Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.02.1992, Side 63

Frjáls verslun - 01.02.1992, Side 63
LOGFRÆÐI SKYLDUABILD AD LÍFEYRISSJÓÐUM Greinarhöfundurinn, Ólafur Garðarsson, er starfandi lögmaður. í nóvember sl. gekk í Hæsta- rétti athyglisverður dómur í máli er Lífeyrissjóður leigubif- reiðastjóra höfðaði gegn leigu- bifreiðastjóra sem neitaði að greiða iðgjald til sjóðsins. Beðið var eftir dómi í þessu máli með nokkurri óþreyju þar sem niður- staða Hæstaréttar gat haft mikil áhrif m.a. á greiðsluskyldu fólks í einstaka lífeyrissjóði sem og starfsemi margra lífeyrissjóða. Málavextir voru í stuttu máli þeir að á árinu 1971 var Lífeyrissjóður leigubifreiðastjóra stofnaður fyrir tilstuðlan stéttarfélags leigubílstjóra, bifreiðastjórafélagsins Frama og Trausta, félags sendibílstjóra. Líf- eyrissjóðurinn var í upphafi frjáls líf- eyrissjóður án skylduaðildar. Með lögum nr. 55/1980 um starfskjör launafólks og skyldutryggingu líf- eyrisréttinda, sem tóku gildi 9. júní 1980, var öllum launþegum og at- vinnurekendum gert skylt að eiga að- ild að Kfeyrissjóði hjá viðkomandi stéttarfélagi. Lífeyrissjóður leigubif- reiðastjóra, sem hafði verið frjáls líf- eyrissjóður, varð við þessa lagasetn- ingu lífeyrissjóður með skylduaðild. Stjórn lífeyrissjóðsins kynnti þessa staðreynd rækilega fyrir félagsmönn- um í þeim þremur félögum sem staðið höfðu að stofnun sjóðsins. Ekki vildu þó allir leigubifreiðastjórar greiða til sjóðsins og báru m.a. fyrir sig að 2. gr. laga nr. 55/1980 fæli Fjármála- ráðuneytinu tiltekið vald, úrskurðar- 63

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.