Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.02.1992, Side 45

Frjáls verslun - 01.02.1992, Side 45
„Á sama hátt og starfsmenn geta notað það sem afsökun fyrir slælegum vinnubrögðum að fyrirtækið sé vonlaust, geta fyrirtæki kallað frarn góð vinnubrögð með jákvæðu andrúmslofti." Viðskiptadeild Háskóla íslands er valnámskeið á fjórða ári sem nefnist „stjómun starfsmannamála". Þar er Qallað um samskipti við starfsmenn, frammistöðumat, laun, vinnurétt ofl. Ólafur Jón Ingólfsson starfs- mannastjóri Sjóvá-Almennra er kenn- ari á þessu valnámskeiði. Hann segir að námskeiðið sé hugsað sem undir- búningur fyrir skrifstofustjóra og aðra þá sem þurfa að taka á starfsmanna- tengdum málum. „Þegar fyrirtæki eru komin upp fyrir ákveðna stærð taka starfsmannastjórar við og er þá oft miðað við 100 manna vinnustaði. Erlenda þumalputtareglan er hins vegar sú að starfsmannastjórn sé 2% af starfsmönnum. Þar sjá því tugir manna um starfsmannamál í stærstu fyrirtækjunum. Samkvæmt þeirri reglu ætti að vera einn starfsmanna- stjóri í fimmtíu manna fyrirtæki, tveir í hundrað manna fyrirtæki o.s.frv.,“ sagði Ólafur Jón. AÐVITAHVAR MAÐUR STENDUR Ólafur sagði að stjórnendur ís- lenskra fyrirtækja hafi verið tregir til að gefa starfsmannamálum eins mik- inn gaum og tíðkast erlendis. Þetta sé þó að þreytast og víða séu starfs- mannastjórar starfandi. Einnig hafa menn verið ráðnir til að sinna sér- stökum þætti starfsmannastjórnar. „Flugleiðir réðu til dæmis á sl. ári „Þar höfðum við kröfu keppnisíþrótta að leiðarljósi, þar sem aðeins var um tvennt að ræða - sigra eða tapa. Starfsmenn fyllast keppnisskapi og metnaði fyrir hönd fyrirtækisins, eins og um liðsheild sé að ræða.“ mann sem á að koma á frammistöðu- mati, sem þó er ekki launatengt. Slíkt mat er hugsað sem umbun og á að veita starfsmanni öryggi. Hann fær að vita hvaða álit fyrirtækið hefur á honum og getur sagt hvers hann væntir. Það líður öllum vel ef þeir vita hvar þeir standa. Fólki fmnst einnig gott að fá að vita hvort það eigi mögu- leika á að vinna sig upp ef það stendur sig vel,“ sagði Ólafur Jón. í sama streng tók Jóhann Ingi Gunnarsson sálfræðingur sem hefur haldið námskeið um starfsmannamál fyrirtækja. „Til að ná árangri þarf ákveðna hæfileika og viðhorf til starfsins og lífsins. Þetta þarf að til- einka sér og í því felst ákveðinn agi. Með því að laða það besta fram í hverri manneskju nær hún að blómstra. Ef fyrirtæki skapa skilyrði til þess, eignast þau góða starfsmenn sem vilja leggja sig fram um að ná árangri,“ sagði Jóhann Ingi. A sama hátt og starfsmenn geta notað það sem afsökun fyrir slæleg- um vinnubrögðum að fyrirtækið sé vonlaust, geta fyrirtæki kallað fram góð vinnubrögð með jákvæðu and- rúmslofti. „Ég vann að slíku verkefni fyrir Lufthansa í Þýskalandi," sagði Jóhann Ingi. „Þar höfðum við kröfu keppnis- 45

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.