Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.06.1994, Blaðsíða 44

Frjáls verslun - 01.06.1994, Blaðsíða 44
svo nokkru nemi. Þetta tímabil er kallað mettunarskeið. HNIGNUN A síðasta skeiðinu er varan eða vörutegundin að komast úr tísku eða að verða úrelt vegna tækninýjunga og því minnkar heildarsalan á hverju ári. Þegar vara er kom- in á þetta skeið er kominn tími til fyrir fyrirtækið að taka ákvörðun um hvenær og hvernig eigi að hætta að selja viðkomandi vöru. Mjög mis- jafnt er hvort fyrirtæki tapar á því að selja vöru sem er á þessu skeiði í líftímanum. Bandaríska ráðagjafarfyrir- tækið Boston Consulting Group (BCG) þróaði 1967 hugmyndafræði er byggist á hugmyndinni um líftíma vöru og kalla þeir vöru á mettunar- skeiði mjólkurkú og ekki að ástæðulausu því fyrirtæki lifa á mjólkurkúm og án þeirra er ekkert svigrúm til vöruþróun- ar eða öflugs markaðsstarfs. BCG gaf vörum á hinum skeiðunum jafnframt nöfn því vöru á kynningarskeiði kalla þeir spumingarmerki þar sem ekki er orðið ljóst hvort mark- aðurinn vill vöruna. Ef vara kemst á vaxtarskeiðið nefnist hún stjama því þá er orðið ljóst að varan á bjarta framtíð fyrir sér og að lokum nefna þeir vöru á hnignunarskeiði hund. HEFUR FÓTBOLTALIÐ TAKMARKAÐAN LÍFTÍMA? Fótboltalið þarf alls ekki að hafa takmarkaðan líftíma svo framarlega sem þjálfari liðsins sér til þess að endumýjað sé í liðinu og það sama á við um fyrirtæki. Fyrirtæki eiga ekki að þurfa að líða undir lok ef séð er til þess að vörur fyrirtækisins uppfylli þarfir markaðarins á hverjum tíma. Tökum dæmi, sem Philip Kotler hefur víða notað, um þörfina fyrir að reikna sem mun eflaust aldrei h'ða undir lok. Hins vegar hafa heilu vöru- flokkamir orðið úreltir vegna tæknin- ýjunga. Reiknistokkurinn er löngu horfinn og sömuleiðis hand- og vélk- núnar reiknivélar því nú eru aðeins notaðar tölvureiknivélar, a.m.k. ível- megunarþjóðfélögum eins og okkar. Og innan hvers tæknistigs má svo fmna nokkrar kynslóðir vömtegunda eins og allir þekkja úr tölvuheiminum. Líftímakúrvur þarfarinnar, tækninnar og mismunandi kynslóða vara er sýnd á meðfylgjandi grafi. A myndinni em líftímakúrvur einstakra merkjavara ekki sýndar enda em þær í daglegu tali kallaðar sölukúrvur. ÞÖRF-TÆKNI-KYNSLÓÐ Oftast er því þannig farið að þarfir manna breytast lítið en hins vegar breytist sú tækni, sem notuð er til þess að uppfylla viðkomandi þörf, og því skiptir sköpum að fyrirtæki skil- greini þá þörf sem fyrirtækið ætlar að uppfylla í stað þess að einblína á vör- una sem verið er að selja. Seljandi reiknistokka hefði dottið út af mark- aðnum fyrir einum 20 árum ef hann hefði ekki gert sér grein fyrir að hann væri að uppfylla þörf neytenda fyrir að reikna. Ástæðurnar fyrir því að vörur fyrirtækis hætta að vera vin- I sælar eru oft þær að ný kyns- lóð vara hefur tekið við, sem viðkomandi fyrirtæki hefur ekki til sölu, eða að ný tækni hefur tekið við sem fyrirtækið hefur ekki á boðstólum. Þó vara uppfylli þörf er það ekki | alltaf nóg því hún verður að uppfylla þörf markaðarins á þann hátt sem hæfir tíðarand- anum og tæknin býður upp á hverju sinni. MEISTARAFLOKKUR OG FIMMTIFLOKKUR Það dytti eflaust fáum þjálf- urum í hug að nota sömu þjálf- unaraðferðir við liðsmenn fimmta flokks og fyrsta flokks því þarfir þessara tveggja flokka eru allt aðrar. Og eng- um ætti að detta í hug að nota sams konar markaðsstefnu fyrir vöru, sem er á kynning- arskeiði, og vöru á mettunar- skeiði þar sem þessar vörur þurfa ólíkan stuðning. Vörur, sem eru á kynningarskeiði, þurfa fjárhagslegan stuðning þar sem nauðsynlegt er að kynna þær vel á markaðnum, vörur á vaxtaskeiði þurfa líka mikinn stuðning en eru þó oft- ast farnar að sýna hagnað. Vörur á mettunarskeiði þurfa ekki mikinn stuðning og eiga að vera mjólkurkýr fyrirtækisins og vörur á hnignunarskeiði þurfa yfirleitt Ktinn stuðning. ÞJÁLFARIVEIT AÐ ÞAÐ ÞARF AÐ FJÁRFESTA í MÖNNUM Þjálfari veit að liðsmaður verður ekki góður nema fjárfest sé í honum, þ.e.a.s. að hann fái góða þjálfun og tækifæri til að keppa. Það sama á við um nýja vöru; það verður að verja tíma og peningum í hana ef hún á að verða þekkt á markaðnum og ná það Líftíma- og hagnaöarkúrfa Heimild: Kotler, Markeling Management bls. 350 Hagnaður af vöru byrjar yfirleitt á vaxtarskeiðinu og er mestur á mettunarskeiðinu. Síðan fer að halla undan fæti ef ekkert er að gert. Ný kynslóð vörutegunda og ný tækni eru helstu ástæður þess að eldri vörur dala á markaðnum; líftími þeirra styttist.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.