Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.06.1994, Blaðsíða 5

Frjáls verslun - 01.06.1994, Blaðsíða 5
RITSTJORNARGREIN FLATEYRI, FJÁRMÁLALAND FRAMTÍÐAR? Fyrir nokkrum árum var því varpað fram af íslenskum fjármálamönnum að ísland yrði fjármálaland framtíðar- innar. Um þetta mál urðu talsverðar umræður. Þunga- miðja hugmyndarinnar var að ísland skapaði sér sérstöðu á einhverju sviði alþjóðlegra fjármála, líkt og ýmis smá- ríki hafa gert, og drægi til sín erlent fé til geymslu. Auk stóraukinna bankaviðskipta, gjaldeyristekna, at- vinnu í bankaheiminum og bættra banka var fleira nefnt til stuðnings hugmyndinni. Sérstaklega var rætt um að ferðaþjónustan nyti góðs af vegna tíðari ferða fjármála- manna til landsins en sitt er hvað fyrir ferðaþjónustuna að fá fátæka ferðalanga, sem eyða litlu, eða auðuga. Því er hugmyndin um fjármálalandið viðruð hér að ný- lega boðaði Sparisjóður Önundarfjarðar á Flateyri afnám óvinsælla þjónustugjalda banka og sparisjóða á notkun tékkareikninga. Sparisjóðurinn í fámenninu vestur á fjörðum vill skapa sér sérstöðu og telur sig hafa ráð á því. Innlánsstofnanir hafa lengi sagst tapa stórfé á því að bjóða viðskiptamönnum sínum upp á tékkareikningana vegna þess að þeir skrifi svo margar og lágar ávísanir. Raunar gekk aðalféhirðir eins bankans svo langt í blaða- viðtali nýlega að nefna orðið misnotkun í þessu sambandi. Já, misnotkun. Að nýta sér þjónustu sem boðið er upp á er að misnota hana. Hver hefur misnotað hvern á síðustu árum? Þess vegna ber fólki að fagna frumkvæði Sparisjóðs Önundarfjarðar fyrir að vilja kljúfa sig út úr samráði bank- anna og sparisjóðanna í málinu og skapa sér sérstöðu sem væntanlega kemur fram í auknum viðskiptum. Það er lítið mál fyrir höfuðborgarbúa á tímum tækni og fjarskipta að hafa tékkareikning á Flateyri. Og hver veit nema heim- sóknum fjölgi vestur til Önundarfjarðar. Þau orð sparisjóðsstjórans að það sé fyrst og fremst góð afkoma sparisjóðsins í gegnum árin, sem búi að baki hug- myndinni, er athyglisverð. Fyrirtæki og neytendur hafa margoft spurt sig hvers vegna 3 bankar og 31 sparisjóður séu svo samstíga í að hækka og lækka vexti og hvers vegna vextir þeirra séu nánast þeir sömu þegar mikill munur er á hag þeirra vegna tapaðra útlána. Algengasta svarið hefur verið að á frjálsum markaði myndist leiðandi verð sem allir samkeppnisaðilar hljóti að vera nálægt. Það erófullnægjandi svar. Hvað með sérstöð- una í verði, gæðum og þjónustu? Flestir sparisjóðanna hafa tapað hlutfallslega minna en bankarnir í útlánum og fyrir vikið hagnast hlutfallslega meira en þeir. Það gefur, að minnsta kosti nokkrum þeirra, svigrúm til að ná sér- stöðu með lægri vöxtum og lægra verði annarrar þj ónustu. Sérstaða Sparisjóðs Önundarfjarðar í niðurfellingu þjónustugjalda hefur einnig varpað kastljósi á Samband sparisjóða en í því eru allir sparisjóðirnir. Hvers konar samband er þetta og hver á sparisjóðina? Hver sparisjóður á sig sjálfur og er sjálfstæður. Samband sparisjóðanna gefur hins vegar út gjaldskrá fyrir þá alla og leiðir verðið þótt það sé ekki bindandi. Ákvörðun Sparisjóðs Önundarfjarðar um að kljúfa sig út úr samráði banka og sparisjóða vegna töku þjónustu- gjalda á tékkheftum er afar þarft mál í vaxandi umræðu hér á landi um samráð og ónóga samkeppni. Kannski er fjármálaland framtíðarinnar fyrir vestan? ISSN 1017-3544 Stofnuð 1939 Sérrit um viðskipta-, efnahags- og atvinnumál — 56. árgangur RITSTJÓRI OG ÁBYRGÐARMAÐUR: Jón G. Hauksson — AUGLÝSINGASTJÓRAR: Sjöfn Sigurgeirsdóttir og Kristín Eggertsdóttir — LJÓSMYNDARAR: Grímur Bjamason, Gunnar Gunnarsson, og Kristján Einarsson — ÚTGEFANDI: Fróði hf. — Tímaritið er gefið út í samvinnu við samtök í verslun og viðskiptum — SKRIFSTOFA OG AFGREIÐSLA: Ármúli 18, sími 812300, Auglýsingasími 875380 - RITSTJÓRN: Bfidshöfði 18, sími 875380 - STJÓRNARFORMAÐUR: Magnús Hreggviðsson - AÐALRITSTJÓRI: Steinar J. Lúðvíksson — FRAMKVÆMDASTJÓRI: Halldóra Viktorsdóttir — ÁSKRIFTARVERÐ: 2.995 kr. fyrir 6.-10. tbl. eða 499 kr. á blað nema 100 stærstu er á 999 kr. — 10% lægra áskriftarverð, 2.695 kr., ef greitt er með greiðslukorti. LAUSASÖLUVERÐ: 599 kr. — SETNING, GRAFÍK, TÖLVUUMBROT, PRENTUN OG BÓKBAND: G. Ben. - Edda prentstofa hf. - LITGREININGAR: Prentmyndastofan hf. — Öll réttindi áskilin varðandi efni og myndir 5
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.