Frjáls verslun - 01.02.1992, Side 64
LOGFRÆÐI
vald, varðandi aðild að lífeyrissjóðum
og að ekki hefði verið leitað eftir úrsk-
urði ráðuneytisins. Því væri allsendis
óvíst að leigubifreiðastjórinn ÚM ætti
aðild að málinu.
Því var leitað eftir úrskurði Fjár-
málaráðuneytisins og lá hann fyrir í
júlí 1983. í honum var m.a. bent á að
meginreglan sé sú að tryggingar-
skyldu sé fullnægt með þátttöku í
þeim lífeyrissjóðum viðkomandi
starfsstéttar eða starfshóps sem fyrir
eru. Og þar sem starfandi sé lífeyris-
sjóður leigubifreiðastjóra verði ekki
hjá því komist að telja að sjálfseignar-
leigu- og sendibifreiðastjórar skuli
vera félagar í Lífeyrissjóði leigubifr-
eiðastjóra.
Þrátt fyrir þennan úrskurð neituðu
enn nokkrir leigubifreiðastjórar að
greiða iðgjöld sín og kom því til máls-
sóknar sjóðsins gegn þeim. Málið
gegn leigubifreiðastjóranum ÚM var
þingfest í bæjarþingi Reykjavíkur
þann 9. desember 1986. Hann var
krafinn um ógreitt iðgjald fyrir rúm-
lega tveggja ára tímabil auk dráttar-
vaxta og málskostnaðar.
Lögmaður Lífeyrissjóðs leigubif-
reiðastjóra, Jón G. Zoéga hrl., rök-
studdi mál sitt m. a. með vísan í lög nr.
55/1980. Lífeyrissjóðurinn væri sjóð-
ur með skylduaðild og því bæri hon-
um að tryggja að allir þeir, sem í sjóð-
inn eiga að greiða, geri það. Til þess
að lífeyrissjóður geti gegnt hlutverki
sínu verði iðgjöld að innheimtast.
Sjóðurinn bæri þessa skyldu gagnvart
bifreiðastjóranum, sem á að greiða,
gagnvart öðrum bifreiðastjórum og
ekki síst gagnvart maka og börnum.
Þá benti lögmaðurinn á, og lagði
fram gögn þar að lútandi, að gjald-
tökuuppbygging leigubifreiðastjóra
fæli í sér 6% framlag atvinnurekenda
sem í tilviki leigubifreiðastjóra er við-
skiptavinurinn. Ökugjald leigubif-
reiðastjóra væri m.ö.o. byggt upp á
nokkrum þáttum sem nauðsynlegir
eru til reksturs bifreiða, svo sem
bensín- og olíuverði, viðhaldskostn-
aði, afskriftum, launum o.fl. þar með
töldu áðurnefndu framlagi atvinnu-
rekenda.
Lögmaður leigubifreiðastjórans,
Hjörtur Torfason hrl, sem nú er
hæstaréttardómari, krafðist þess að
stefndi yrði sýknaður af öllum kröfum
Leigubílstjórar verða að greiða í líf-
eyrisjóð eins og aðrir.
stefnanda. Hann taldi það vera háð
ákvörðunarrétti stefnda ÚM hvort
hann gerðist aðili að lífeyrissjóði
stefnda eða ekki. Þá taldi hann
ákvæði laga nr. 55/1980 ekki hafa
stjórnskipulegt gildi og að ákvæði lag-
anna brytu í bága við 67. og 69. grein
stjórnarskrárinnar. Einnig taldi lög-
maðurinn þau brjóta í bága við alþjóð-
leg mannréttindaákvæði sem skylt sé
að hafa í heiðri á íslandi. Vísaði lög-
maðurinn sérstaklega til sáttmála
Evrópuráðsins um verndun mann-
réttinda og mannfrelsis sem ísland
hefur fullgilt, einkum þeirrar greinar
sáttmálans sem ætlast til þess að
menn séu ekki skyldaðir til að gerast
félagar í tilteknum samtökum gegn
eigin vilja.
Þá var því einnig mótmælt af hálfu
lögmanns stefnda ÚM að gilt geti
verið að stjórnskipunarlögum að fela
Fjármálaráðuneytinu úrskurðarvald
um það hvort ÚM skuli tilheyra sjóði
stefnda eða ekki.
Loks taldi lögmaður stefnda ÚM að
til þess að geta haft uppi kröfur um
aðild og iðgjöld á hendur stefnda ÚM
yrði sjóðurinn að sýna fram á að hann
uppfylli almennar kröfur til lífeyris-
sjóða, þ.á.m. það grundvallarskilyrði
að sjóðurinn sé fær um að standa við
eðlilegar lífeyrisskuldbindingar til
sjóðsfélaga.
Dómur var kveðinn upp í málinu í
bæjarþingi Reykjavíkur þann 23. apríl
1990. Dómarinn, Friðgeir Björnsson
yfirborgardómari, taldi ekki að sú
ótvíræða skylda sem launamönnum
og þeim, er stunda atvinnurekstur
eða sjálfstæða starfsemi, er lögð á
herðar með lögum nr. 55/1980, nefni-
lega að eiga aðild að lífeyrissjóði við-
komandi starfsstéttar eða starfs-
hóps, væri brot á 69. eða 73. grein
stjórnarskrárinnar. Lagaskyldan
væri ótvíræð og yfirlýstur tilgangur
laganna m.a. sá að leggja á menn
skyldur til þess að réttindanýting
byggðist á sem jöfnustum forsend-
um. Ekki taldi dómarinn að byggt yrði
á Evrópusamningi um verndun mann-
réttinda og mannfrelsis þar sem
samningurinn hefði ekki lagagildi hér
á landi. Dómarinn taldi ekki heldur að
samningurinn veitti víðtækari vernd
en 73. grein stjórnarskrárinnar og því
engin nauðsyn að skýra stjórnar-
skrárgreinina með sérstakri hliðsjón
af samningnum.
Dómarinn taldi að jafnvel þótt svo
kynni að vera að Lífeyrissjóður leigu-
bifreiðastjóra ætti nú í erfiðleikum
með að standa við skuldbindingar sín-
ar þá hefði ekkert verið leitt í ljós um
að hann geti það ekki eða muni ekki
geta það í framtíðinni.
Á grundvelli þessara forsendna var
stefndi ÚM dæmdur til að greiða ið-
gjaldaskuld sína að fullu ásamt drátt-
arvöxtum og málskostnaði.
Stefndi ÚM áfrýjaði máli sínu til
Hæstaréttar íslands.
Fyrir Hæstarétt voru lögð fram
nokkur ný gögn, m.a. um stöðu Líf-
eyrissjóðs leigubifreiðastjóra og um
stöðu fleiri lífeyrissjóða.
Lögmaður leigubifreiðastjórans í
Hæstarétti, Kristján Ólafsson hdl.
64