Frjáls verslun - 01.02.1992, Side 30
Ef aksturstími frá Reykjavík til Akureyrar styttist um fjórðung er ekki vafi á
að áhrifin á byggð úti á landi munu verða mikil.
framkvæmdum verður þó ekki á
þessu ári.
Loks má minna á að nú standa yfir
framkvæmdir við veginn um Öxnadal
en að þeim loknum verður skotspölur
um þann síðasta hlekk í vegakeðjunni
til höfuðstaðar Norðurlands.
Á FJÓRÐUNGISTYTTRITÍMA
Með þessum aðgerðum á norður-
leiðinni má stytta hringveginn frá
Reykjavík til Akureyrar um 90 kíló-
metra. Þá yrðu ekki lengur 430 km.
til Akureyrar heldur einungis 340 km.
og munar auðvitað um minna. Hér er
um fimmtungs styttingu á vegalengd
að ræða. Hins vegar má reikna með
að þessar aðgerðir auk umbóta, sem
þegar hefur verið ákveðið að ráðast í,
geri það að verkum að aksturstíminn
styttist um a.m.k. fjórðung.
Ekki er vafi á því að ef til þessara
aðgerða verður gripið á næstu árum
muni þær hafa í för með sér afdrifarík-
ar afleiðingar fyrir verslun og við-
skipti á Vestur- og Norðurlandi.
Hvort þau áhrif verða til að styrkja
byggðirnar skal ósagt látið því vissu-
lega hefur sú skoðun komið fram að
betri vegtenging við höfuðborgar-
svæðið geri mönnum auðveldara að
sækja þangað verslun í stað þess að
skipta við heimamenn. A hinn bóginn
stækkar auðvitað þjónustusvæði
byggðanna úti á landi og ferðamanna-
straumur eykst. Þá er vert að benda
þeim, sem hafa áhyggjur af „straumn-
um suður“ með tilkomu betri sam-
göngumannvirkja, á að þau eru þeim
kostum búin að geta flutt umferð í
báðar áttir!
Það hefur stundum verið sagt að
sauðkindin finni alltaf bestu leiðina og
það þekkja sveitamenn vel af löngum
kynnum við þessa skepnu sem hefur
fylgt okkur frá landnámstíð. Eftir þær
breytingar á norðurleiðinni, sem hér
hafa verið gerðar að umtalsefni, má
segja að hún minni á sauðagötu. Um
frekari styttingar yrði tæpast að ræða
að neinu marki og einungis hægt að
flýta för manna með breikkun vegar-
ins á þeim stöðum sem flöskuhálsar
vilja myndast.
Akstur á góðum vegi er ekki eini
flutningsmátinn í nútíma þjóðfélagi.
Innanlandsflug Flugleiða og smærri
félaga til Norðurlands byggir fyrst og
fremst á þjónustu við Akureyri og
nærliggjandi byggðir. Ekki er vafi á
því að með tilkomu þessarar stytting-
ar á norðurleiðinni er hætt við að flug-
félögum daprist flugið og sá kostur
verði ekki jafn álitlegur og nú er.
í FJARLÆGRIFRAMTÍÐ
Miðað við ásókn eftir fjármagni til
vegagerðar og óunninna verka á því
sviði víða um land, sérstaklega á
norðausturhorni landsins, er vart við
því að búast að við upplifum styttingu
leiðarinnar á milli Akureyrar og
Reykjavíkur um 90-100 kílómetra. Af
þessum fjórum meginkostum í þeim
efnum eru Hvalfjarðargöng þau sem
næst virðast í tíma, sjávarbraut frá
Reykjavík til Kjalamess gæti nýst
okkur upp úr aldamótum að hluta til
en tveir síðmefndu kostimir eru
meira fræðilegir möguleikar en svo
að þá sé hægt að staðfesta í tímatal-
inu.
Á hinn bóginn er gaman að láta sig
dreyma og sú tíð hlýtur að koma að
róttækari breytingar geti orðið á
vegakerfmu en orðið hafa síðustu ár.
Þar hljóta menn í auknum mæli að líta
til fjármögnunar með vegatollum líkt
og ætlunin er að gera í Hvalfirði. Rík-
iskassinn er tómur og það er nauð-
synlegt fyrir stjórnmálamenn að átta
sig á því að í þessum efnum eru tveir
kostir fyrir hendi: Að íjármagna allar
framkvæmdir með ríkisfé og bíða
langt fram á næstu öld eftir arðbær-
um samgöngumannvirkjum víða um
land eða nýta sér gjaldtöku af vegfar-
endum á takmörkuðum svæðum og
eiga þess um leið kost að nýta hag-
kvæmni verksins fyrr.
Raunar er forvitnilegt að skoða töl-
ur um tekjur ríkissjóðs af bifreiðum
hin síðari árin og bera þær saman við
útgjöld til vegamála. Samkvæmt nýj-
um fjárlögum fyrir þetta ár er gert ráð
fyrir tæplega 16 milljörðum króna í
skatta af bílum en að útgjöld til vega-
mála nemi aðeins 5.5 milljörðum á
árinu. Verulegur hluti þessara miklu
tekna ríkissjóðs er í formi gjalda sem
beinlínis hafa verið lögð á til að fjár-
magna vegakerfið. Því miður hefur
um og innan við þriðjungur skattanna
skilað sér til framkvæmda hin síðari
árin.
Framkvæmdavaldi ríkisins er því
miður á stundum illa treystandi til að
skila til baka því fjármagni sem lög-
gjafmn hefur gefið því heimild til að
innheimta. Þess vegna verða fyrir-
tæki og landshlutasamtök að taka
vegamálin í sínar hendur og afla sér
aukinna heimilda til að leysa vandann
á eigin spýtur. Þar liggja hagsmunir
byggðanna og þar eru óunnin verkefni
fyrir vannýttan tækjakost verktaka-
fyrirtækjanna.
Eða með öðrum orðum: Er einhver
ástæða til að blanda ríkissjóði í málið?