Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.02.1992, Síða 32

Frjáls verslun - 01.02.1992, Síða 32
EFNAHAGSMAL Engin nýsköpun hefur verið í öðrum útflutningsgreinum en sjávarútvegi. Vonir voru bundnar við fiskeldi og loðdýrarækt. Nú er verið að afskrifa 10-15 milljarða króna vegna misheppnaðra tilrauna á þeim vettvangi. Við hljótum að bera okkur saman við aðrar vestrænar þjóðir sem eiga aðild að Efnahags- og framfarastofn- uninni OECD eins og við. Framvinda undanfarinna ára hefur öll verið í þá átt að sundur hefur dregið með okkur og þjóðum OECD. íslendingar hafa lifað um efni fram á meðan aðrir hafa freistað þess að hafa hemil á eyðslu og neyslu. Islendingar hafa ekki séð neitt athugavert við það að efla inn- flutning á meðan útflutningur hefur ekki vaxið að ráði. Islendingar sjá ekkert athugavert við það að hafa við- skiptahallann við útlönd 15-20 millj- arða á ári eða 4-5 prósent af lands- framleiðslu. íslendingar hafa ekki haft þungar áhyggjur af því þótt ríkissjóð- ur sé rekinn með umtalsverðum halla ár eftir ár. Fjárlagahallinn í fyrra nam rúmum 12 milljörðum króna og þegar ríkisstjórnin grípur til niðurskurðar í þeim tilgangi að ná endum saman í ríkisfjármálum logar þjóðfélagið í ill- deilum og hótunum hagsmunaaðila. VERÐMÆTISJÁVARAFURÐA VAXA Á MEÐAN ANNAÐ DREGST SAMAN Arið 1991 voru heildarverðmæti vöruinnflutnings 5% meiri er árið á undan. En verðmæti vöruútflutnings minnkuðu hins vegar um 1% á sama tíma. Árið 1991 voru sjávarafurðir um 80% alls útflutnings íslendinga og höfðu verðmæti þeirra aukist um 5% frá árinu áður á föstu gengi. Aftur á „í árslok 1991 námu erlendar skuldir íslendinga um 200 milljörðum króna eða fjárhæð sem nemur fjárlögum ríkisins í tvö ár. í fyrirtækjarekstri þykja menn ekki öfundsverðir af að skulda tveggja ára veltu. Tæplega að slíkum aðilum sé hugað líf“ móti minnkuðu útflutningsverðmæti á áli, kísiljámi og öðrum útflutnings- vörum verulega frá árinu á undan. Það er því sjávarútvegurinn einn sem stendur fyrir sínu. f árslok 1991 námu erlendar skuldir íslendinga um 200 milljörðum króna eða fjárhæð sem nemur fjárlögum rík- isins í tvö ár. í fyrirtækjarekstri þykja menn ekki öfundsverðir af að skulda tveggja ára veltu. Tæplega að slíkum aðilum sé hugað líf! Það er auðvitað ekki undur þótt erlendar skuldir hrannist upp þegar viðskiptajöfnuður landsmanna er nei- kvæður árum saman. Á 19 ára tíma- bili, frá árinu 1973 til ársloka í fyrra, hefur viðskiptajöfnuður íslendinga einungis verið jákvæður í tvö ár. Árið 1991 var viðskiptahalli landsmanna um 18 milljarðar króna. Lætur nærri að sú fjárhæð svari til þess að allur bflainnflutningur og öll olíuinnkaup ársins hafi verið tekin að láni erlendis! Þjóðhagsspá hefur tekið örum breytingum á undanförnum vikum. Forsendur hafa verið að breytast og Þjóðhagsstofnun hefur mátt hafa helstu hagstærðir til stöðugrar athug- unar. Því til viðbótar koma svo óvissuþættir sem eiga eftir að hafa áhrif. Þannig eru kjarasamningar lausir, óvissa er um viðskiptakjörin og hugmyndir manna um fiskafla á árinu sveiflast hratt til. Allir þessir þættir hafa svo afgerandi áhrif í ýmsar áttir, t.d. á atvinnustigið í landinu. Atvinnuleysi er einmitt það sem margir óttast nú meira en flest annað. Nú er spáð 3% til 3 1/2 % sam- drætti landsframleiðslu á þessu ári. Meginástæða þessa samdráttar er áætluð minnkun fiskafla um 10-12%. ENGIN NÝSKÖPUN Við sjáum æ betur að sjávarútveg- urinn ræður enn úrslitum hér á landi þó svo menn hafi talað um það í ára- tugi að skjóta þurfi fleiri stoðum undir atvinnulífið til að dreifa áhættunni. Lítið hefur farið fyrir þeirri viðleitni. Það olli vonbrigðum þegar áform um byggingu álvers frestuðust á síðasta hausti. Þá stöldruðu menn við og veltu því fyrir sér hvað hafi gerst í nýrri atvinnuuppbyggingu á íslandi síðustu tvo áratugina annars staðar en í sjávarútvegi. Þegar það er skoðað birtist ófögur mynd: Menn hafa verið að þreifa sig áfram í fiskeldi og loðdýrarækt þar sem blasir við gjaldþrot upp á 10 til 15 milljarða króna, landbúnaðurinn á í vök að verjast, ullar- og fataiðnaður er að þurrkast út og skipasmíðaiðnað- ur virðist vera á síðasta snúningi sam- 32

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.