Frjáls verslun - 01.02.1992, Side 52
STJÓRNUN
Hermilíkön fyrir framleiðslukerfi eru
samt nokkuð frábrugðin flughermum
hvað varðar aðferðarfræðina. I flug-
herminum verða samskipti nemand-
ans og hermisins mjög náin í gegnum
alla eftirlíkinguna. Við eftirlíkingar á
framleiðslukerfum eru allar ákvarð-
anir á hinn bóginn fyrirfram skil-
greindar í formi reglna og ennfremur
er fyrirfram ákveðið í hvaða röð hinar
ýmsu aðgerðir eiga sér stað. Með því
að gera tölvulíkan af framleiðslukerfi
áður en það er sett upp í raunveru-
leikanum er hægt að forðast margar
hættur og erfiðleika sem svo oft vilja
koma fram þegar reyna á ný kerfi.
Hermilíkan getur gert augljóst
hvernig fyrirhugað kerfi muni reynast
og þar með svipt hulunni af því hvort
kerfið er hæft eða vanhæft til að skila
þeim árangri sem til var ætlast.
AÐGERÐARANNSÓKNIR OG
HERMILÍKÖN
í aðgerðarannsóknum (Operations
Research) er áhersla lögð á að setja
upp stærðfræðileg líkön af raunveru-
legum kerfum. Einn aðalstyrkur
þeirrar aðferðar er sá að hún dregur
vel fram kjarna vandamálsins og opin-
berar það, sem undir býr, og gefur á
þann hátt innsýn inn í samspil orsaka
og afleiðinga innan viðkomandi kerfis.
Þess vegna er, ef unnt er að byggja
upp stærðfræðilegt líkan sem bæði
gefur raunhæfa hugmynd af vanda-
málinu og getur veitt áreiðanlega
lausn, sá greiningarmáti venjulega
æðri hermilíkani. Hins vegar eru ým-
is flókin vandamál þannig að þó gerð
hermilíkans geti reynst bæði fremur
dýr og oft tímafrekur kostur þá er það
oft eini raunhæfi kosturinn.
Þær upplýsingar, sem hermilíkan
veitir, eru tölfræðileg líkindi en ekki
„Hermilíkön eru mjög gagnleg
við framleiðslustjórnun og
notkun þeirra hefur breiðst
hratt út samfara framförum í
menntun á sviði tölvutækni
ásamt bættum vél- og
hugbúnaði.“
nákvæmar útkomur og með slíku lík-
ani er hægt að gera samanburð á
ýmsum valkostum fremur en að kalla
fram hámörkun. Aðalreglur varðandi
gerð hermilíkana eru fljótlærðar og
auðvelt er að auka við þá þekkingu.
Fyrr en varir eru menn farnir að fást
við að leysa vandamál sem að á annan
hátt er miklu erfiðara að leysa. Nú,
þegar verulega getumiklar smátölvur
eru að verða hvers manns eign, ættu
stjórnendur framleiðslufyrirtækja og
jafnvel stjórnendur þjónustustofnana
að kynna sér hvað felst í gerð hermi-
líkana. Tiltölulega ódýr hugbúnaður
til þessara nota er fáanlegur og er
hann oft nokkuð auðveldur í notkun.
Gæta þarf þó varúðar við val á hug-
búnaði því stundum er hann „of auð-
veldur“ í notkun; sem sagt forrit sem
gera manni kleift að byggja upp módel
sem eru í raun lítils eða einskis virði
og bjóða svo upp á lausnir sem geta
tekið á sig mjög raunhæft útlit en eru
engu að síður algjörlega rangar. Þró-
unarferli hermilíkana ætti að innihalda
ákveðinþrep, s.s. könnun á samræmi
líkans og raunveruleika (model valid-
ation), næmnisgreiningu (sensitivity
analysis) og prófun til að koma í veg
fyrir að útkoman verði misvísandi eða
villuleiðandi. Framkvæmd þessara
þrepa þarf ekki að vera svo flókin en
það er grundvallaratriði að vita hvað
er að gerast áður en lagður er trúnað-
ur á útkomuna.
HVERS VEGNA HERMILÍKÖN?
Framleiðslustjórar þurfa oft að fá
svör við spurningum sem þessum:
— Hvereruáhrifþessaðbætainn
manni eða vél?
— Hvað eiga millilagerar að vera
miklir?
— Hvemig er samhengið á milli
lotustærða og stærða millilag-
era?
— Hvar eru flöskuhálsar í fram-
leiðslurásinni?
— Hver verða áhrif aukinna af-
kasta á flöskuhálsa?
— Hver verða áhrif bilana og ann-
arra tafa?
Við hönnun á þjónustukerfum get-
ur viðfangsefnið verið að fmna út
sambandið á milli fjölda afgreiðslu-
borða og lengdar á biðröð. Allt eru
þetta atriði sem skynsamlega hönnuð
hermilíkön gætu leitt í ljós á rök-
studdan hátt.
Meðal stjórnenda er sú skoðun út-
breidd að neyta eigi allra bragða til að
vinda hvern dropa, sem hægt er, út
úr vinnuaflinu. Sem sagt; það ætti
ekki að borga fólki fyrir að vera að-
gerðalaust í vinnunni! Samt er hægt
að sýna fram á að þrátt fyrir hver
afkastagetan er þá er tilviljunin oft
ráðandi í því hvenær verkefnin berast
og hve langan tíma tekur að ljúka
þeim. í kerfmu mun því þróast upp-
söfnun á mismun eftirspurnar og
Mynd 2. Dæmi um framsetningu á niðurstöðum frá hermiathugun.
52