Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.06.1994, Side 64

Frjáls verslun - 01.06.1994, Side 64
FOLK ERLA RAFNSDÓTTIR, ÖSSURI HF. Erla Rafnsdóttir er fyrsti markaðsstjóri Össurar hf. Hún kynntist fyrirtækinu á há- skólaárum sínum en hún hafði sjálf þurft að nota spelku vegna íþróttameiðsla. „Framleiðsla og útflutn- ingur á ICEROSS hulsunni hefur aukist jafnt og þétt síðan Össur Kristinsson, eigandi fyrirtækisins, fann þessa vöru upp og hóf fram- leiðslu á henni 1986. Össur hf. fékk útflutningsverðlaun Forseta íslands 1992 en fyrstu árin eftir að sala hófst á erlendan markað þurfti að tvöfalda framleiðsluna nokkrum sinnum á milli ára til að anna eftirspuminni,“ segir Erla Rafnsdóttir, markaðsstjóri Össurar hf. Erla er 30 ára og lauk stúdentsprófi frá Verslunar- skóla íslands 1984. Hún vann fyrst við almenn skrif- stofustörf og á Reiknistofu bankanna, til að athuga hvort hún hefði áhuga á tölv- um, en komst að því að svo var ekki. Hún valdi síðan viðskiptafræði við Háskól- ann og lauk prófi af markað- ssviði 1990. „Ég réði mig á auglýsingastofuna Gott fólk, strax að prófum lokn- um, en um áramótin 1991 sló ég til og réði mig sem mark- aðsstjóra hjá Össuri hf. Ég kynntist fyrirtækinu þegar ég var í skólanum því ég tók að mér verkefni þegar Ut- flutningsráð leitaði til há- skólanema um að aðstoða lítil fyrirtæki eftir fyrirmynd frá írlandi. Ég fékk strax áhuga á fyrirtækinu því það var með öðruvísi vöru og tengdist íþróttum og hreyf- ingu sem er áhugamál mitt. Lokaritgerð mín við háskól- ann íjallaði um þetta fyrir- tæki.“ FLYTJA ÚT TIL 24 LANDA Erla var fyrsti markaðs- stjórinn sem ráðinn var til Össurar hf. „Við sérsmíðum og erum með stöðluð stoðtæki fyrir innanlandsmarkað en aðal- framleiðsluvara okkar er þessi staðlaða gerð af hulsu úr sílíkoni sem er notuð á gervifætur og gervihendur. Össur hannaði sílikone&iið í samvinnu við birgjann og hefur nú einkakauprétt á því. Við seljum út til 24 landa og eru starfsmenn orðnir 37 en hér unnu 17 manns þegar ég byrjaði. 1992 voru settar á markað tvær nýjar vörutegundir, sem einnig eru fluttar út, — gerviökkli og gifsmótatæki. Nýjasta varan er Erogo sport hnéhlífar með púða úr sama sílikonefni og hulsurn- ar en það efni er góð högg- vörn fyrir handbolta og blak- fólk. Hnéhlífarnar eru saumaðar á íslenskri saum- astofu og fyrirhugað er að búa einnig til olnbogahlífar." VAR LANDSLIÐSÞJÁLFARI í HANDBOLTA Erla er gift Magnúsi Teitssyni, íþróttakennara og handknattleiksþjálfara, sem er nýráðinn íþrótta- og tómstundafulltrúi á Álftan- esi. Erla æfði bæði hanbolta og fótbolta frá unga aldri, lék fyrst með Breiðabliki ífótbolta og ÍR í handbolta en færði sig síðan yfir til Stjömunnar í Garðabæ. „Ég hætti að æfa fótbolta þegar ég slasaðist á fæti 1987 en lék handbolta leng- ur. Ég hef þjálfað yngri flokka í handbolta og fót- bolta í 10 ár og í þrjú ár var ég þjálfari íslenska kvenna- landsliðsins í handbolta en er nýhætt. Ég er hins vegar ekki hætt afskiptum af íþróttinni því ég er formaður landsliðsnefnar kvenna og er varamaður í fram- kvæmdasjóm H.S.Í. Astæðan fyrir því að ég hætti þjálfarastarfinu er sú að ég þarf að ferðast mikið í tengslum við vinnuna og sá mér ekki fært að sinna hvoru tveggja. Ég held sjálfri mér í þjálf- un með því að fara í Mátt kl. sjö á morgnana þrisvar sinn- um í viku. Það geri ég á vet- urna en á sumrin skokka ég. Nú hef ég eignast hesta og langar að stunda hesta- mennsku. Ég hef haft mik- inn áhuga á útiveru frá því ég var í sveit í gamla daga,“ segir Erla. 64

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.