Frjáls verslun - 01.02.1992, Side 47
hæfari til að sinna fleiri störfum.
Þegar gæta þarf aðhalds er þetta
nauðsynlegt. Sem dæmi um það
nefndi hann að deildarstjórar hjá
Sjóvá-Almennum hafi farið á tölvun-
ámskeið og munu þeir nú sjá um eigin
bréfaskriftir. Um leið verður starf rit-
ara þeirra dregið saman.
Hjá Einari J. Skúlasyni fer fram
stöðug endurmenntun í tækni- og
hugbúnaðardeildum. Tækniþekking
starfsmanna er ein besta fjárfesting
fyrirtækisins, að sögn Bjama. Fyrir-
tækið rekur einnig tölvuskóla þar
sem starfsmenn eru uppistaðan í
kennaraliðinu.
STARFSMANNAFÉLÖG BLÓMLEG
Og þá er það félagslegi þátturinn. í
flestum stærri fyrirtækjum eru
starfsmannafélög starfandi. Þau
standa fyrir félagsstarfi, ýmist sjálf
eða í samstarfi við fyrirtækin. Þar má
nefna árshátíðir, sumarferðir og
íþróttastarfsemi. Misjafnt er hvað
fyrirtæki styðja starfsmannafélög
mikið fjárhagslega, sum bjóða starfs-
mönnum t.d. á árshátíðir en önnur
greiða hluta kostnaðar.
Samvinna er góð milli fyrirtækj-
anna sem rætt var við og starfs-
mannafélaga þeirra. í báðum fyrir-
tækjum er farið í sumarferðir, Einar
J. Skúlason hf. fer í helgarferð í Þórs-
mörk á hverju ári, en hjá Sjóvá-Al-
mennum er farið í dagsferðir bæði að
vori og hausti.
Utanlandsferðir starfsmannafélaga
hafa einnig færst í vöxt. Stundum eru
þær niðurgreiddar en oftast þurfa
starfsmenn að greiða þær sjálfir.
Starfsmannafélag Sjóvá-Almennra
hefur staðið fyrir utanlandsferðum
tvö sl. haust. Um 30 manna hópur
hefur farið í hvert sinn og aðstoðar
fyrirtækið starfsfólk með fyrirfram-
greiðslu á ferðinni sem er síðan tekin
aflaunum. EinarJ. Skúlason hf. hélt
árshátíð sína í Amsterdam fyrir þrem
árum, en starfsmenn greiddu þá ferð
sjálfir.
AÐ STYÐJA HEILSURÆKT
Líkamleg vellíðan er mikilvægur
þáttur í almennri vellíðan á vinnustað.
Þess vegna hafa sum fyrirtæki jafnvel
tekið slíka starfsemi inn í daglegt
mynstur. Auk þess er íþróttastarf-
semi víða blómleg í starfsmannafélög-
um og taka bæði fyrirtækin þátt í
kostnaði við íþróttaiðkun starfs-
ER LOFTRÆSTI- OG KÆLIKERFID í LAGI?
MEDAL VERKEFNA Smidi og uppsetning á stjórnbúnadi fyrir loftræsti- og kælikerfi. Viöhald og eftirlit með loftræsti- og kælikerfum. Úttekt á nýjum loftræsti- og kælikerfum. Smídi á stjórnbúnaði fyrir iönaðinn. Skilar fjárfesting þín í loftræsti- og kælikerfum sér í betra og þægilegra umhverfi, fyrir starfsfólk og vélbúnað? Sóar loftræsti- og kælikerfið fjármunum þínum í óþarfa orkukaup, vegna vanstillingar og skorts á viðhaldi? Hafðu samband við okkur og við stillum og lagfærum loftræsti- og kælikerfið.
ul Hitastýring hf Þverholti 15a - Sími 623366 - Fax 624966
47