Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.06.1994, Blaðsíða 40

Frjáls verslun - 01.06.1994, Blaðsíða 40
NÆRMYND vegum ráðuneytisins, var endur- skoðandi Iðnlánasjóðs, sat í stjóm Steinullarverksmiðjunnar á Sauðár- króki og Þörungavinnslunnar á Reyk- hólum, svo fátt eitt sé nefnt. HJÁ SAMBANDINU Á ERFIÐUM TÍMUM Árið 1984 fór hann úr þjónustu rík- isins og fór að vinna sem forstöðu- maður fatadeildar SÍS. Þetta starf lok. Jafet þurfti að taka verulega á í þessu starfi og taka margar óvinsælar ákvarðanir. „Hann gerði það sem hann gat en þetta voru erfiðir túnar og yfirmenn hans höfðu ekki alveg skilning á því sem hann vildi gera,“ sagði maður sem þekkti vel til Sambandsins á þessum tíma. Eftir störf sín hjá Sambandinu vann Jafet fyrir Þróunarfélagið, fyrst í hálfu umdeildar ákvarðanir, heldur íhald- samur, fastur fyrir og rólegur. Fyrir vikið segja öfundarmenn hans að hann sé litlaus meðalmaður sem fari með löndum og muni aldrei setja svip sinn á neitt sem hann gerir. Þeir telja og að íhaldssemin og fákunnátta í ýmsu, sem lýtur að dægurmálum og skemmtanaiðnaði, verði honum ijötur um fót í starfi sjónvarpsstjóra. Fylgj- endur hans telja þessu sömu eigin- leika til hans stærstu kosta. Sjálfur mun Jafet hafa sagt að hann verði frekar framkvæmdastjóri en sjónvarpsstjóri og átti þá við að hann liti á starfsemi Útvarpsfélagsins sem hvern annan rekstur sem hann myndi stýra svipað og um væri að ræða dósaverksmiðju eða járnblendi. í daglegri umgengni er hann sagður fámáll og dulur við ókunnuga nema þegar hugðarefni hans ber á góma. Þau eru einkum tengd fjármálum og viðskiptum ýmiss konar en þó ræðir hann slíkt helst ekki við menn nema þeir beri eitthvert skynbragð á þá hluti. Meðal helstu vina Jafets er nefndir Sigurður Skagfjörð Sigurðsson hjá Flugleiðum, Hilmir Hilmisson hjá Slippfélaginu, Jens Pétur Hjaltested rekstrarráðgafi og Hilmar Baldursson flugmaður, bróðir Þorgeirs í Prentsmiðjunni Odda. Á meðal bridge-félaga Jafets eru Gunnar Helgi Hálfdanarson, framkvæmdastjóri Landsbréfa og Ari Kr. Sæmundsen hjá Gróco. Á meðal skákfélaga hans eru Árni Árnason í Austurbakka, Guðjón Guðmundsson rekstrarráðgjafi og Gunnar Hall, skrifstofustjóri Hagstofunnar. snerist um að stýra verslunarrekstri Sambandsins í fatnaði og einnig um að reyna að bjarga því sem bjargað yrði þegar skó- og fataframleiðsla Sam- bandsins á Akureyri var að líða undir Ertu að leita lausna? Spurðu um John Cleese. VITUND og Video Arts hafa ókeypis kvnningu fyrir þig. Veldu úr meira en 100 gamanþáttum um fyrirtækjarekstur, sem leiða af sér raunhæfar niðurstöður. Þættir um: stjórnun, umönnun viðskiptavina, gæði, sölumál, markaðsmál, fundastjórnun . . ^VIDEO V ARTS VITUND, Aðalstræti 8, sími 620086 starfi en síðan í heilu. Auk þess tók hann þátt í rekstri fyrirtækisins Gróco ásamt bræðrunum Grífni og Ara Sæmundsen sem eru góðir félag- ar hans. Gróco flytur inn lyf og ýmis lækningatæki. Eftir tvö ár hjá Þróun- arfélaginu, um 1988 hóf Jafet störf hjá Iðnaðarbankanum í Lækjargötu sem útibússtjóri og seinna íslandsbanka. Jafet hefur skipt sér nokkuð af fé- lagsmálum, setið í stjórn badminton- deildar Vals og verið formaður lands- liðsnefndar í badminton. Hann var enda á sínum yngri árum mjög góður badmintonleikari og mun hafa orðið íslandsmeistari í tvíliðaleik einhvern tímann á ferlinum. Hann spilar enn reglulega badminton með öldunga- deild Tennis- og Badmintonfélags Reykjavíkur og heldur sér þannig í formi. Jafet var varaformaður Vals um skeið, þá hefur hann og setið í stjórn Bandalags háskólamanna, BHM, frá 1980, bæði í framkvæmd- astjórn og orlofshúsanefnd. SÍGANDILUKKA ER BEST? Flestir berajafet vel söguna. Hann er ekki djarfur stjómandi, sem tekur LEIÐBEINIR LAXVEIÐIMÖNNUM í fristundum sínum sinnir hann fé- lagsmálum, sækir fundi og spilar badminton, brigde og teflir skák. Hann stundar útivist og gönguferðir og hefur ferðast talsvert með íjöl- skyldunni. Hann fer jafnan í sumar- fríum norður í Aðaldal og dvelur með konu sinni og bömum á föðurleifð hennar í Amesi. Þar skiptir Jafet um lilutverk og er ekki yfirmaður heldur undirmaður því hann fæst við að fylgja erlendum laxveiðimönnum við veiðar í Laxá í Aðaldal. í Ámesi er rekið veiðiheimili og talsverð umsvif fylgja erlendum og innlendum veiðimönn- um sem þangað koma. Jafet þykir góður fylgisveinn og hefur oft veitt vel fyrir sína menn. Jafet er í sínum eigin frístundum nyrðra liðtækur veiðimaður og þykir slyngur flugu- veiðimaður. Hann hefur oft sett í stóra laxa. DULUR VINNUÞJARKUR „Jafet er afar góður yfirmaður. Hann er dagfarsprúður og þægilegur en dulur og þeir, sem vinna með hon- 40
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.