma þá stefnu ríkis- stjórnarinnar að leggja Skipaútgerð ríkisins nið- ur og fá öðrum skipafé- lögum verkefni og þjón- ustuhlutverk hennar í hendur. Ljóst er að þessi aðgerð mun spara ríkis- sjóði hundruð milljóna króna á ári. Þegar litið er á þetta mál er grátlegt til þess að hugsa að allar forsendur voru fyrir hendi til að stíga þetta skref fyrir nær áratug. Ef ríkissjóður hefði losnað við Ríkisskip fyrir tíu árum væri sparn- aðurinn fyrir ríkissjóð trúlega orðinn um þrír milljarðar króna á núver- andi verðlagi. Á árunum 1981 og 1982 starfaði nefnd á vegum Samgönguráðuneytisins sem hafði þann starfa að gera úttekt á strandsigl- ingum við Island. Nefndin komst að þeirri niður- stöðu að heppilegast væri að sameina alla strand- flutninga í einu félagi. Var þar um að ræða starf- semi Skipaútgerðar ríkis- ins og strandflutninga- starfsemi hinna skipafé- laganna, þ.e. Eimskips, Hafskips og Skipadeildar Sambandsins. Sam- kvæmt tillögum nefndar- innar var gert ráð fyrir sama þjónustustigi og verið hafði, arðsömum rekstri og því að ekki yrði um frekari fjárstuðning úr ríkissjóði að ræða. Hugmyndin var að stofna sérstakt félag um rekst- urinn. í nefnd þessari störf- uðu þeir Axel Gíslason, Ragnar Kjartansson, Hörður Sigurgestsson, Guðmundur Einarsson, Bergþór Konráðsson og Halldór Kristjánsson. Það er merkilegt að enginn samgönguráð- herra á þessu tíu ára tímabili skyldi hrinda hugmyndinni í fram- kvæmd og leysa ríkissjóð undan þeim skuldbind- ingum og ríkisstyrkjum sem árlega hafa runnið til Skipaútgerðarinnar og Halldór Blöndal samgöngu- ráðherra hefur létt Skipaút- gerð ríkisins af ríkissjóði. Þeirri aðgerð hefði átt að hrinda í framkvæmd fyrir áratug. hlaupið á milljörðum króna á þessum tíu árum. Á árinu 1990 námu ríkis- framlög til fyrirtækisins 755 milljónum króna og árið 1989 voru þau 158 milljónir á verðlagi hvors árs fyrir sig. Á árinu 1990 var beint framlag 169 milljónir króna en niður- felling skulda við ríkið nam 586 milljónum króna. Hér er því verið að tala um fjárhæðir sem munar um. Samgönguráðherra hefur unnið gott verk fyrir ríkið með því að leggja Ríkisskip niður og selja bróðurpart starf- seminnar til Samskipa sem munu í aðalatriðum halda uppi sömu þjónustu og áður var. 8

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.