Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.06.1994, Blaðsíða 65

Frjáls verslun - 01.06.1994, Blaðsíða 65
FOLK MARGRÉT SIGURÐARDÓTTIR, MORGUNBLAÐINU Margrét Sigurðardóttir hefur verið markaðsstjóri Morgunblaðsins frá árinu 1992. Hún tók nýlega sæti í stjórn Imarks. „Morgunblaðið er með sterka stöðu á markaðnum. Við erum í forystuhlutverki í íslenskum íjölmiðlaheimi og tökum markaðsákvarðanir í samræmi við það. í mínu starfi er mikilvægt að fylgj- ast vel með því sem er að gerast á fjölmiðlamarkaðn- um og ég reyni að fylgjast vel með fjölmiðlaþróun, bæði hér heima og erlend- is,“ segir Margrét Sigurðar- dóttir, markaðsstjóri Morg- unblaðsins. Margrét er 30 ára og lauk stúdentsprófi frá Verslunar- skóla íslands 1984. Að því loknu tók hún sér tíma til að velja sér framhaldsnám við Háskóla íslands, athugaði bæði lögfræði og sálfræði, en endaði í viðskiptafræði og lauk prófi af markaðs- sviði 1992. „Það getur verið erfitt að velja sér námssvið þegar margt kemur til greina,“ segir Margrét, „en mér lík- aði æ betur í viðskiptafræð- inni eftir því sem leið á nám- ið. Ég vann öll sumur á Morgunblaðinu við ýmis störf og einnig með skólan- um. Síðast var ég blaðamað- ur á viðskiptablaðinu og bauðst starf markaðsstjóra að loknu háskólanámi.“ MIKIL UMSVIF SL. TVÖ ÁR Margrét segir erfitt að lýsa hefðbundnum vinnu- degi á Morgunblaðinu því þar er alltaf mikið að gerast og engir tveir dagar eins. „Mér finnst skemmtilegt þegar mikið er að gera og þetta starf á því vel við mig. Frá því ég byrjaði hafa verið stór mál í gangi á blaðinu. TEXTI: ELÍSABET ÞORGEIRSDÓTTIR Við byrjuðum nýtt markaðs- átak með yfirskriftinni Morgunblaðið — kjami málsins; fluttum úr Aðal- stræti 6 í nýtt hús í Kringl- unni og héldum upp á 80 ára afmæli blaðsins. Ég reyni að vera trú því sem ég lærði í skólanum en þar fékk ég góðan grunn og læt reynsluna byggja ofan á hann. Ég hef sótt ráðstefnur erlendis um útgáfumál blaða og tímarita og les blöð og bækur um þau efni. Ég hef einnig heimsótt stór dag- blöð í Bretlandi og Banda- rílvjunum til að sjá hvað þar er að gerast." MYNDIR: KRISTJAN EINARSSON TEKUR TÍMA AÐ STANDSETJA HÚS Eiginmaður Margrétar er Jón Þórisson, útibússtjóri hjá íslandsbanka. „Eftir að ég tók að mér þetta starf hafa áhugamálin þurft að víkja því maður verður að gefa sig allan í starf af þessu tagi. Hefð- bundinn vinnutími nægir vart til og má segja að stutt sé orðið á milli starfsins og áhugamálsins. Ífrítímumles ég bækur og blöð sem tengjast markaðsmálum en reyni þó lílca að lesa annars konar bækur inn á milli. Eftir vinnu finnst mér gott að vera heima hjá mér eða fara í kvikmyndhús og sjá góða mynd. Það finnst mér góð leið til að afslöpp- unar eftir erilsaman dag. Helsta áhugamál okkar hjóna undanfarið hefur verið að standsetja hús sem við vorum að kaupa. Það tekur langan tíma að koma sér fyrir á nýjum stað. Ég tók nýlega sæti í stjóm ímarks og býst við að því fylgi töluverð vinna en ég hef sótt fyrirlestra og ráðstefnur, sem hafa vakið áhuga minn, á vegum klúbbsins." 65
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.