Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.02.1992, Side 19

Frjáls verslun - 01.02.1992, Side 19
Á næstunni þurfa rökin fyrir sölu Búnaðarbankans að vera tíunduð svo almenningur fái skýrari mynd af tilgangi einkavæðingar Búnaðarbankans. 2. Óeðlileg samkeppnisstaða Jafnvel þótt allir sparifjáreigendur vilji ávaxta fé sitt á áhættulausum stað þá er ekkert slíkt til. Ríkið hefur samt verulega yfirburði miðað við einkaaðila í þessum efnum sem gerir samkeppnisstöðu banka mjög ójafna. Ríkisbankar, og jafnvel verðbréfafyr- irtæki í eigu ríkisins, hafa með ýmsu móti reynt að gefa neytendum til kynna að þessar stofnanir séu örugg- ari en einkastofnanir — ríkið sé þó bakhjarlinn. Þannig er því ríkið búið að koma á mjög óréttlátri samkeppni milli einkafyrirtækja og ríkisfyrir- tækja sem ekki getur gengið. í Bandaríkjunum eru allar innstæð- ur einstaklinga í bönkum og sparisjóð- um tryggðar af ríkinu upp að tæpum 6 milljónum íslenskra króna. Þannig hefur ríkið reynt að tryggja viðskipta- vinum einkabanka fjárhagslegt ör- yggi. Mikið hefur verið um banka- gjaldþrot í Bandaríkjunum og óvíst hvort bandaríska alríkið muni halda áfram að tryggja innstæður með þessum hætti. Sparifjártrygging sem þessi er þó mun eðlilegri en sú órétt- láta samkeppni sem á undan greinir. 3. Pólitísk afskipti Pólitísk afskipti af fjármálakerfinu eru mun meiri hérlendis en á hinum Vesturlöndunum. Pólitísk afskipti eru óhagkvæm í þjóðfélaginu og áhrif stjórnmálamanna í fjármálakerfinu hafa án efa leitt yfir sig meiri óskunda í íslensku efnahagslífi en nokkurn grunar. Þar sem stjómmálamenn koma nálægt er hætt við því að pen- ingar renni ekki í þá farvegi sem hag- kvæmast er að peningar renni í held- ur í pólitíska farvegi — kunningja- þjóðfélagið eins og það er stundum nefnt. Homo SKRIFSTOFUSTÓLUNN VINNUR MEÐ ÞÉR SKÚLAGATA 61 • REYKJAVÍK SÍMI 612987 ■ FAX 612981 Paris: Verö frá 40.570.- ~^4lÚSGÖGN Oslo: Verö frá 19.380.- 19

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.