Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.02.1992, Síða 17

Frjáls verslun - 01.02.1992, Síða 17
vera eftirsótt og traust fjárfesting. Ekkert ætti því að vera í veginum fyrir að einkavæðing bankans geti heppnast vel — svo fremi að allur undirbúningur verði markviss. Um það er hins vegar hægt að hafa vissar efasemdir á þessari stundu. Og víst er að tíminn til að vinna að þessu máli er fremur naumur ef sala hlutabréfa í bankanum á að skila fjármunum í rík- issjóð strax á þessu ári. Skoðanir manna um fyrirhugaða einkavæðingu bankans eru vægast sagt mjög skiptar. Enda er margs að gæta við framkvæmd hennar. Þannig gæti t.d. ráðið úrslitum hvaða reglur verða settar um heimild einstakra manna og fyrirtækja til kaupa á hluta- bréfum í bankanum. Þá er verið að vísa til þess að bankinn lendi ekki í höndum fámennra valdahópa í þjóðfé- laginu sem margir álíta að ráði þegar allt of miklu í viðskiptalífi landsmanna. Ef sú yrði raunin er það útbreidd skoðun að þá væri betur heima setið en af stað farið. Hér á eftir birtist grein eftir ungan Þannig gæti t.d. ráðið úrslitum hvaða reglur verða settar um heimild einstakra manna og fyrirtækja til kaupa á hlutabréfum í bankanum. Þá er verið að vísa til þess að bankinn lendi ekki í höndum fámennra valdahópa í þjóðfélaginu sem margir álíta að ráði þegar allt of miklu í viðskiptalífi landsmanna. rekstrarhagfræðing, Þór Sigfússon, sem lýsir skoðunum sínum á þeirri hugmynd að selja Búnaðarbankann. Hann er mjög hlynntur einkavæðingu bankans og telur að sala hans yrði til að auka samkeppni og snerpu í banka- rekstri okkar Islendinga. Blaðið leitaði einnig til Guðna Agústssonar, alþingismanns og for- manns bankaráðs Búnaðarbankans. Hann segir hér í stuttu máli skoðun sína á göllum og kostum þess að einkavæða bankann. Guðni hefur gengið fram fyrir skjöldu og varað mjög við þeim áformum ríkisstjórnar- innar að selja bankann. Hann telur enga ástæðu til að hrófla við þeim rekstri sem gengur vel og stendur föstum fótum. Guðni túlkar einnig sjónarmið þeirra sem óttast að einka- væðing leiði til enn frekari valdasam- þjöppunar en orðin er í þjóðfélaginu. Fullvíst má telja að snörp átök séu framundan um sölu Búnaðarbankans og önnur einkavæðingaráform ríkis- stjómarinnar. 17

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.