Frjáls verslun - 01.02.1992, Blaðsíða 42
SKATTAMAL
Ólafur Ragnar Grímsson skipaði nefnd
árið 1989 til að gera tillögur um skatt á
fjármagnstekjur.
Margvísleg form eigna bera vexti
eða fjármagnstekjur, svo sem inn-
stæður í innlánsstofnunum og margs-
konar skuldabréf og önnur verðbréf.
Þessar eignir bera ýmist, nafnvexti,
vexti og verðbætur, vexti og gengis-
mun, arð eða hafa ákveðið verðgildi
eða gengi á hverjum tíma.
Það skal undirstrikað að vaxtatekj-
ur atvinnurekstrarins, bæði félaga og
einstaklinga í atvinnurekstri, eru og
hafa verið skattskyldar. Það eru því
fyrst og fremst vaxtatekjur einstakl-
inga utan atvinnurekstrar sem hafa
verið skattfrjálsar og ætlunin er að
slattleggja. Ekki liggja fyrir nákvæm-
ar upplýsingar um það hvemig skipt-
ing hins nýja skattstofns yrði milli t.d.
tekna af bankainnstæðum og af hinum
ýmsu tegundum skuldabréfa, svo
sem af spariskírteinum, bankabréf-
um, hlutdeildarbréfum og öðrum
markaðsverðbréfum, en þessi bréf
eru með fjölbreytilegum vaxta-
ákvæðum. Engin skráning er nú til á
eigendum þessara bréfa. í seinni tíð
hafa kaupendur þeirra verið nafn-
skráðir hjá þeim peningastofnunum
og verðbréfafyritækjum, sem selt
hafa bréfin, en bréfin geta síðan geng-
ið kaupum og sölum milli aðila án þess
að eigendaskiptin séu skráð hjá útgef-
endum.
NAFNVEXTIR - RAUNVEXTIR
Sú nefnd, sem vann á vegum fyrri
Friðrik Sophusson skipaði á síðasta ári
nefnd um samræmda skattlagningu
eigna og eignatekna.
ríkisstjórnar, gerði ráð fyrir því að
skattlagning fjármagnstekna miðaðist
við raunvexti og svo virðist sem
nefndin, sem starfar að málinu nú,
hafi einnig stefnt á raunvaxtaskatt.
Æskilegt væri að miða útreikning
skattstofnsins við raunvexti, en hér
er um mjög erfitt mál að ræða í fram-
kvæmd. Raunar tel ég að nær útilok-
að sé að koma á slíkri skattlagningu
svo vit verði í. Sjálfsagt er mögulegt
að gera innlánsstofnunum að reikna
út raunvexti fyrir innstæðueigendur,
en raunvaxtaútreikningur á ýmsum
öðrum eignum yrði eigendum þeirra
og skattyfirvöldum ofviða.
GREIDDIR VEXTIR - ÁFALLNIR VEXTIR
Svo virðist sem stefnt sé að skatt-
lagningu vaxtatekna við greiðslu
vaxtanna. Skattur af vöxtum af inn-
stæðum í innlánsstofnunum yrði
þannig innheimtur árlega eða jafnóð-
um og vextirnir falla á innstæðurnar
en skattur af vöxtum af skuldabréfum
yrði innheimtur við greiðslu þeirra.
Þannig kæmu tekjur af afborgunar-
lausum skuldabréfum, t.d. kúlubréf-
um eða hlutdeildarbréfum, ekki til
skatts fyrr en eftir fjölda ára eða við
innlausn.
Margar spurningar vakna varðandi
þessa aðferð. Á sá, sem innleysir
bréfið hjá útgefanda, að geiða skatt af
vöxtum allt frá útgáfu þess þótt marg-
ir eigendur hafi verið að því á tímabil-
inu eða á hver eigandi að reikna út
tekjur og skila skatti vegna síns eign-
arhaldstíma? Er samræmi í því að
skattur sé greiddur af sumum vöxtum
jafnóðum og þeir falla til, svo sem af
bankainnstæðum, en af ýmsum teg-
undum skuldabréfa ekki fyrr en eftir
fjölda ára? Er ekki hætt við að tíma-
munur á skattgreiðslum hafi áhrif á
val manna á spamaðarformum?
Með skattlagningu áfallinna vaxta í
stað greiddra vaxta er unnt að ná
meira samræmi í skattlagningu rnilli
hinna ýmsu eignaforma, auk þess
sem skatttekjurnar falla jafnar til.
Þeir, sem hafa andmælt þessari að-
ferð, hafa bent á að áfallnar tekjur
myndu skattleggjast án þess að þær
væru greiddar. Á móti má segja að
verðbréf, sem ekki er greitt af árlega
eru yfirleitt markaðsbréf sem gera
það mögulegt að innleysa hluta bréf-
anna og breyta þeim þannig í hand-
bært fé.
ÁLAGNING OGINNHEIMTA -
HUGMYNDIR
Ljóst er að fleiri en ein leið koma til
greina við álagningu hins umtalaða
skatts og við innheimtu hans, svo
sem álagning og innheimta við
greiðslu vaxtanna, þ.e. staðgreiðsla,
eða álagning og innheimta eftirá á
grundvelli skattframtals eigenda. Lít-
um nánar á nokkra þætti málsins:
★ Skatturinn þarf að vera hlutlaus
gagnvart hinum ýmsu sparnaðar-
formum. Ríkisskuldabréf og vextir af
þeim ættu að lúta sömu reglum og
aðrar eignir og eignatekjur.
★ Komi til skattlagningar vaxta-
tekna hefði verið æskilegt að miða við
raunvexti, en það tel ég óraunhæft
vegna erfiðleika við framkvæmdina.
Það er í raun mikil bjartsýni að ætla
framteljendum og skattyfirvöldum að
glíma við slíkan útreikning. Skattlagn-
ing nafnvaxta verður því að teljast
eina leiðin við núverandi aðstæður
með lægra skatthlutfalli en gildir um
aðrar tekjur. Aukin verðbólga myndi
hins vegar raska þessum möguleika.
★ Mikilvægt er að gert verði ráð
fyrir skattfrelsi upp að ákveðnu marki
eigna og tekna, en með því myndu
ýmsar eignir falla brott sem ekki bera
jákvæða raunvexti.
42