Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.02.1992, Blaðsíða 65

Frjáls verslun - 01.02.1992, Blaðsíða 65
Hæstiréttur hefur nú úrskurðað að skylduaðild að lífeyrissjóðum sé ekki brot á stjórnarskránni. sem flutti mál þetta sem prófmál fyrir Hæstarétti, lagði mikla áherslu á það í sínum málflutningi að Lífeyrissjóður leigubifreiðastjóra gæti ekki staðið við lífeyrisskuldbindingar sínar og því væri ekki hægt að skylda ÚM til greiðslu iðgjalda. Hann taldi að því einungis ætti að dæma skjólstæðing sinn til greiðslu að lífeyrissjóðurinn gæti sýnt fram á það að hann gæti staðið við skuldbindingar sínar. Lögmaður lífeyrissjóðsins benti á hinn bóginn á ýmsa möguleika sjóðs- ins til að bæta hag sinn í framtíðinni, t.d. með því að hækka iðgjalda- greiðslur eða hætta greiðslu makalíf- eyris eins og rætt hefur verið um og kemur m.a. fram í nýlegum drögum að frumvarpi til laga um starfsemi líf- eyrissjóða. Einnig benti hann á aukna möguleika sjóðsstjórnar til að ávaxta fé sjóðsins á betri veg en verið hefði. Loks lagði hann fram gögn er sýndu að margir aðrir lífeyrissjóðir ættu við erfiða stöðu að glíma. Hæstiréttur vék að því í forsendum dóms síns að iðgjaldaskuldin væri vegna tímabilsins 1. janúar 1983 til 1. júlí 1986. „Gögn málsins gæfu ekki til kynna að fjárhagsstaða stefnda hafí á þeim tíma verið veik, þannig að sér- stök ástæða hafi verið til að efast um möguleika hans til að standa við skuldbindingar sínar gagnvart sjóðfé- lögum“. „Ekki taldi dómarinn að byggt yrði á Evrópusamningi um verndun mannréttinda og mannfrelsis þar sem samningurinn hefði ekki lagagildi hér á landi.“ Hæstiréttur vék einnig að því að auk leigubifreiðastjórans ÚM ættu 38 sjóðfélagar eftir að greiða iðgjöld til margra ára og væri fullyrt af hálfu lífeyrissjóðsins að sjóðurinn myndi styrkjast verulega ef þær skuldir yrðu greiddar. Loks tók Hæstiréttur það fram að ekki væri efni til að íjalla um í þessu máli réttarstöðu ÚM gagnvart líf- eyrissjóðnum með hliðsjón af fjár- hagsstöðu og greiðslugetu nú heldur á þeim tíma er til fjárkröfu stefnda stofnaðist. Með vísan til ofangreinds og með vísan í forsendur hins áfrýjaða dóms staðfesti Hæstiréttur dóm bæjar- þings Reykjavíkur að efni til. Öllum vafa ætti þar með að vera eytt hvað varðar skyldu launþega, at- vinnurekenda og þeirra er stunda sjálfstæða starfsemi til að eiga aðild að lífeyrissjóði. Og velkist menn í vafa um það í hvaða sjóð þeim beri að greiða úrskurðar Fjármálaráðuneytið um það. Það ber hins vegar að hafa í huga að Hæstiréttur gerir ráð fyrir þeim möguleika í forsendum sínum að þurfa síðar að taka á því úrlausnarefni hvernig með skuli fara ef rækilega er í ljós leitt að lífeyrissjóður eigi ekki fyrir skuldbindingum sínum og hafi ekki átt fyrir þeim er iðgjaldaskuldin stofnaðist. 65
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.