Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.06.1994, Blaðsíða 70

Frjáls verslun - 01.06.1994, Blaðsíða 70
ERLEND VEITINGAHUS BRASSERIE BOFINGER Elsta „Brasseri“ Parisarborgar Sigmar B. Hauksson skrif- ar reglulega um þekkta erlenda bisness-veit- ingastaði. París er ein helsta höfuðborg allra sælkera og annara lífsnautnamanna. Víst er að París, „borgin glaðværa á bökkum Signu“ er einstök. París hef- ur frá aldaöðli verið griðastaður lista- manna hvaðanæva að úr heiminum og þar hafa ofsóttir hugsjónamenn átt skjól. París er einnig borg verslunar og stjórnsýslu, þar verður tískan til og í París eru helstu listasöfn heims- ins. Það er samt hið fjölskrúðuga mannlíf sem gerir París svo sérstaka, kaffihúsin, listamenn götunnar, gömlu húsin, Signa og öll veitingahús- in. í París eru um 12.000 veit- ingahús, allir ættu því að geta fundið eitthvað við sitt hæfi. Það er samt ekki gefið að öll veit- ingahús séu frábær enda þótt þau séu í París, því fer fjarri. í borginni eru margir miðlungs veitingastaðir. Margir, sem heimsækja París í fyrsta sinn, kvarta yfir því að það sé erfitt að fínna einhverja miðborg og „ekta“ Parísarstemmningu á veitingahúsunum. París er skipt í 20 hverfí, þau eru ólík og sér- stakt andrúmsloft ríkjandi í hverju hverfí. Ferðamennirnir halda sig helst í Latínuhverfinu, í kringum Óperuna og á Champs-Élysées. Þarna er því fjöldi veitingastaða sem beinlínis gera út á erlenda ferðamenn Brasserie Bofinger er skammt frá nýju óper- unni á Bastille-torginu. og hafa á matseðlinum það sem talið er að ferðamennim- ir helst vilji. Enda þótt veit- ingamar séu í flestum tilvik- um ekki upp á marga fiska er verðið í hærri kantinum. Það er því úti í hinum ýmsu hverfum sem hægt er að finna góða veitingastaði þar sem ríkir ekta Parísarstemmning. Hin svokölluðu „Brasserie" eru í flestum tilvikum skemmtilegir veitingastaðir. „Brasserie" voru upphafalega lítil brugghús sem aðeins seldu bjór. Oft- ast vom eigendurnir frá Elsass héraði enda kemur besti bjórinn í Frakklandi þaðan. Fljótlega var svo farið að selja mat á Brasseriunum, í fyrstu pylsur, skinku, brauð og aðra auðvelda rétti. Með árunum þróaðist matargerðin og í dag eru Brasseriin þau veitingahús, þar sem boðið er upp á þjóðlega franska rétti. Þeir, sem sækjast eftir góðum mat og sannkallaðri Parísarstemningu, Maturinn er frábær á Bofinger. Á matseðl- inum em klassískir þjóðlegir franskir rétt- ir og einnig er mikið og gott úrval af skel- fiski. Epoque stfl, allt er í rauðum lit og yfir matsalnum er hvolfþak úr gleri. Þegar inn er komið verður fyrir stór bar og á honum silfurskálar með kampavínsflöskum, liprir þjónar bjóða þér að bíða á barnum og skoða mat- seðilinn á meðan beðið er eftir borði. Það er jafnan örtröð á Bofinger enda staðurinn eitt vinsælasta veitingahús Parísarborgar. Maturinn er frábær og á matseðlinum eru klassískir, þjóðlegir franskir réttir. Þá er einnig mikið og gott úrval af skelfiski t.d. ostrum. í stuttu máli sagt þá samein- ast þarna góður matur, fallegt um- hverfí, hagstætt verð og sannkölluð Parísarstemning. Þjónustan er mjög góð, flestir þjónanna tala ensku og það er hægt að fá matseðil á ensku. Brasserie Bofinger er á skemmtileg- um stað eða í Marais hveríi. Eins og áður hefur komið fram er hið nýja Óperuhús Parísar á Bastille torginu , hægt er að ganga frá BastiUe torginu upp Boulevard Beaumarchais að öðru frægu torgi í París en það er République torgið. Á þessu svæði er mikið fjölskrúðugt mannlíf sem gam- an er að kynnast. Þeir, sem vilja kynnast París eins og hún var, París eins og við hugsum okkur hana, ættu hiklaust að snæða á Brasserie Bofing- er og gerst Parísarbúar um stund. ættu að heimsækja elsta Brasseri Parísarborgar, „Bofinger" sem er skammt frá nýju Óperunni á Bastille- torginu. Þessi veitingastaður er ein- staklega fallega innréttaður, í Belle Brasserie Bofinger. 5 et 7, Rue de la Bastille. Sími: 42728782 Fax: 42729768. 70
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.