Frjáls verslun - 01.02.1992, Qupperneq 18
FORSIÐUGREIN
AF HVERJU AD SEUA
BÚNADARBANKANN?
Rétt fyrir áramót lýsti Davíð
Oddsson forsætisráðherra því
yfir á Alþingi að stefnt yrði að
sölu Búnaðarbankans á þessu
ári. Nokkru síðar var gerð skoð-
anakönnun fyrir tilstuðlan Bún-
aðarbankans þar sem kom fram
að stór hluti þeirra, sem spurðir
voru, hafa ekki myndað sér
skoðun á því hvort selja beri
Búnaðarbankann, en meirihluti
þeirra, sem tóku afstöðu, voru
sölunni andvígir.
Einungis var spurt einnar spurn-
ingar í þessari könnun: Ertu andvíg/
ur eða hlynnt/ur sölu Búnaðarbank-
ans? Það vekur furðu að Búnaðar-
bankinn skuli ekki hafa reynt að graf-
ast fyrir um ástæður eða á annan hátt
að fá skýra mynd af viðhorfum fólks
gagnvart sölu á bankanum. Svar við
einni spurningu sem þessari getur
aldrei gefið heildstæða mynd af við-
horfum fólks. Þótt aðferð forráða-
manna Búnaðarbankans sé aðfinnslu-
Greinarhöfundurinn, Þór
Sigfússon, er
rekstrarhagfræðingur
verð þá er ljóst að viðhorf almennings
gagnvart sölu bankans eru neikvæð
enda ekki von á öðru á meðan kynning
á einkavæðingu er lítil sem engin. Það
er því mikilvægt að á næstu vikum og
mánuðum verði fyrirhuguð einka-
væðing Búnaðarbankans kynnt fyrir
viðskiptavinum bankans og lands-
mönnum öllum. Þessi grein er skrifuð
í þeim tilgangi að varpa ljósi á tilgang
og hugsanlegar leiðir við einkavæð-
ingu Búnaðarbankans.
Einkavæðing fer fram víða um
heim og virðast sérfræðingar á einu
máli um mikilvægi einkavæðingar í
bankarekstri. Jafnframt virðist sem
víðtæk pólitísk samstaða sé um nauð-
syn einkavæðingar banka á meðan
deilt er um einkavæðingu á öðrum
sviðum, s.s. í heilbrigðiskerfínu. Svo
virðist einnig sem forráðamenn
einkavæddra ríkisbanka víða um heim
séu í forystuhlutverkinu fyrir fram-
gangi einkavæðingarinnar og alls ekki
í hópi úrtölumanna, enda engin fagleg
rök með eign ríkis á bönkum. Eðlilegt
er að forráðamenn Búnaðarbankans
verði mun meira áberandi í forystu
einkavæðingar Búnaðarbankans og
fylgi þannig forverum sínum í öðrum
löndum.
RÖKIN FYRIRSÖLU
Á næstunni þurfa rökin fyrir sölu
Búnaðarbankans að vera tíunduð svo
almenningur fái skýrari mynd af til-
gangi einkavæðingar Búnaðarbank-
ans. Eftirfarandi rök má færa fyrir
sölu Búnaðarbankans.
1. Hagkvæmni í
fj ármálakerfinu
í fyrsta lagi er grundvöllur skilvirks
hagkerfis hagkvæmt fjármálakerfi.
Hagkvæmt fjármálakerfi veitir nú-
tíma hagkerfum möguleika á auknum
vexti og framförum. Fjölmargar rann-
sóknir sýna að ríkisfyrirtæki eru ekki
eins hagkvæm í rekstri og einkafyrir-
tæki og ríkisfyrirtækin eru einnig
seinni á sér með nýjungar. Saman-
burður var gerður á ríkisbanka og
einkabanka í Ástralíu. Þessir bankar
bjuggu við sömu aðstæður og engar
sérstakar kvaðir voru á ríkisbankan-
um. Einkabankinn reyndist mun hag-
kvæmari í rekstri en ríkisbankinn.
Dr. David Davies, prófessor við
Duke háskólann, sem unnið hefur að
áðurnefndum rannsóknum, segir
ástæðuna m.a. þá að forráðamenn
ríkisbankans hafi „komið málum
bankans þannig fyrir að þeir hafi haft
þægilegra og mun erfiðisminna k'f ...
og að fyrirtæki þeirra hafi vaxið hrað-
ar og haft fleiri starfsmenn.“
Með þessu er ekki gefið í skyn að
Búnaðarbankinn sé verr rekinn en til
dæmis íslandsbanki — til þess þyrfti
frekari rannsókn. Dæmin sýna þó að í
ríkisrekstri er hætt við að hagræðing-
arsjónarmið séu látin víkja fyrir sér-
hagsmunasjónarmiðum.
Ef bornar eru saman rekstrartölur
ríkis- og einkabanka í Noregi má sjá
að rekstrartölur úr rekstrinum koma
mun verr út hjá þeim fyrmefndu.
Hlutfall launakostnaðar miðað við
heildartekjur var tvöfalt hærra hjá
ríkisbönkum en hjá einkabönkunum
og sömu sögu var að segja í sambandi
við útlán, tekjur og hagnað norskra
ríkisbanka í samanburði við einka-
banka (undirritaður notaði tölur frá
OECD frá 1964-1977). Ekki er raun-
hæft að gera smanburð sem þennan
hérlendis vegna þess hversu skamm-
an tíma íslandsbanki, sem er aðal
keppinautur ríkisbankanna, hefur
verið starfræktur.
18