Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.02.1992, Blaðsíða 59

Frjáls verslun - 01.02.1992, Blaðsíða 59
Gengið frá stofnun íslenskrar verslunar. Frá vinstri: Bjarni Finnsson formaður Kaupmannasamtakanna, Sigfús Sigfússon formaður Bílgreinasambandsins og Birgir R. Jónsson, formaður Félags íslenskra stórkaupmanna. stofnað samtökin íslenska verslun, eru sennilega kaupendur að 50% þeirra flutninga sem eiga sér stað til landsins. Eimskip og Samskip hafa þá flutninga með höndum. Fyrrnefnda félagið fer með stóran hlut atkvæða í Verslunarráðinu og það gefur auga- leið að hagsmunir þess hljóta að hafa áhrif á stefnumörkun ráðsins varð- andi skipulag flutningastarfseminnar, gjaldskrármál og aukið frelsi í flutn- ingsmiðlun til landsins, svo eitthvað sé nefnt. Talsmenn Verslunarráðsins telja hins vegar af og frá að þar sé hallað á einn né neinn og segja að einstakl- ingar og fyrirtæki í heildverslun og vörudreifingu hafi ætíð haft rík áhrif innan ráðsins og tekið virkan þátt í aðgerðum Verslunarráðsins á sviði vöruviðskipta, skatta- og tollamála. BREYTINGAR í EVRÓPU Það er ekki einungis hér á landi sem skipulag samtaka atvinnurek- enda hefur verið að breytast. Þróunin í Evrópu hefur verið sú að félög innan verslunarinnar hafa verið að þjappa sér saman í eigin samtök, m.a. af þeirri ástæðu að innan Evrópubanda- lagsins er þrýst á um stofnun þeirra til að fá álit á ýmsum sérhagsmunamál- um í þessari atvinnugrein. VERSLUNARRAÐ ÍSLANDS Upphaf þeirrar þróunar innan EB má rekja til þess þegar stofnað var sérstakt ráðuneyti hjá framkvæmda- stjóm EB árið 1978 er skyldi fara með málefni verslunarinnar. Um leið voru stofnuð sérstök ráðuneyti fyrir aðrar atvinnugreinar. Þetta kallaði á skipu- lagsbreytingu hjá félagasamtökum innan greinanna í þá veru að þau urðu faglegri en áður. Upp úr þessu urðu til tvö meginfélög atvinnurekenda í verslun innan EB. Fyrirtæki í smá- söluverslun stofnuðu með sér CECD og þau, sem sinna milliríkjaviðskipt- um, eru í FEWITA. A Norðurlöndunum hófst þessi þróun með stofnun einna samtaka að- ila í versluninni í ársbyrjun 1990. Það sama hefur gerst í Svíþjóð með stofn- un félagsins Svensk Handel en þang- að sækja hin nýju íslensku samtök einmitt sína fyrirmynd. Með stofnun íslenskrar verslunar hefur þetta evrópska skref því verið stigið og í 59
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.