Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.06.1994, Blaðsíða 64

Frjáls verslun - 01.06.1994, Blaðsíða 64
FOLK ERLA RAFNSDÓTTIR, ÖSSURI HF. Erla Rafnsdóttir er fyrsti markaðsstjóri Össurar hf. Hún kynntist fyrirtækinu á há- skólaárum sínum en hún hafði sjálf þurft að nota spelku vegna íþróttameiðsla. „Framleiðsla og útflutn- ingur á ICEROSS hulsunni hefur aukist jafnt og þétt síðan Össur Kristinsson, eigandi fyrirtækisins, fann þessa vöru upp og hóf fram- leiðslu á henni 1986. Össur hf. fékk útflutningsverðlaun Forseta íslands 1992 en fyrstu árin eftir að sala hófst á erlendan markað þurfti að tvöfalda framleiðsluna nokkrum sinnum á milli ára til að anna eftirspuminni,“ segir Erla Rafnsdóttir, markaðsstjóri Össurar hf. Erla er 30 ára og lauk stúdentsprófi frá Verslunar- skóla íslands 1984. Hún vann fyrst við almenn skrif- stofustörf og á Reiknistofu bankanna, til að athuga hvort hún hefði áhuga á tölv- um, en komst að því að svo var ekki. Hún valdi síðan viðskiptafræði við Háskól- ann og lauk prófi af markað- ssviði 1990. „Ég réði mig á auglýsingastofuna Gott fólk, strax að prófum lokn- um, en um áramótin 1991 sló ég til og réði mig sem mark- aðsstjóra hjá Össuri hf. Ég kynntist fyrirtækinu þegar ég var í skólanum því ég tók að mér verkefni þegar Ut- flutningsráð leitaði til há- skólanema um að aðstoða lítil fyrirtæki eftir fyrirmynd frá írlandi. Ég fékk strax áhuga á fyrirtækinu því það var með öðruvísi vöru og tengdist íþróttum og hreyf- ingu sem er áhugamál mitt. Lokaritgerð mín við háskól- ann íjallaði um þetta fyrir- tæki.“ FLYTJA ÚT TIL 24 LANDA Erla var fyrsti markaðs- stjórinn sem ráðinn var til Össurar hf. „Við sérsmíðum og erum með stöðluð stoðtæki fyrir innanlandsmarkað en aðal- framleiðsluvara okkar er þessi staðlaða gerð af hulsu úr sílíkoni sem er notuð á gervifætur og gervihendur. Össur hannaði sílikone&iið í samvinnu við birgjann og hefur nú einkakauprétt á því. Við seljum út til 24 landa og eru starfsmenn orðnir 37 en hér unnu 17 manns þegar ég byrjaði. 1992 voru settar á markað tvær nýjar vörutegundir, sem einnig eru fluttar út, — gerviökkli og gifsmótatæki. Nýjasta varan er Erogo sport hnéhlífar með púða úr sama sílikonefni og hulsurn- ar en það efni er góð högg- vörn fyrir handbolta og blak- fólk. Hnéhlífarnar eru saumaðar á íslenskri saum- astofu og fyrirhugað er að búa einnig til olnbogahlífar." VAR LANDSLIÐSÞJÁLFARI í HANDBOLTA Erla er gift Magnúsi Teitssyni, íþróttakennara og handknattleiksþjálfara, sem er nýráðinn íþrótta- og tómstundafulltrúi á Álftan- esi. Erla æfði bæði hanbolta og fótbolta frá unga aldri, lék fyrst með Breiðabliki ífótbolta og ÍR í handbolta en færði sig síðan yfir til Stjömunnar í Garðabæ. „Ég hætti að æfa fótbolta þegar ég slasaðist á fæti 1987 en lék handbolta leng- ur. Ég hef þjálfað yngri flokka í handbolta og fót- bolta í 10 ár og í þrjú ár var ég þjálfari íslenska kvenna- landsliðsins í handbolta en er nýhætt. Ég er hins vegar ekki hætt afskiptum af íþróttinni því ég er formaður landsliðsnefnar kvenna og er varamaður í fram- kvæmdasjóm H.S.Í. Astæðan fyrir því að ég hætti þjálfarastarfinu er sú að ég þarf að ferðast mikið í tengslum við vinnuna og sá mér ekki fært að sinna hvoru tveggja. Ég held sjálfri mér í þjálf- un með því að fara í Mátt kl. sjö á morgnana þrisvar sinn- um í viku. Það geri ég á vet- urna en á sumrin skokka ég. Nú hef ég eignast hesta og langar að stunda hesta- mennsku. Ég hef haft mik- inn áhuga á útiveru frá því ég var í sveit í gamla daga,“ segir Erla. 64
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.