Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.02.1992, Page 66

Frjáls verslun - 01.02.1992, Page 66
BREF FRA UTGEFANDA HVERJU BER AD MÓTMÆLA? Undanfarnar vikur og mánuðir hafa verið góðir tím- ar fyrir þá sem áhuga hafa á mótmælum. Það hefur verið í ýmsu að snúast, aðallega þó við að mótmæla niðurskurði ríkisútgjalda til heilbrigðis- og skóla- mála. Svo er að heyra á mótmælendum að mikil vá sé fyrir dyrum. Að niðurskurðurinn þýði nánast það að það velferðarkerfi, sem byggt hefur verið upp á Islandi á áratugum, verði núna að rjúkandi rústum. Flestir virðast að vísu vera sammála um að það sé tímabært að draga úr ríkisútgjöldunum en það má bara alls ekki bitna á viðkomandi. Það eru einhverjir aðrir sem eiga að verða fyrir niðurskurðarhnífnum eða borga brús- ann með aukinni skattheimtu. Slík viðbrögð sem þessi eru raunar ekkert ný, hvorki hérlendis né er- lendis, en þau leiða hugann að því hversu hættulegt það er að láta ríkiskerfið flæða yfir alla bakka í nafni velferðarinnar. Það er erfiðara að vinda ofan af slíku heldur en að koma því á og þeir stjórnmálamenn, sem loksins láta til skarar skríða, verða fyrir skrokkskjóð- um, jafnvel í eiginlegri merkinu. Vitanlega má alltaf um það deila hvaða leiðir eigi að fara en veigamest er þó að farið er að sporna við fótum. Með niðurskurði á útgjöldum til skólamála heyrist það t.d. oft að verið sé að níðast á æsku landsins og það eigi eftir að koma okkur í koll að standa ekki betur að menntamálum; menntuð æska sé auður þjóðarinnar. En spyrja má aftur á móti hvers virði sá auður sé, ef þessi sama æska þarf að eyða öllu sínu lífi í að greiða af erlendum lánum sem tekin hafa verið til þess að kosta menntun hennar. í öllu mótmælaöldurótinu fer hins vegar lítið fyrir umræðu um þá staðreynd að atvinnuleysi á íslandi er nú meira en það hefur verið í röska tvo áratugi. Þúsun- dir manna verða að sætta sig við þann ömurleika og jafnvel niðurlægingu sem fylgir atvinnuleysi og þótt vonir standi til að hér sé um tímabundið ástand að ræða leiðir það eigi að síður hugann að því af hverju svona sé komið. Niðurstaða slíkra þanka er ofur ein- föld. Það hefur bókstaflega engin nýsköpun orðið í íslensku atvinnulífi í mjög langan tíma. Það hefur ekkert frumkvæði komið frá hinu opinbera heldur hef- ur það þvert á móti sogað til sín allt fjármagnið og mannaflann og aftur í nafni velferðarinnar. Þegar nú verður lát á þessari útþenslu hins opinbera stöndum við uppi berrassaðir. Það eru engin atvinnufyrirtæki til þess að taka við auknum mannafla og það sem verra er — á því er engin sjáanleg breyting. Unga fólkið, sem kemur hámenntað út úr háskólum bæði hér heima og erlendis, útskrifast út í hálfónýtt atvinnulíf og fram- tíðarmöguleikar þess eru engan veginn bjartir, nema það þá komi sér úr landi. Og þetta er fólkið sem á síðan að borga hinar erlendu skuldir okkar! Það hlýtur að vera kominn tími til þess að staldra við og horfa á málin í víðu samhengi. Það hlýtur að vera kominn tími til þess að breytt verði um stefnu a.m.k. að því leyti að reynt verði að byggja upp eðlilegt atvinnulíf og að atvinnufyrirtækjum verði sköpuð skilyrði til uppbyggingar og samkeppni. Við erum að færast nær öðrum þjóðum, sérstaklega viðskiptalega, og ef umrædd stefnubreyting verður ekki er hætta á því að við kaffærumst á skömmum tíma. Það þarf að koma frumkvæði frá hinu opinbera og það þarf að hætta grimmdarlegri samkeppni um það fjármagn sem betur rentar sig fyrir þjóðina í eðilegum atvinnu- rekstri og atvinnuppbyggingu. Stjórnmálamenn verða að hafa þrek til þess að standa af sér mótmælaöldurn- ar og koma auga á skóginn fyrir trjám. Og þjóðin þarf líka að öðlast skilning á þessum kjarna málsins. Það væri miklu vænlegra fyrir þá, sem hafa einhverja mót- mælaþörf, að mótmæla atvinnuleysinu kröftuglega og krefjast þess að snúið verði að vænlegri atvinnu- stefnu sem skili þjóðarbúinu auknum tekjum í fram- tíðinni. Með því myndu þeir vafalaust setja ákveðna pressu á stjórnmálamennina með framtíðarheill þjóð- félagsins í huga. 66

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.