Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.02.1992, Síða 35

Frjáls verslun - 01.02.1992, Síða 35
Til að auka verðmæti íslensks útflutnings þarf að komast eins nálægt markaðnum og kostur er. íslendingar eiga og reka fiskréttaverksmiðjur í Bandaríkjunum og Evrópu þar sem íslenskur fiskur er unninn í neytendapakkningar, tilbúinn í hendur endanlegra kaupenda. I anda raunsærrar bjartsýni þarf að ganga enn lengra á þessu sviði til að auka verðmæti sjávarafurða okkar. var að álversframkvæmdum yrði slegið á frest sl. haust, sagði Ellert B. Schram eftirfarandi í ritstjórnargrein DV: „Hættan er sú að þjóðin leggist í þunglyndi og svartsýni nái tökum á íslandi. En neyðin kennir naktri konu að spinna og nú er lag til að nýta afla betur og auka framleiðni. Nú er tæki- færi til að líta til annarra átta í stór- iðjumálum, jafnt sem öðrum fram- leiðslugreinum. Nú þarf að telja kjark í þjóðina. Nú þarf forystu.“ Þetta er allt rétt. Full ástæða er til að lýsa eftir forystu. Forystu, sem leggur áherslu á að auka verðmæta- sköpun í þjóðfélaginu og afla verð- mætanna áður en þeim er ráðstafað. Það þarf í stjórnmálum og atvinnulífi forystu sem hefur skilning á þessum grundvallaratriðum. Sem betur fer hafa menn aðeins verið að vakna til umhugsunar um þessi mál nú í vetur. Mikið er nú rætt „íslendingar eru að dragast aftur úr nágrannaþjóðunum á Vesturlöndum. Virtir hagfræðingar hafa boðað okkur það að íslendingar verði fátækasta þjóð Vestur-Evrópu um næstu aldamót haldi efnahagsþróunin svona áfram hér á landi.“ um betri nýtingu sjávarfangs, talað er um að rjúfa kyrrstöðu í atvinnulífinu og menn hafa vakið athygli á að margt smátt gerir eitt stórt, þ.e. að smærri fyrirtækjum sé ekki gleymt og þess verði gætt að þau fái tækifæri til að skapa þjóðinni sem mest verðmæti því fleira skiptir máli en sú starfsemi sem aflar gjaldeyris — einnig innlend- ur iðnaður sem þjónar heimamarkaði og sparar okkur gjaldeyri. í ANDA RAUNSÆRRAR BJARTSÝNI Einnig heyrist nú nefnt að efla þurfi þjóðina til dáða með „raunsærri bjart- sýni“. Dr. Vilhjálmur Egilsson, hag- fræðingur og alþingismaður, hefur síðasta orðið í þessari umfjöllun, en hann talar um nauðsyn bjartsýni sem sé byggð á raunsæi: „Nú eru hins vegar breyttir tímar og komið að því að við þurfum að sækja hagvöxt og bætt lífskjör með betra skipulagi í okkar atvinnu- og viðskiptalífi, með meiri aga í opinber- um fjármálum og með því að sækja fram á erlendum mörkuðum. Þá er bjartsýni að sjálfsögðu nauð- 35

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.