Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.06.1994, Blaðsíða 42

Frjáls verslun - 01.06.1994, Blaðsíða 42
MARKAÐSMÁL Flestir gera sér grein fyrir hverjar eru forsendur þess að knattspymulið geti náð langt en færri munu geta talið upp hverjar séu forsendur þess að fyrirtæki gangi vel þó að margt sé líkt með þessu tvennu. Það þarf að laða að góða liðsmenn og þjálfara, endur- nýja í liðinu, kynna liðið í ijölmiðlum, halda uppi góðum liðsanda, velja góð- an mann í hveija stöðu á vellinum, þjálfa liðsmenn eftir einhverju virku kerfi og að sjálfsögðu að afla tekna og halda kostnaði í lágmarki. Sömu forsendur gilda um fyrirtæki sem vill ná langt: Það verður að hafa hæfileikann til þess að laða að hæfa starfsmenn og stjómendur, halda uppi góðum starfsanda, hlúa að vör- um sfnum, geta fundið nýjar vörur og losað sig við úreltar vömr, kynna réttar vörur á réttan hátt og stjóma fyrirtækinu eftir einhverju ákveðnu skilvirku kerfi. Flestir gera sér grein fyrir hverjar eru forsendur þess að knattspyrnulið geti náð langt en færri munu geta talið upp hverjar séu forsendur þess að fyrirtæki gangi vel þó margt sé líkt með þessu tvennu. REKSTUR FÓTBOLTA- LIÐS OG FYRIRTÆKIS Það kemur engum á óvart að at- vinnumaður í fótbolta þurfi að láta af störfum eftir 10-15 ár en mörgum kemur á óvart þegar vörutegund hættir að vera vinsæl. Þó er það þannig að fáar vöruteg- undir eru vinsælar í meira en 10-15 ár og t.d. er meðal líftími neytendavara í Bandaríkjunum um þrjú ár. Eins og sjá má á meðfylgjandi grafi skiptist líftímakúrvan í fjögur þrep. Kynningarskeiðið er fyrsta skeið líf- tíma hverrar vöru en á því er varan lítið þekkt á markaðnum og í raun ekki vitað hvort markaðurinn muni vilja vöruna eða ekki. Ef hins vegar vel tekst til með kynningu og varan upp- fyllir þarfir neytenda eykst salan hratt. En kostnaður er það mikill á hverja selda einingu að fyrirtækið tapar á vörunni á þessu skeiði. Ef varan kemst á vaxtarskeiðið er ljóst að markaðurinn hefur samþykkt vöruna. Enn er kostnaður mikill á hverja selda einingu en aukning sölu mikil. í flestum tilvikum byrjar fyrir- tækið að hagnast á vörunni á vaxtar- skeiðinu. Þegar markaðurinn er að mettast, þ.e.a.s. þegar salan á markaðnum er að ná hámarki, þá er varan orðin það vel kynnt og salan orðin það mikil að fyrirtækið ætti að hagnast vel á söl- unni ef allt er með felldu. Hins vegar er söluaukning lítil sem engin þannig að markaðurinn er hættur að stækka Greinarhöfundur, Kristín Björnsdóttir, er kennari í markaðsfræðum við við- skiptadeild Háskóla ís- lands. Hún starfar einnig sem markaðsráðgjafi. í fróðlegri grein hér fjallar hún um líftíma neysluvara og bregður upp skemmti- legum samlíkingum við rekstur knattspyrnuliðs. MYNDIR: KRISTJÁN EINARSSON 42
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.