Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.02.1992, Qupperneq 41

Frjáls verslun - 01.02.1992, Qupperneq 41
SKATTAMAL SKATTUR Á EIGNIR OG EIGNATEKJUR • HUGLEIÐINGAR UM AÐFERÐIR Um þessar mundir er mikið rætt um skatt á fjármagnstekjur. Tvær nefndir hafa starfað að undirbúningi málsins á vegum tveggja fjármálaráðherra. Á árinu 1989 skipaði þáverandi fjármálaráðherra nefnd til að gera tillögur um málið og skilaði hún af sér áfanga- skýrslu á því ári. Áfram var unnið að undirbúningi málsins án þess að frumvarp væri lagt fram. Á síðasta ári skipaði núverandi fjár- málaráðherra nýja nefnd um samræmda skattlagningu eigna og eignatekna og er nefndinni ætlað að skila fyrstu hugmyndum sínum í næsta mánuði. í erindisbréfi nefndarinnar kemur fram að með samræmingu skattlagningar eigna og eignatekna sé ekki sérstak- lega stefnt að því að tryggja ríkissjóði auknar tekjur heldur að tryggja samræmda og sanngjarna skattheimtu. Þetta markmið kemur þó illa heim við þá almennu umræðu, sem fram fer í þjóðfé- laginu þessa dagana, þar sem mjög er horft til aukinnar tekjuöflun- ar með hinum nýja skatti. Greinarhöfundurinn, Ólafur Nilsson löggiltur endurskoðandi, er einn af stofnendum og eigendum Endurskoðunar hf. Tæknileg vandamál við skattlagn- ingu fjármagnstekna eru fjölmörg og er það mjög skiljanlegt þótt sú nefnd, sem nú vinnur að málinu, hafi ekki á þessu stigi lausn á öllum þáttum þessa máls. Hitt er mikilvægt að ætla sér ekki um of, fara hægt af stað í þessari fyrirhuguðu skattlagningu og leita fyrst og fremst einfaldra og framkvæmanlegra lausna því hafa verður í huga að framkvæmdin hvílir fyrst og fremst á framteljendum sjálf- um; einstaklingum sem fæstir hafa möguleika á flóknum útreikningum á skattstofnum. AF HVERJU EKKISKATTSKYLT1978 Með lögum nr. 40/1978 um tekju- skatt og eignarskatt urðu grundvall- arbreytingar á skattalögum með til- komu reglna um almenna verðtrygg- ingu, þ.e. um árlegt endurmat eigna og um útreikning á raunvöxtum í at- vinnurekstri með svonefndri verð- breytingarfærslu. Eftir talsverða könnun á möguleikum þess að raun- vaxtatekjur einstaklinga mynduðu skattstofn var ekki talið framkvæm- anlegt að koma slíku kerfi á, en á þeim tíma voru raunvextir af kröfum og innstæðum í innlánsstofnunum al- rnennt ekki jákvæðir. Síðan þá hafa aðstæður gjörbreyst, almenn verð- trygging komst á um svipað ieyti og lögin tóku gildi og möguleikar ein- staklinga til ávöxtunar á sparifé hafa tekið stakkaskiptum. Þrátt fyrir gjör- breyttar aðstæður hefur lítið gerst varðandi ýmsar tæknilegar lagfær- ingar á lögunum frá 1978. HVAÐ ERU FJÁRMAGNSTEKJUR 0G HVERJIR MUNU GREIÐA SKATTINN? Með skatti á fjármagnstekjur er al- mennt átt við skattlagningu vaxta af hvers konar eignum og skattlagningu arðs af hlutafé. Yið skattlagningu þessara tekna kemur m.a. til skoðun- ar með hvaða hætti farið skuli með nafnvexti, verðbætur, afföll og geng- ismun. Hugtakið eignatekjur er þó nokkru víðtækara því þá bætast við aðrar tekjur af eignum, svo sem leigutekjur. Það er samræming skatt- lagningar þessara tekna allra og þeirra eigna sem þær gefa, sem mun vera verkefni nefndarinnar. 41
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Frjáls verslun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.