Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.02.1992, Side 59

Frjáls verslun - 01.02.1992, Side 59
Gengið frá stofnun íslenskrar verslunar. Frá vinstri: Bjarni Finnsson formaður Kaupmannasamtakanna, Sigfús Sigfússon formaður Bílgreinasambandsins og Birgir R. Jónsson, formaður Félags íslenskra stórkaupmanna. stofnað samtökin íslenska verslun, eru sennilega kaupendur að 50% þeirra flutninga sem eiga sér stað til landsins. Eimskip og Samskip hafa þá flutninga með höndum. Fyrrnefnda félagið fer með stóran hlut atkvæða í Verslunarráðinu og það gefur auga- leið að hagsmunir þess hljóta að hafa áhrif á stefnumörkun ráðsins varð- andi skipulag flutningastarfseminnar, gjaldskrármál og aukið frelsi í flutn- ingsmiðlun til landsins, svo eitthvað sé nefnt. Talsmenn Verslunarráðsins telja hins vegar af og frá að þar sé hallað á einn né neinn og segja að einstakl- ingar og fyrirtæki í heildverslun og vörudreifingu hafi ætíð haft rík áhrif innan ráðsins og tekið virkan þátt í aðgerðum Verslunarráðsins á sviði vöruviðskipta, skatta- og tollamála. BREYTINGAR í EVRÓPU Það er ekki einungis hér á landi sem skipulag samtaka atvinnurek- enda hefur verið að breytast. Þróunin í Evrópu hefur verið sú að félög innan verslunarinnar hafa verið að þjappa sér saman í eigin samtök, m.a. af þeirri ástæðu að innan Evrópubanda- lagsins er þrýst á um stofnun þeirra til að fá álit á ýmsum sérhagsmunamál- um í þessari atvinnugrein. VERSLUNARRAÐ ÍSLANDS Upphaf þeirrar þróunar innan EB má rekja til þess þegar stofnað var sérstakt ráðuneyti hjá framkvæmda- stjóm EB árið 1978 er skyldi fara með málefni verslunarinnar. Um leið voru stofnuð sérstök ráðuneyti fyrir aðrar atvinnugreinar. Þetta kallaði á skipu- lagsbreytingu hjá félagasamtökum innan greinanna í þá veru að þau urðu faglegri en áður. Upp úr þessu urðu til tvö meginfélög atvinnurekenda í verslun innan EB. Fyrirtæki í smá- söluverslun stofnuðu með sér CECD og þau, sem sinna milliríkjaviðskipt- um, eru í FEWITA. A Norðurlöndunum hófst þessi þróun með stofnun einna samtaka að- ila í versluninni í ársbyrjun 1990. Það sama hefur gerst í Svíþjóð með stofn- un félagsins Svensk Handel en þang- að sækja hin nýju íslensku samtök einmitt sína fyrirmynd. Með stofnun íslenskrar verslunar hefur þetta evrópska skref því verið stigið og í 59

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.