Frjáls verslun - 01.02.1992, Side 22
FORSIÐUGREIN
ENGIN VIÐSKIPTALEG RÖK ERU
FYRIR SÖLU BÚNADARBANKANS
EFTIR GUÐNA
ÁGÚSTSSON,
ALÞINGISMANN
Fyrir skömmu heyrði ég
viðtal við ungan íslending
sem hefur getið sér mikils
frama erlendis, Ólaf Jóhann
Ólafsson, sem er einn af
framkvæmdastjórum jap-
anska fyrirtækisins SONY í
Bandaríkjunum. Þessum
unga hógværa manni er spáð
enn meiri frama innan þessa
risa fyrirtækis.
Ólafur Jóhann var spurður að
því í sjónvarpi hvað hann myndi
gera ef honum yrði nú falið það
verk að reka íslenska þjóðfélagið.
Ungi maðurinn hugsaði sig um litla
stund og sagðist ekki geta svarað
því svo auðveldlega, hann yrði að
kynna sér íslensk efnahagsmál.
Síðan bætti hann við á þá leið að
hann myndi ekki raska því eða
breyta sem vel hefði gefist í þjóð-
félaginu á sl. árum eða áratugum.
Þessi orð unga athafnamanns-
ins koma mér æ oftar í hug þegar
rætt er um að breyta Búnaðar-
banka íslands í hlutafélag og selja
hann síðan og jafnvel á hálfvirði
eins og fjármálaáðherrann sagði í
haust.
Búnaðarbankinn er ekki ríkis-
fyrirtæki í merkingu þess orðs,
þ.e. fyrirtæki sem er kostnaðar-
baggi á ríkissjóði. Búnaðarbankinn
er sjálfstæð stofnun í eigu allra
landsmanna, háður þjóðinni og
Guðni Ágústsson er formaður
bankaráðs Búnaðarbankans.
viðskiptamönnum sínum um allt
land en ekki örfáum eigendum
hlutabréfa stórum eða smáum.
Það stjórnskipulag að bankaráð
eru kosin af Alþingi og gegni eftir-
litshlutverki fyrir hönd löggjafar-
valdsins skapar hlutleysi. Síðan fer
viðskiptaráðherra fyrir hönd fram-
kvæmdavaldsins ásamt bankaráð-
inu með æðstu stjóm bankans.
Daglegur rekstur er síðan í höndum
og á ábyrgð bankastjórnar. Ekkert
bendir til að betri og hæfari stjórn-
endur verði ráðnir og mat á lánsum-
sóknum batni þó Búnaðarbankinn
yrði seldur.
Hver er staða Búnaðarbankans í
dag? Hann er rekstrarlega sterkur,
skilar arði og hundruðum milljóna í
skatttekjur í ríkissjóð árlega. Öllum
skilmálum viðskiptabankalaga er
fullnægt. Vöxtur innlána er meiri en
í öðrum peningastofnunum, lausa-
fjárstaða sú besta í bankakerfinu og
eigið fé á fjórða milljarð. Bankinn
hefur tryggt starfsfólki bankans
betri lífeyrisréttindi en gerist, þann-
ig að bankinn sjálfur hefur leyst
þann fortíðarvanda sem víða er í líf-
eyrismálum.
Búnaðarbankinn hefur sýnt það á
síðustu misserum að hinn trausti
rekstur hefur gert það að bankinn
greiðir síst lakari vexti á sparifé og
þarf minni vaxtamun en gerist og er
Ieiðandi í vaxtalækkunum.
Hvað knýr ráðamenn þjóðarinnar
til að raska eða taka áhættu með svo
sterkt fyrirtæki á jafn viðsjárverð-
um tímum og nú ríkja í efnahagsmál-
um okkar?
Einkabankarnir á Norðurlöndum
eru víti til varnaðar og hafa á síðustu
misserum orðið gjaldþrota einn af
öðrum og ríki viðkomandi landa orð-
ið að hlaupa undir bagga.
Hér segja ráðherramir að ríkið
eigi áfram að ábyrgjast spariféð þó
bankinn væri seldur. Ríkisbankar fá
hagstæðari lán erlendis en einka-
bankar. Hefur hin skuldsetta ís-
lenska þjóð efni á að raska slíku?
Það er von að spurt sé hver væri
tilgangurinn með sölu Búnaðar-
bankans. Ekkert bendir til þess að
aðrir myndu reka bankann á hag-
kvæmari hátt en gert er. Sala hluta-
bréfa nú í svo sterku fyrirtæki
myndi rústa veikburða hlutabréfa-
markað sem hér er að þróast og
koma í veg fyrir að hin mörgu mikil-
vægu fyrirtæki sem eru að styrkja
eigin stöðu næðu árangri. Verð-
mæti Búnaðarbankans skiptir litlu í
22