Frjáls verslun - 01.02.1992, Qupperneq 43
pppsi
★ Greiðsla skattsins fari fram eft-
irá. Alagningin miðist við áfallna vexti
og byggist í aðalatriðum á stöðu hinna
skattskyldu eigna í ársbyrjun og árs-
lok að teknu tilliti til breytinga á þeim
á viðkomandi ári.
Fjölmörg önnur atriði þarf að rann-
saka áður en slík skattlagning, sem
hér um ræðir, kemur til fram-
kvæmda, en eflaust hefur nefndin,
sem vinnur nú að málinu, gert ýmsar
athuganir sem ekki hafa verið birtar.
Meðal þeirra atriða, sem rædd hafa
verið í þessu sambandi, er meðferð
vaxtagjalda og spurningin um það
hvort eignarskattur geti komið í stað
tekjuskatts. Skattlagning hlutabréfa
og arðs af þeim tengist þessu máli, en
mjög brýnt er að breyta ákvæðum
skattalaga um skattalega meðferð
arðs og hlutabréfa. Útgáfu jöfnunar-
hlutabréfa með þeim hætti sem hér er
þarf að leggja af. Skattaleg meðferð
lífeyrissjóðsiðgjalda og skattlagning
greiðslna úr lífeyrissjóðum eða sér-
eignasjóðum hlýtur einnig að tengjast
„Það skal undirstrikað að
vaxtatekjur atvinnurekstrarins,
bæði félaga og einstaklinga í
atvinnurekstri, eru og hafa
verið skattskyldar. Það eru því
fyrst og fremst vaxtatekjur
einstaklinga utan
atvinnurekstrar sem hafa verið
skattfrjálsar og ætlunin er að
skattleggja.“
þessu máli, en á því sviði ríkir hróp-
legt misrétti þar sem sumir eru skatt-
lagðir tvisvar af sömu tekjunum, en
aðrir ekki. Þessum málum er ekki
unnt að gera nánari skil í þessum
stutta pistli.
LOKAORÐ
Eins og ég sagði í upphafi er mikil-
vægt að hin fyrirhugaða skattlagning
eigna og eignatekna einstaklinga
verði vel undirbúin og að menn geri
sér vel grein fyrir þeim áhrifum sem
hún kemur til með að hafa m.a. á
sparnað í landinu, val manna á sparn-
aðarformum og áhrif á vexti, en
margir sérfræðingar telja að skatt-
lagningin komi til með að leiða til
hækkunar á vöxtum. Það er ljóst, að
hvaða aðferðir sem notaðar verða við
skattlagninguna, munu fylgja henni
mjög víðtækar reglur um upplýsinga-
skyldu innlánsstofnana og annarra
fjármálafyrirtækja varðandi eignir og
tekjur manna, en það er eitt af mörg-
um skilyrðum fyrir framkvæmd slíkr-
ar skattlagningar. Það er ástæða til að
fara hægt af stað og taka þann tíma til
undirbúnings sem þarf.
**■
SPEGLABÚÐIN
KANTSLÍPUN
■---—■ ■ ■
■ /
RÚNSLÍPUN
Vantar þig spegla, glerhillur eða borðplötu.
Við bjóðum spegla og gler, skorið, slípað
og borað alveg eftir þínum óskum.
Hafðu samband við okkur í síma 653333,
og reyndu nýja þjónustu okkar.
HALFMANASLIPUN
FÖSUN
0fl:
í J 0 3
Við erum til húsa hjá Glerborg
að Dalshrauni 5 í Hafnarfirði.
GLER& SPEGLAR
SPEGLABUÐ
N
DALSHRAUNI 5 - 220 HAFNARFI RÐI - SIMI 65333 3