Frjáls verslun - 01.02.1992, Page 34
EFNAHAGSMÁL
Á síðustu 19 árum hefur viðskiptajöfnuður íslendinga einungis verið jákvæður í 2
ár. Á síðasta áratug var viðskiptajöfnuðurinn aðeins jákvæður eitt árið, eins og
sjá má á þessu línuriti. Sveiflur í landsframleiðslu og þjóðarútgjöldum virðast
litlu breyta um viðskiptajöfnuðinn. Stefnan hefur jafnan verið sú sama: Að eyða
meira en aflað er.
1990 ogíríkjum
OECD hefðu
útflutningstekj-
ur okkar árið
1990 ekki num-
ið 128 milljörð-
um króna —
heldur 170 mil-
ljörðum. Upp á
vantar rúma 40
milljarða króna
sem samsvarar
um 60% af út-
flutningi sjávar-
afurða árið
1990.
Samanburð-
artölurnar hér
að framan eru
hrikalegar.
Þær tala sínu
máli.
Fram hefur
komið hér að
framan að engin umtalsverð nýsköp-
un hefur verið í íslenskum útflutn-
ingsatvinnuvegum nema í sjávarút-
vegi á síðustu tveimur áratugum.
Sjávarútvegurinn hefur staðið undir
allt að 80% vöruútflutnings lands-
manna þó svo stefnan hafi verið sú að
dreifa áhættunni. En sjávarútvegur-
inn hefur átt við stórfelld vandamál að
etja og nú er talið að flestar greinar
hans séu reknar með halla. Þá blasir
við að skuldsetning bróðurparts sjáv-
arútvegsfyrirtækja er hættulega mik-
il og mun væntanlega leiða mörg
þeirra í þrot.
í þessari upptalningu allri verður að
nefna fjárfestingarslysin ogmarghátt-
aða óstjórn fyrri ríkisstjórna sem
gjarnan hefur verið sópað inn undir
verndarvæng opinberra sjóða sem
síðan hafa hrunið undan eigin þunga.
Þetta fyrirbrigði hefur núverandi rík-
isstjórn nefnt fortíðarvanda samhliða
því að hún hefur lagt kapp á að upp-
lýsa um þennan
vanda og koma
honum upp á
yfirborðið.
Þegar á allt
þetta er litið
hljóta menn að
spyrja: Hvað
hafa íslending-
ar verið að
hugsa síðustu
tvo áratugina?
Hafa landsfeð-
urnir verið fjar-
verandi? Hvar
hefur forysta
atvinnulífsins
alið manninn?
Ekki verður
annað séð en
forysta í þessu
landi hafi al-
mennt brugð-
ist.
En hvað er til ráða? Er staðan von-
laus? Er svartnætti framundan?
Það þarf ekki að vera. En til þess
þarf að koma til hugarfarsbreyting hjá
stjórnvöldum, atvinnurekendum og
almenningi. Menn verða að horfast í
augu við staðreyndir en það má þó
ekki draga kjarkinn úr þjóðinni með
bölmóði. Það þarf að benda á þær
leiðir sem geta fært okkur fram á veg-
inn og komið Islendingum upp úr
þessu hjólfari. Skömmu eftir að ljóst
TOLL VÖRUGEYMSLAN
í HAFNARFIRÐIHF.
Melabraut 19, 220 Hafnarfirði, sími 91-54422, fax 91-654463.
INNFLYTJENDUR ATH!
Hér er gott að geyma vörur eftir því sem með þarf.
Það sparar peninga. Ókeypis aðstoð veitt við gerð
tollskýrslna og úttektarbeiðna, ef óskað er.
34