Frjáls verslun - 01.02.1992, Page 33
íslenskur skipasmíðaiðnaður á í gífurlegum vanda og berst harðri baráttu
fyrir lífi sínu. A sama tíma er verið að smíða fiskiskip fyrir milljarða króna
erlendis fyrir íslenska útgerð. Um er að ræða skip sem tæknilega séð væri
hægt að smíða hér á landi en fjárhagslegt bolmagn vantar.
hliða því að íslendingar fjárfesta í
fiskiskipum fyrir milljarða króna er-
lendis. Þá er um að ræða fiskiskip
sem tæknilega er unnt að smíða hér á
landi, en fjárhagslegt bolmagn skort-
ir. Það er tæpast hægt að benda á
nokkra umtalsverða nýsköpun utan
sjávarútvegsins þegar litið er yfir síð-
ustu 10 eða 20 árin. Vöxturinn er
mestur í opinberri starfsemi og hvers
konar þjónustustarfsemi. íslendingar
virðast trúa því að þeir geti lifað góðu
lífi á því að snúast hver í kringum
annan, selja hver öðrum vörur og
þjónustu — helst á höfuðborgar-
svæðinu. Það vantar aukna verð-
mætasköpun. Á því virðist ekki vera
skilningur.
Á HRAÐFERÐ TIL ÞRIÐJA HEIMSINS
íslendingar eru að dragast aftur úr
nágrannaþjóðunum á Vesturlöndum.
Virtir hagfræðingar hafa boðað okkur
það að Islendingar verið fátækasta
þjóð Vestur-Evrópu um næstu alda-
mót haldi efnahagsþróunin svona
áfram hér á landi. Komi hér ekki til
vakningar og afgerandi stefnubreyt-
ingar í efnahags- og atvinnumálum
munum við færast hratt niður í átt til
afkomu og stöðu landa þriðja heims-
ins.
Hagvaxtaraukning var 28% á ís-
landi á árabilinu 1980-1987 en lands-
framleiðslan dróst hér saman um 5%
síðustu þrjú árin.
Við drögumst hratt aftur úr ná-
grannaþjóðunum á ýmsurn sviðum:
Árin 1980-1990 jókst landsframleiðsla
OECD ríkjanna um 34% en um 22% á
Islandi. Snar þáttur í aukinni lands-
framleiðslu hér á landi er vegna fjölg-
unar þjóðarinnar. Þess vegna jókst
landsframleiðsla á mann einungis um
10% hjá okkur á árabilinu 1980-1990
en um 24% í ríkjurn OECD. Kaup-
máttur atvinnutekna á mann jókst
aðeins um 1/2% á íslandi á árunum
1980-1990 en urn 11% í ríkjum OECD.
Útflutningur á mann jókst um 13% á
íslandi á árunum 1980-1990 en um
56% hjá OECD ríkjunum. Á síðustu
tíu árum hefur verðbólga á íslandi
verið að meðaltali 33% á ári en innan
við 5% í ríkjum OECD.
VANTAR 40 MILUARÐA!
Hér skal nefnt dæmi um þá þýðingu
sem þessi óhagstæði samanburður
við ríki OECD hefur fyrir okkur:
Heildarútflutningur íslendinga árið
1990 nam um 128 milljörðum króna.
Hefði aukning útflutnings íslendinga
verið jafn mikil á áratugnum 1980 til
sem ekkert fer
fyrir
Lítil og handhæg vél sem ávallt
skilar hámarksgæðum.
Auðveld I notkun og viðhaldi.
Tekur ýmsar gerðir og stærðir
pappírs.
Sterk vél sem óhætt er að reiða
| sigá.
Ifl '
Utkoman verður
oaðfvmanleg með
- Mmolta EP-30
KJARAN
Síðumúla 14,108 Reykjavik, s (91) 813022
33